44 prósent fengu uppreist æru fyrr „af því sérstaklega stóð á“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 15:34 Rober Downey hlaut uppreist æru í september í fyrra. Tæplega helmingur þeirra sem fengu uppreist æru undanfarin tuttugu ár fengu undanþágu frá meginreglu af því sérstaklega stóð á. Kompás Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. Um er að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að fimm ár þurfi að líða frá því afplánun lýkur. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins það sem vísað er á bug að fréttum þess efnis að Robert Downey hafi fengið sérmeðferð hjá ráðuneytinu. Heimild er í lögum til að veita uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun refsingar „þegar sérstaklega stendur á“. Fram hefur komið að Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum undir lögaldri. Hann hóf afplánun í febrúar 2009 og fékk reynslulausn tæpum tveimur árum síðar, í desember 2010. Þar sem dómur Roberts var þyngri en eitt ár átti hann að geta sótt um uppreist æru fimm árum eftir að refsing var að fullu úttekin. Hann sótti þó um uppreist æru í september árið 2014, fjórum árum eftir að hafa verið veitt reynslulausn, og fékk tveimur árum síðar. Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 32 hafi fengið uppreist æru frá árinu 1995 til dagsins í dag. Fjórtán þeirra hafi sótt um uppreist æru innan fimm ára rammans sem þó á aðeins að taka til greina þegar sérstaklega standi á. Hinir átján sóttu um uppreist æru eftir að fimm ára rammanum lauk. Dómsmálaráðuneytið ætlar að birta gögn allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995 með vísun í úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Roberts Downey. Jóhannes Tómasson ráðuneytisstjóri segir að gögnin verði birt á næstu dögum.Tilkynningin frá Stjórnarráðinu í heild Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill dómsmálaráðuneytið taka fram að samkvæmt áralangri stjórnsýsluvenju hefur uppreist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar þegar sérstaklega stendur á að veita uppreist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refsingar. Í máli því sem úrskurður nefndarinnar tók til var ekki um að ræða sérmeðferð á máli viðkomandi umsækjenda. Þvert á móti fékk mál hans sömu meðferð og önnur mál sambærileg mál undanfarna áratugi.Frá árunum 1995-2017 fengu 32 uppreist æru. Af þeim eru 14 sem fengu uppreist æru innan fimm ára eða 44%. Hinir, þ.e. 18 einstaklingar, sóttu um uppreist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refsinga. Engum var hafnað á grundvelli þess að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði um fimm árin. Uppreist æru Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. Um er að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að fimm ár þurfi að líða frá því afplánun lýkur. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins það sem vísað er á bug að fréttum þess efnis að Robert Downey hafi fengið sérmeðferð hjá ráðuneytinu. Heimild er í lögum til að veita uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun refsingar „þegar sérstaklega stendur á“. Fram hefur komið að Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum undir lögaldri. Hann hóf afplánun í febrúar 2009 og fékk reynslulausn tæpum tveimur árum síðar, í desember 2010. Þar sem dómur Roberts var þyngri en eitt ár átti hann að geta sótt um uppreist æru fimm árum eftir að refsing var að fullu úttekin. Hann sótti þó um uppreist æru í september árið 2014, fjórum árum eftir að hafa verið veitt reynslulausn, og fékk tveimur árum síðar. Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 32 hafi fengið uppreist æru frá árinu 1995 til dagsins í dag. Fjórtán þeirra hafi sótt um uppreist æru innan fimm ára rammans sem þó á aðeins að taka til greina þegar sérstaklega standi á. Hinir átján sóttu um uppreist æru eftir að fimm ára rammanum lauk. Dómsmálaráðuneytið ætlar að birta gögn allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995 með vísun í úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Roberts Downey. Jóhannes Tómasson ráðuneytisstjóri segir að gögnin verði birt á næstu dögum.Tilkynningin frá Stjórnarráðinu í heild Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill dómsmálaráðuneytið taka fram að samkvæmt áralangri stjórnsýsluvenju hefur uppreist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar þegar sérstaklega stendur á að veita uppreist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refsingar. Í máli því sem úrskurður nefndarinnar tók til var ekki um að ræða sérmeðferð á máli viðkomandi umsækjenda. Þvert á móti fékk mál hans sömu meðferð og önnur mál sambærileg mál undanfarna áratugi.Frá árunum 1995-2017 fengu 32 uppreist æru. Af þeim eru 14 sem fengu uppreist æru innan fimm ára eða 44%. Hinir, þ.e. 18 einstaklingar, sóttu um uppreist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refsinga. Engum var hafnað á grundvelli þess að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði um fimm árin.
Uppreist æru Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira