Í rannsókninni var tekið tillit til sautján streituvaldandi þátta, þar á meðal umferðar, almenningssamgangna, grænna reita, fjárhags, heilsu og jafnréttis. Gefnar voru einkunnir á skalanum 1 til 10 þar sem 10 táknar mesta magn streitu.
Rannsóknin tók til 500 borga um allan heim og fjórar af tíu efstu borgunum eru í Þýskalandi. Borgin Stuttgart trónir á toppnum með einungis 1 stig af streitu og hinar þýsku borgirnar sem ná í topp tíu efstu sæti listans eru Hanover, Munich og Hamborg.
Í Stuttgart, sem staðsett er í suður Þýskalandi, er mikið af grænum reitum innan borgarinnar og talið er að það hafi jákvæð áhrif á streitu. Einnig er efnahagur borgarinnar með besta móti.
Reykjavík var í 22. sæti á listanum. Samkvæmt rannsókninni eru helstu streituvaldar íbúa höfuðborgarinnar lélegar almenningssamgöngur, skortur á sólarljósi og hávaðamengun. Reykjavík var hins vegar sú borg með mesta jafnrétti kynjanna og bestu líkamlegu heilsuna.
Sú borg sem er neðst á listanum er borgin Baghdad í Írak, en hún var með hæstu mögulegu einkunn af streituvöldum.
Streituminnstu borgirnar:
- Stuttgart – Þýskalandi
- Lúxemborg – Lúxemborg
- Hannover – Þýskalandi
- Bern – Sviss
- München – Þýskalandi
Streitumestu borgirnar:
- Bagdad – Írak
- Kabúl – Afganistan
- Lagos – Nigeríu
- Dakar – Senegal
- Kaíró - Egyptalandi
Hægt er að kynna sér listann í heild sinni hér.