„Ég skólanum réðist ég alltaf á sjálfsalann og borðaði bara brownies og smákökur. Því næst fór ég heim úr skólanum og borðaði nánast allt sem til var í ísskápnum,“ segir Hulse.
Eftir að hann ákvað að taka sig í gegn fór hann úr buxnastærð 50 niður í 32. Það höfðu margir bent honum á það að fara í hjáveituaðgerð en Hulse var ekkert sérstaklega hrifinn af þeirri hugmynd. Elliott fór að hreyfa sig en hann segir að aðal breytingin var sú að hann fór að drekka rosalega mikið vatn.
„Lykillinn var að drekka mikið vatn. Ég drekk alltaf tvo lítra af vatni á dag en þetta tekur tíma. Það er ekkert hægt að léttast um mörg kíló á nokkrum dögum og það er heldur ekkert hægt að þyngjast um mörg kíló á nokkrum dögum. Þetta tekur tíma.“
Elliott er í dag undir 70 kíló.
