Mýtan um Norðurlöndin Guðmundur Edgarsson skrifar 13. september 2017 07:00 Hún er lífseig mýtan um að hagsæld Norðurlandanna byggi á víðtæku velferðarkerfi og háum sköttum. Ef svo væri myndu lönd eins og Frakkland, Grikkland og Ítalía njóta sams konar velgengni. Þrátt fyrir skattagleði þessara ríkja og rausnarlegs velferðarkerfis er staðan í þessum löndum hins vegar óralangt frá því að vera viðunandi. Löndin glíma við gríðarlegar skuldir, langvarandi atvinnuleysi og stöðnun á mörgum sviðum. Það sem Norðurlöndin hafa haft fram yfir flest önnur samanburðarlönd er því ekki hið margrómaða velferðarkerfi heldur aðrir þættir.Menningin skýringarþáttur Þannig er að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að vera tiltölulega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungumálið og deila sömu sögu, trú og hefðum. Hugsunarháttur og lífsstíll er áþekkur sem dregur úr líkum á spillingu og valdabrölti í stjórnkerfinu. Í ofanálag hafa Norðurlöndin búið við tiltölulega frjálst atvinnulíf sem lagt hefur grunninn að traustum efnahag þeirra. Það sem ennfremur bendir til þess að hin norræna menning sé mun sterkari áhrifaþáttur í velgengni Norðurlandanna en háir skattar og viðamikið velferðarkerfi er að norrænu fólki vegnar mun betur í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum þar sem skattar eru mun hærri. Atvinnuleysi meðal norrænna Bandaríkjamanna er til að mynda mun minna, laun hærri og félagslegur hreyfanleiki talsvert meiri en þekkist á Norðurlöndunum.Norðurlöndin áður fyrr Þá nutu Norðurlöndin mun meiri velgengni en önnur vestræn ríki áður en norræna velferðarmódelið var tekið upp í kringum 1960. Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðsdrifnari löndum hins vestræna heims. Skattar voru lágir, opinberi geirinn lítill og velferðarþjónusta miðaðist við þá sem ekki voru bjargálna. Löndin bjuggu við þróttmikið efnahagslíf og velferð á flestum sviðum í samanburði við önnur ríki. Tíðni ungbarnadauða var með því lægsta sem þekktist, ævilíkur meðal þeirra hæstu í heiminum, fátækt minni og menntunarstig hærra en finna mátti annars staðar. Norræna velferðin virðist því byggja á menningartengdum þáttum fremur en umfangsmiklu velferðarkerfi og ofursköttum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Skoðun Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Sjá meira
Hún er lífseig mýtan um að hagsæld Norðurlandanna byggi á víðtæku velferðarkerfi og háum sköttum. Ef svo væri myndu lönd eins og Frakkland, Grikkland og Ítalía njóta sams konar velgengni. Þrátt fyrir skattagleði þessara ríkja og rausnarlegs velferðarkerfis er staðan í þessum löndum hins vegar óralangt frá því að vera viðunandi. Löndin glíma við gríðarlegar skuldir, langvarandi atvinnuleysi og stöðnun á mörgum sviðum. Það sem Norðurlöndin hafa haft fram yfir flest önnur samanburðarlönd er því ekki hið margrómaða velferðarkerfi heldur aðrir þættir.Menningin skýringarþáttur Þannig er að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að vera tiltölulega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungumálið og deila sömu sögu, trú og hefðum. Hugsunarháttur og lífsstíll er áþekkur sem dregur úr líkum á spillingu og valdabrölti í stjórnkerfinu. Í ofanálag hafa Norðurlöndin búið við tiltölulega frjálst atvinnulíf sem lagt hefur grunninn að traustum efnahag þeirra. Það sem ennfremur bendir til þess að hin norræna menning sé mun sterkari áhrifaþáttur í velgengni Norðurlandanna en háir skattar og viðamikið velferðarkerfi er að norrænu fólki vegnar mun betur í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum þar sem skattar eru mun hærri. Atvinnuleysi meðal norrænna Bandaríkjamanna er til að mynda mun minna, laun hærri og félagslegur hreyfanleiki talsvert meiri en þekkist á Norðurlöndunum.Norðurlöndin áður fyrr Þá nutu Norðurlöndin mun meiri velgengni en önnur vestræn ríki áður en norræna velferðarmódelið var tekið upp í kringum 1960. Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðsdrifnari löndum hins vestræna heims. Skattar voru lágir, opinberi geirinn lítill og velferðarþjónusta miðaðist við þá sem ekki voru bjargálna. Löndin bjuggu við þróttmikið efnahagslíf og velferð á flestum sviðum í samanburði við önnur ríki. Tíðni ungbarnadauða var með því lægsta sem þekktist, ævilíkur meðal þeirra hæstu í heiminum, fátækt minni og menntunarstig hærra en finna mátti annars staðar. Norræna velferðin virðist því byggja á menningartengdum þáttum fremur en umfangsmiklu velferðarkerfi og ofursköttum. Höfundur er kennari.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun