RÚV-sátt dýrari en allir meiðyrðadómar undanfarinna ára Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. september 2017 06:00 RÚV féllst á að greiða 2,5 milljónir króna í meiðyrðamáli. Vísir/Ernir Þær 2,5 milljónir króna sem Ríkisútvarpið féllst á að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni í miskabætur og málskostnað til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla eru hálfri milljón meira en dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðustu fimm árin hið minnsta. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær mátu forsvarsmenn Ríkisútvarpsins það sem svo að staða þeirra væri hugsanlega veik fyrir dómi í meiðyrðamálinu þar sem Guðmundur krafðist alls 10 milljóna í miskabætur og því væri fjárhagslega hagstæðara að greiða út 2,5 milljónir til ljúka því. Gagnrýnt hefur verið að Ríkisútvarpið hafi ekki látið reyna á málið fyrir dómstólum, það gerði meðal annars Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið fann dæmi um sex sakfellingar í meiðyrðamálum í héraði aftur til nóvember 2012. Í tveimur þessara mála sneri Hæstiréttur Íslands dómunum við og sýknaði hina stefndu. Meðaltal fjárhæða miskabóta, málskostnaðar og kostnaðar við birtingu dóma í þessum sex málum er þrátt fyrir það rúmlega 1,2 milljónum lægri en upphæðin sem Ríkisútvarpið greiddi til að ljúka málinu utan dómstóla. Í öllum málunum þar sem menn voru dæmdir fyrir meiðyrði var krafist milljóna í miskabætur en uppskeran var yfirleitt nokkur hundruð þúsund krónur þegar upp var staðið. Við þá upphæð bættist síðan vanalega hár málskostnaður og kostnaður við birtingu dómanna. Í mun fleiri tilfellum endaði þó meiðyrðamál með sýknu á sama tímabili. Dýrasti meiðyrðadómurinn af þeim sem Fréttablaðið fann við yfirferð sína var í máli fjárfestisins Jóns Þorsteins Jónssonar gegn ritstjórum og fréttastjóra DV. Dómur í því féll 16. desember 2013 í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem blaðamennirnir voru dæmdir til að greiða Jóni Þorsteini 300.000 krónur í miskabætur í máli þar sem hann hafði krafist þriggja milljóna í bætur. Við bættust svo 400.000 til að kosta birtingu dómsins í dagblöðum og netmiðlum og ríflega 1,3 milljónir í málskostnað. Alls rúmlega tvær milljónir króna. Hæstiréttur synjaði svo beiðni DV um áfrýjunarleyfi sem sækja þurfti um vegna þess að upphæð bótanna var undir tilskildum mörkum til að hægt væri að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar. Næstdýrasta sakfellingin í meiðyrðamáli féll í júní síðastliðnum þegar sex einstaklingar voru dæmdir til að greiða Bergvini Oddsyni, fyrrverandi formanni Blindrafélagsins, 900.000 krónur í miskabætur og 750.000 í málskostnað. Alls 1.650.000 krónur, alls 850.000 krónum lægri upphæð en Ríkisútvarpið samdi við Guðmund Spartakus um.Meiðyrðadómar í héraði þar sem var sakfellt30. júní 2017Sex manns dæmdir til að greiða Bergvin Oddssyni, fyrrv. formanni Blindafélagsins, 900 þús. í miskabætur og 750 þús í málskostnað. Alls 1.650 þús. kr.14. október 2014Jón Guðbjartsson dæmdur til að greiða Helga Áss Grétarssyni 300 þús. í miskabætur, 660 þús. í málskostnað og 63 þús. til að kosta birtingu dóms í einu dagblaði. Alls: 1.023 þús. kr.11. mars 2014Ritstjóra DV og DV ehf. gert að greiða Söru Lind Guðbergsdóttur 300 þús. í miskabætur, 500 þús. í miskabætur og 621 þús til að kosta birtingu dóms í víðlesnu dagblaði. Alls: 1.421 þús. kr. (Dómi snúið við í Hæstarétti og sýknað. Málskostnaður í héraði og Hæstarétti felldur niður.)17. desember 2013Ritstjórum DV gert að greiða Hans Aðalsteini Helgasyni 200 þús. í miskabætur, 500 þús. í málskostnað auk 100 þús í sekt í ríkissjóð. Alls: 800 þús. kr. (Dómi snúið við í Hæstarétti og sýknað. Hans gert að greiða ritstjórunum tveimur 500 þús. hvorum í málskostnað í héraði og Hæstarétti.)16. desember 2013Ritstjórum og fréttastjóra DV gert að greiða Jóni Þorsteini Jónssyni 300 þús. í miskabætur, 1.365 þús. í málskostnað og 400 þús. til að kosta birtingu dóms í dagblöðum og netmiðlum. Alls: 2.065. þús. kr. (Synjað um áfrýjun til Hæstaréttar)29. nóvember 2012Ólafi Arnarsyni gert að greiða Friðriki Jón Arngrímssyni 300 þús. í miskabætur og 450 þús í málskostnað. Alls 750 þús. kr. (Synjað um áfrýjun til Hæstaréttar) Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Sjá meira
Þær 2,5 milljónir króna sem Ríkisútvarpið féllst á að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni í miskabætur og málskostnað til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla eru hálfri milljón meira en dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðustu fimm árin hið minnsta. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær mátu forsvarsmenn Ríkisútvarpsins það sem svo að staða þeirra væri hugsanlega veik fyrir dómi í meiðyrðamálinu þar sem Guðmundur krafðist alls 10 milljóna í miskabætur og því væri fjárhagslega hagstæðara að greiða út 2,5 milljónir til ljúka því. Gagnrýnt hefur verið að Ríkisútvarpið hafi ekki látið reyna á málið fyrir dómstólum, það gerði meðal annars Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið fann dæmi um sex sakfellingar í meiðyrðamálum í héraði aftur til nóvember 2012. Í tveimur þessara mála sneri Hæstiréttur Íslands dómunum við og sýknaði hina stefndu. Meðaltal fjárhæða miskabóta, málskostnaðar og kostnaðar við birtingu dóma í þessum sex málum er þrátt fyrir það rúmlega 1,2 milljónum lægri en upphæðin sem Ríkisútvarpið greiddi til að ljúka málinu utan dómstóla. Í öllum málunum þar sem menn voru dæmdir fyrir meiðyrði var krafist milljóna í miskabætur en uppskeran var yfirleitt nokkur hundruð þúsund krónur þegar upp var staðið. Við þá upphæð bættist síðan vanalega hár málskostnaður og kostnaður við birtingu dómanna. Í mun fleiri tilfellum endaði þó meiðyrðamál með sýknu á sama tímabili. Dýrasti meiðyrðadómurinn af þeim sem Fréttablaðið fann við yfirferð sína var í máli fjárfestisins Jóns Þorsteins Jónssonar gegn ritstjórum og fréttastjóra DV. Dómur í því féll 16. desember 2013 í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem blaðamennirnir voru dæmdir til að greiða Jóni Þorsteini 300.000 krónur í miskabætur í máli þar sem hann hafði krafist þriggja milljóna í bætur. Við bættust svo 400.000 til að kosta birtingu dómsins í dagblöðum og netmiðlum og ríflega 1,3 milljónir í málskostnað. Alls rúmlega tvær milljónir króna. Hæstiréttur synjaði svo beiðni DV um áfrýjunarleyfi sem sækja þurfti um vegna þess að upphæð bótanna var undir tilskildum mörkum til að hægt væri að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar. Næstdýrasta sakfellingin í meiðyrðamáli féll í júní síðastliðnum þegar sex einstaklingar voru dæmdir til að greiða Bergvini Oddsyni, fyrrverandi formanni Blindrafélagsins, 900.000 krónur í miskabætur og 750.000 í málskostnað. Alls 1.650.000 krónur, alls 850.000 krónum lægri upphæð en Ríkisútvarpið samdi við Guðmund Spartakus um.Meiðyrðadómar í héraði þar sem var sakfellt30. júní 2017Sex manns dæmdir til að greiða Bergvin Oddssyni, fyrrv. formanni Blindafélagsins, 900 þús. í miskabætur og 750 þús í málskostnað. Alls 1.650 þús. kr.14. október 2014Jón Guðbjartsson dæmdur til að greiða Helga Áss Grétarssyni 300 þús. í miskabætur, 660 þús. í málskostnað og 63 þús. til að kosta birtingu dóms í einu dagblaði. Alls: 1.023 þús. kr.11. mars 2014Ritstjóra DV og DV ehf. gert að greiða Söru Lind Guðbergsdóttur 300 þús. í miskabætur, 500 þús. í miskabætur og 621 þús til að kosta birtingu dóms í víðlesnu dagblaði. Alls: 1.421 þús. kr. (Dómi snúið við í Hæstarétti og sýknað. Málskostnaður í héraði og Hæstarétti felldur niður.)17. desember 2013Ritstjórum DV gert að greiða Hans Aðalsteini Helgasyni 200 þús. í miskabætur, 500 þús. í málskostnað auk 100 þús í sekt í ríkissjóð. Alls: 800 þús. kr. (Dómi snúið við í Hæstarétti og sýknað. Hans gert að greiða ritstjórunum tveimur 500 þús. hvorum í málskostnað í héraði og Hæstarétti.)16. desember 2013Ritstjórum og fréttastjóra DV gert að greiða Jóni Þorsteini Jónssyni 300 þús. í miskabætur, 1.365 þús. í málskostnað og 400 þús. til að kosta birtingu dóms í dagblöðum og netmiðlum. Alls: 2.065. þús. kr. (Synjað um áfrýjun til Hæstaréttar)29. nóvember 2012Ólafi Arnarsyni gert að greiða Friðriki Jón Arngrímssyni 300 þús. í miskabætur og 450 þús í málskostnað. Alls 750 þús. kr. (Synjað um áfrýjun til Hæstaréttar)
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Sjá meira
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40
RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37
RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00