Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 23:50 Metanísblöðin mynda hrjúft yfirborð á Plútó. NASA/JHUAPL/SwRI Þegar könnunarfarið New Horizons þaut fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó fyrir tveimur árum vöktu risavaxnar ísmyndanir sem líkjast hnífsblöðum athygli vísindamanna. Hópur þeirra telur nú að þurrgufun metaníss myndi þessi sérstöku fyrirbæri. Ísblöðin fundust á hálendustu svæðum Plútós, nærri miðbaug hans. Þau geta orðið eins há og skýjakljúfar, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þessir ísturnar vöktu fjölda spurninga hjá vísindamönnum, þar á meðal hvers vegna ísinn myndar svo svakaleg blöð frekar en að leggjast flatur yfir yfirborðið. Merki um virkari jarðfræði en menn áttu von áSkýringin sem hópur vísindamanna undir forystu Jeffrey Moore hjá Ames-rannsóknarmiðstöð NASA fann er breytileiki í loftslagi Plútós. Myndunin hefst þegar metan í þunnum lofthjúpnum frýs á hálendissvæðum líkt og þegar vatn myndar snjó og ís á jörðinni. Moore segir að þegar hlýnar í veðri á Plútó geti metanið byrjað að gufa upp. Það breytist beint úr ís í gas með svonefndri þurrgufun. Þá verða til þessi blöð metaníss sem skaga hátt upp í loftið. Sambærilegar myndanir eiga sér stað á hálendissvæðum nærri miðbaug jarðar en mun minni. Þar veldur þurrgufun íss því að nokkurra metra há ísblöð myndast. Ísblöðin sem myndast á Chajnantor-sléttunni í Síle eru dvergvaxinn í samanburði við metanísblöðin á Plútó.Wikimedia Commons/ESO Sé þessi skýring á rökum reist bendir það til þess að lofthjúpur og yfirborð Plútós sé mun virkara en vísindamenn höfðu talið. Kenningin hjálpar vísindamönnum einnig að kortleggja Plútó betur. Þegar New Horizons flaug fram hjá í ágúst 2015 náði geimfarið aðeins háskerpumyndum af annarri hlið Plútós. Í ljósi þess að vísindamönnunum hefur nú tekist að tengja metanís við hálendissvæði á dvergreikistjörnunni geta þeir notað staðsetningu þess á yfirborðinu til að gera hæðarkort af þeim svæðum sem geimfarið náði ekki að gera nákvæmar mælingar á. Vísindi Plútó Geimurinn Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Þegar könnunarfarið New Horizons þaut fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó fyrir tveimur árum vöktu risavaxnar ísmyndanir sem líkjast hnífsblöðum athygli vísindamanna. Hópur þeirra telur nú að þurrgufun metaníss myndi þessi sérstöku fyrirbæri. Ísblöðin fundust á hálendustu svæðum Plútós, nærri miðbaug hans. Þau geta orðið eins há og skýjakljúfar, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þessir ísturnar vöktu fjölda spurninga hjá vísindamönnum, þar á meðal hvers vegna ísinn myndar svo svakaleg blöð frekar en að leggjast flatur yfir yfirborðið. Merki um virkari jarðfræði en menn áttu von áSkýringin sem hópur vísindamanna undir forystu Jeffrey Moore hjá Ames-rannsóknarmiðstöð NASA fann er breytileiki í loftslagi Plútós. Myndunin hefst þegar metan í þunnum lofthjúpnum frýs á hálendissvæðum líkt og þegar vatn myndar snjó og ís á jörðinni. Moore segir að þegar hlýnar í veðri á Plútó geti metanið byrjað að gufa upp. Það breytist beint úr ís í gas með svonefndri þurrgufun. Þá verða til þessi blöð metaníss sem skaga hátt upp í loftið. Sambærilegar myndanir eiga sér stað á hálendissvæðum nærri miðbaug jarðar en mun minni. Þar veldur þurrgufun íss því að nokkurra metra há ísblöð myndast. Ísblöðin sem myndast á Chajnantor-sléttunni í Síle eru dvergvaxinn í samanburði við metanísblöðin á Plútó.Wikimedia Commons/ESO Sé þessi skýring á rökum reist bendir það til þess að lofthjúpur og yfirborð Plútós sé mun virkara en vísindamenn höfðu talið. Kenningin hjálpar vísindamönnum einnig að kortleggja Plútó betur. Þegar New Horizons flaug fram hjá í ágúst 2015 náði geimfarið aðeins háskerpumyndum af annarri hlið Plútós. Í ljósi þess að vísindamönnunum hefur nú tekist að tengja metanís við hálendissvæði á dvergreikistjörnunni geta þeir notað staðsetningu þess á yfirborðinu til að gera hæðarkort af þeim svæðum sem geimfarið náði ekki að gera nákvæmar mælingar á.
Vísindi Plútó Geimurinn Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira