Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Anton Egilsson og Atli Ísleifsson skrifa 15. október 2017 14:12 Björk og Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2000. Vísir/Getty Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég er innblásin af öllum þeim konum sem láta í sér heyra á netinu til að láta í mér heyra varðandi reynslu mína af dönskum leikstjóra, því ég kem frá landi sem er eitt af þeim löndum sem er hvað næst jafnrétti kynjanna,” segir Björk í upphafi færslunnar. Björk nafngreinir von Trier ekki í færslu sinni en leiða má yfirgnæfandi líkur að því að Björk sé að lýsa samskiptum sínum við hann enda er von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með að gerð kvikmyndar. Björk hefur áður lýst þeim örðugleikum sem voru í samstarfi þeirra von Trier en í kjölfar útgáfu myndarinnar gaf hún út að hún myndi aldrei aftur vinna að annarri kvikmynd með leikstjóranum. „Þau eru ekki bestu vinir, en þau eru bæði mjög ánægð með útkomu myndarinnar,” sagði þáverandi umboðsmaður Bjarkar á sínum tíma. Bar upp á hana lygarBjörk sakar leikstjórann um að hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafi hafnað honum. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu. Björk segir að vegna eigin styrks, starfsliðs síns og þar sem hún haft neinu að tapa þar sem hún hafi ekki haft metnað til að ná langt innan kvikmyndageirans þá jafnaði hún sig á málinu á einu ári. Þó óttist hún að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Björk kveðst fullviss um að kvikmynd sem hann gerði síðar hafi verið byggð á reynslu hans af samstarfi þeirra tveggja. Segir Björk að hún telji að þar sem hún hafi verið sú fyrsta til að hafna kynferðislegum umleitunum von Trier, þá hafi það haft áhrif á samstarf hans með leikkonum síðar meir. „Þannig að enn er von,“ segir Björk í færslu sinni sem lýkur máli sínu á því að segja að það gangi nú yfir bylgja breytinga í heiminum. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislegt ofbeldi innan kvikmyndaheimsins að undanförnu en á síðustu dögum hafa á þriðja tug kvenna stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi af hendi kvikmyndaframleiðandans þekkta Harvey Weinstein. Meðal þeirra eru þekktar leikkonur eins og Ashley Judd, Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan. Færslu Bjarkar má lesa í heild sinni hér að neðan. Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég er innblásin af öllum þeim konum sem láta í sér heyra á netinu til að láta í mér heyra varðandi reynslu mína af dönskum leikstjóra, því ég kem frá landi sem er eitt af þeim löndum sem er hvað næst jafnrétti kynjanna,” segir Björk í upphafi færslunnar. Björk nafngreinir von Trier ekki í færslu sinni en leiða má yfirgnæfandi líkur að því að Björk sé að lýsa samskiptum sínum við hann enda er von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með að gerð kvikmyndar. Björk hefur áður lýst þeim örðugleikum sem voru í samstarfi þeirra von Trier en í kjölfar útgáfu myndarinnar gaf hún út að hún myndi aldrei aftur vinna að annarri kvikmynd með leikstjóranum. „Þau eru ekki bestu vinir, en þau eru bæði mjög ánægð með útkomu myndarinnar,” sagði þáverandi umboðsmaður Bjarkar á sínum tíma. Bar upp á hana lygarBjörk sakar leikstjórann um að hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafi hafnað honum. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu. Björk segir að vegna eigin styrks, starfsliðs síns og þar sem hún haft neinu að tapa þar sem hún hafi ekki haft metnað til að ná langt innan kvikmyndageirans þá jafnaði hún sig á málinu á einu ári. Þó óttist hún að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Björk kveðst fullviss um að kvikmynd sem hann gerði síðar hafi verið byggð á reynslu hans af samstarfi þeirra tveggja. Segir Björk að hún telji að þar sem hún hafi verið sú fyrsta til að hafna kynferðislegum umleitunum von Trier, þá hafi það haft áhrif á samstarf hans með leikkonum síðar meir. „Þannig að enn er von,“ segir Björk í færslu sinni sem lýkur máli sínu á því að segja að það gangi nú yfir bylgja breytinga í heiminum. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislegt ofbeldi innan kvikmyndaheimsins að undanförnu en á síðustu dögum hafa á þriðja tug kvenna stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi af hendi kvikmyndaframleiðandans þekkta Harvey Weinstein. Meðal þeirra eru þekktar leikkonur eins og Ashley Judd, Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan. Færslu Bjarkar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira