1,1 milljarður króna í ósóttar bætur Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 12:52 Una Jónsdóttir segir það vera áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. Íbúðalánasjóður Aðeins um 42 prósent leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1,1 milljarður króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þar sem segir ennfremur að gera eigi átak í fræðslu til leigjenda og leigusala um aukin rétt fólks á leigumarkaði til húsnæðisbóta. Mun það fara fram í tengslum við flutning útgreiðslu bótanna frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs um áramótin. „Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tímabilinu frá janúar til september í ár voru 4 milljarðar greiddir í húsnæðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Á fjárlögum ríkisins í ár var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í húsnæðisbætur. Það eru því 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til að fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðaltali 31% af leiguverði og því ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á húsnæðisþingi sem fram fer á morgun, mánudag. Þá var í gær tilkynnt að útgreiðsla húsnæðisbóta muni færast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnumálastofnun og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sérstakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnumálastofnunar flytjast til Íbúðalánasjóðs.19% leigjenda á almennum markaði hafa ekki sótt um Í fyrrgreindri leigumarkaðskönnun voru leigjendur ennfremur spurðir út í ástæður þess að þeir þiggi ekki húsnæðisbætur og verður greint frá þeim, ásamt öðrum niðurstöðum könnunarinnar, á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs á mánudag,“ segir í tilkynninguinni. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing í hagdeild Íbúðalánasjóðs, að það sé áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. „Önnur algengasta skýringin sem fólk gefur, sem ekki þiggur húsnæðisbætur, er að það hafi ekki sótt um þær. Það er því klárt tækifæri að kynna húsnæðisbæturnar betur og koma þeim til þeirra sem á þurfa að halda. Það sést í könnuninni að leigumarkaðurinn er íþyngjandi fyrir meirihluta fólks og við þurfum að sjá til þess að húsnæðisbætur séu betur nýttar til þess að lina vanda þessa hóps,“ segir Una. Húsnæðismál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Aðeins um 42 prósent leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1,1 milljarður króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þar sem segir ennfremur að gera eigi átak í fræðslu til leigjenda og leigusala um aukin rétt fólks á leigumarkaði til húsnæðisbóta. Mun það fara fram í tengslum við flutning útgreiðslu bótanna frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs um áramótin. „Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tímabilinu frá janúar til september í ár voru 4 milljarðar greiddir í húsnæðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Á fjárlögum ríkisins í ár var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í húsnæðisbætur. Það eru því 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til að fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðaltali 31% af leiguverði og því ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á húsnæðisþingi sem fram fer á morgun, mánudag. Þá var í gær tilkynnt að útgreiðsla húsnæðisbóta muni færast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnumálastofnun og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sérstakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnumálastofnunar flytjast til Íbúðalánasjóðs.19% leigjenda á almennum markaði hafa ekki sótt um Í fyrrgreindri leigumarkaðskönnun voru leigjendur ennfremur spurðir út í ástæður þess að þeir þiggi ekki húsnæðisbætur og verður greint frá þeim, ásamt öðrum niðurstöðum könnunarinnar, á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs á mánudag,“ segir í tilkynninguinni. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing í hagdeild Íbúðalánasjóðs, að það sé áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. „Önnur algengasta skýringin sem fólk gefur, sem ekki þiggur húsnæðisbætur, er að það hafi ekki sótt um þær. Það er því klárt tækifæri að kynna húsnæðisbæturnar betur og koma þeim til þeirra sem á þurfa að halda. Það sést í könnuninni að leigumarkaðurinn er íþyngjandi fyrir meirihluta fólks og við þurfum að sjá til þess að húsnæðisbætur séu betur nýttar til þess að lina vanda þessa hóps,“ segir Una.
Húsnæðismál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira