Eldur í ruslatunnu við heimili ritstjóra Stundarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2017 00:30 Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Mynd/Jón Trausti Um það leyti sem Leiðtogaumræðurnar hófust á Ríkisútvarpinu á sunnudag fann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar brunalykt. Þegar Jón Trausti gaumgæfði aðstæður kom í ljós að ein ruslatunnanna í ruslageymslu fjölbýlishússins sem hann býr í stóð í ljósum logum auk þess sem úrgangur var fyrir utan dyr ruslageymslunnar. Í samtali við Vísi sagðist Jón Trausti hafa brugðist skjótt við og reynt að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki enn þó með takmörkuðum árangri því það tæmdist.Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar trúir ótrauður á það góða í fólki þrátt fyrir uppákomuna.Jón TraustiÁður en leið á löngu kom björgunarsveitamaður aðvífandi og dró logandi ruslatunnuna út úr geymslunni til þess að eldurinn næði ekki til nærliggjandi sorptunna. Jón Trausti bendir á að það hafi verið hárrétt ákvörðun í ljósi þess að tunnurnar voru farnar að bráðna. Íbúarnir hafa tilkynnt íkveikju til lögreglunnar en engin vitni hafa stigið fram enn sem komið er. Jón Trausti biðlar til fólks að setja sig í samband við lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Aðspurður segist Jón Trausti ekki hafa neinn grunaðann: „Nei, ég hef engan grunaðan, eins og ég segi. Það getur vel verið að það sé bara tilviljun að þetta hafi gerst á þessum stað, á þessum tíma og í þessu andrúmslofti sem hefur verið undanfarna daga. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ásetning þarna.“ Jón Trausti segist sjálfur ekki vera skelkaður en að fimm ára dóttir hans hefði lagst í jörðina og brostið í grát. Hún hafi verið virkilega hrædd. Jón Trausti kýs þó að horfa til þess góða sem hann lærði af atvikinu sem er hjálpsemi björgunarsveitarmannsins og hyggst hann „trúa ótrauður áfram á það góða í fólki“.Hér að neðan er pistill ritstjórans í heild þar sem hann lýsir atvikinu. Fjölmiðlar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Um það leyti sem Leiðtogaumræðurnar hófust á Ríkisútvarpinu á sunnudag fann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar brunalykt. Þegar Jón Trausti gaumgæfði aðstæður kom í ljós að ein ruslatunnanna í ruslageymslu fjölbýlishússins sem hann býr í stóð í ljósum logum auk þess sem úrgangur var fyrir utan dyr ruslageymslunnar. Í samtali við Vísi sagðist Jón Trausti hafa brugðist skjótt við og reynt að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki enn þó með takmörkuðum árangri því það tæmdist.Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar trúir ótrauður á það góða í fólki þrátt fyrir uppákomuna.Jón TraustiÁður en leið á löngu kom björgunarsveitamaður aðvífandi og dró logandi ruslatunnuna út úr geymslunni til þess að eldurinn næði ekki til nærliggjandi sorptunna. Jón Trausti bendir á að það hafi verið hárrétt ákvörðun í ljósi þess að tunnurnar voru farnar að bráðna. Íbúarnir hafa tilkynnt íkveikju til lögreglunnar en engin vitni hafa stigið fram enn sem komið er. Jón Trausti biðlar til fólks að setja sig í samband við lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Aðspurður segist Jón Trausti ekki hafa neinn grunaðann: „Nei, ég hef engan grunaðan, eins og ég segi. Það getur vel verið að það sé bara tilviljun að þetta hafi gerst á þessum stað, á þessum tíma og í þessu andrúmslofti sem hefur verið undanfarna daga. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ásetning þarna.“ Jón Trausti segist sjálfur ekki vera skelkaður en að fimm ára dóttir hans hefði lagst í jörðina og brostið í grát. Hún hafi verið virkilega hrædd. Jón Trausti kýs þó að horfa til þess góða sem hann lærði af atvikinu sem er hjálpsemi björgunarsveitarmannsins og hyggst hann „trúa ótrauður áfram á það góða í fólki“.Hér að neðan er pistill ritstjórans í heild þar sem hann lýsir atvikinu.
Fjölmiðlar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira