Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2017 08:15 Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. Vísir „Ísland nötrar eftir að Guðni Th. Jóhannesson hefur opinberað leyniuppskrift sína sem hinn venjulegi Íslendingur er að nota til að þéna pening heima frá.“ Svona hefst frétt sem látin er líta út fyrir fyrir að hafa verið birt á viðskiptavef CNN í gær. Þegar betur að er gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk. Slóðin á fréttina sjálfa er allt önnur en hefðbundin slóð á viðskiptavef CNN og þá virðist greinarhöfundur ekki gera sér grein fyrir því að Guðni sé forseti Íslands. Auglýsingu með þar sem tengli á fréttina hefur verið dreift um netið en glöggur lesandi Vísis kom auga á auglýsinguna á vef Observer. Í falsfréttinni sem um ræðir er láti líta út fyrir að rætt hafi verið við Guðna þar sem hann opinberar hvernig meðaljónið geti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag að meðaltali með því að vinna heima frá sér. „Það er jafnvel hættulegt að tala um þetta vegna þess að hinn valdamikla elíta vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði svona ríkur. Því ríkari sem almenningur er, þeim mun meira minnka völd þeirra. Þeir hata mig fyrir að deila þessu,“ er Guðni látinn segja. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er fréttin látin líta út fyrir að birtast á vef CNN Money og eru líkindin töluverð. Algjörlega óljóst er þó hver tilgangur falsfréttarinnar er þar sem að ef smellt er á myndbönd eða tengla þar sem boðað er að nánari upplýsingar um leyniaðferð Guðna megi finna, kemur villa upp.Fyrir áhugasama má sjá falsfréttina hér en líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða og eru lesendur því varaðir við að smella á tengilinn.Falsfréttin er til hægri, alvöru frétt á CNN til vinstri. Forseti Íslands Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Ísland nötrar eftir að Guðni Th. Jóhannesson hefur opinberað leyniuppskrift sína sem hinn venjulegi Íslendingur er að nota til að þéna pening heima frá.“ Svona hefst frétt sem látin er líta út fyrir fyrir að hafa verið birt á viðskiptavef CNN í gær. Þegar betur að er gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk. Slóðin á fréttina sjálfa er allt önnur en hefðbundin slóð á viðskiptavef CNN og þá virðist greinarhöfundur ekki gera sér grein fyrir því að Guðni sé forseti Íslands. Auglýsingu með þar sem tengli á fréttina hefur verið dreift um netið en glöggur lesandi Vísis kom auga á auglýsinguna á vef Observer. Í falsfréttinni sem um ræðir er láti líta út fyrir að rætt hafi verið við Guðna þar sem hann opinberar hvernig meðaljónið geti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag að meðaltali með því að vinna heima frá sér. „Það er jafnvel hættulegt að tala um þetta vegna þess að hinn valdamikla elíta vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði svona ríkur. Því ríkari sem almenningur er, þeim mun meira minnka völd þeirra. Þeir hata mig fyrir að deila þessu,“ er Guðni látinn segja. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er fréttin látin líta út fyrir að birtast á vef CNN Money og eru líkindin töluverð. Algjörlega óljóst er þó hver tilgangur falsfréttarinnar er þar sem að ef smellt er á myndbönd eða tengla þar sem boðað er að nánari upplýsingar um leyniaðferð Guðna megi finna, kemur villa upp.Fyrir áhugasama má sjá falsfréttina hér en líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða og eru lesendur því varaðir við að smella á tengilinn.Falsfréttin er til hægri, alvöru frétt á CNN til vinstri.
Forseti Íslands Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira