ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 16:23 Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Vísir Vígamenn Íslamska ríkisins vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir í kringum lokavígi þeirra á landamærum Írak og Sýrlands á bökkum Efrat. Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Írakar sækja að borginni al-Qaim, sem er í raun síðasta vígi þeirra í Írak. Úr norðri sækja sýrlenskir Kúrdar fram gegn vígamönnunum og stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra frá Íran og Rússlandi sækja fram úr vestri. Sýrlandsmegin við landamærin er borgin Abu Kamal. „Við sjáum uppbyggingu varna bæði í al-Qaim og Abu Kamal,“ segir bandaríski ofurstinn Ryan Dillon við blaðamann Reuters. Dillon sagði Bandaríkin telja að leiðtogar ISIS haldi til í Abu Kamal. Bæði stjórnarliðar og Kúrdar (SDF) sækja að borginni.Dillon segir þó að ekki liggi fyrir hvort að SDF muni reyna að ná borginni úr haldi ISIS. Þeir séu nú að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum norður af Abu Kamal. Hann segir einnig að það sé mikill munur á vígamönnum ISIS nú og áður. Til dæmis þegar Írakar börðust gegn þeim í Mosul. Vígamennirnir séu ekki jafn viljugir til að berjast til dauða og baráttuvilji þeirra sé mun minni.Snúa sér að skæruhernaði Í stað þess að berjast á hefðbundin hátt hafa vígamenn ISIS beitt skyndiárásum og barist eins og skæruliðar. Sérfræðingar telja að slíkum árásum muni fjölga þegar hryðjuverkasamtökin missa yfirráðasvæði sitt.Sjá einnig: Komið að endalokum KalífadæmisinsTalið er að samtökin muni geta gert skyndiárásir á svæðum sem talið er að þau hafi verið rekin frá og það mun hægja á uppbyggingu þeirra svæði. Þá sérstaklega í Írak þar sem deilur á milli súnníta og sjíta hafa ýtt undir velgengni ISIS. Meiri líkur eru á því að vígamenn samtakanna í Sýrlandi muni ganga til liðs við aðra vígahópa þar í landi. Þá má ekki gleyma að vígahópar um heim allan hafa lýst yfir holustu við ISIS. Mögulega gætu leiðtogar samtakanna leitað skjóls hjá þeim og þannig stýrt ISIS áfram frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum, Afríku eða Asíu. Mið-Austurlönd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir í kringum lokavígi þeirra á landamærum Írak og Sýrlands á bökkum Efrat. Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Írakar sækja að borginni al-Qaim, sem er í raun síðasta vígi þeirra í Írak. Úr norðri sækja sýrlenskir Kúrdar fram gegn vígamönnunum og stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra frá Íran og Rússlandi sækja fram úr vestri. Sýrlandsmegin við landamærin er borgin Abu Kamal. „Við sjáum uppbyggingu varna bæði í al-Qaim og Abu Kamal,“ segir bandaríski ofurstinn Ryan Dillon við blaðamann Reuters. Dillon sagði Bandaríkin telja að leiðtogar ISIS haldi til í Abu Kamal. Bæði stjórnarliðar og Kúrdar (SDF) sækja að borginni.Dillon segir þó að ekki liggi fyrir hvort að SDF muni reyna að ná borginni úr haldi ISIS. Þeir séu nú að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum norður af Abu Kamal. Hann segir einnig að það sé mikill munur á vígamönnum ISIS nú og áður. Til dæmis þegar Írakar börðust gegn þeim í Mosul. Vígamennirnir séu ekki jafn viljugir til að berjast til dauða og baráttuvilji þeirra sé mun minni.Snúa sér að skæruhernaði Í stað þess að berjast á hefðbundin hátt hafa vígamenn ISIS beitt skyndiárásum og barist eins og skæruliðar. Sérfræðingar telja að slíkum árásum muni fjölga þegar hryðjuverkasamtökin missa yfirráðasvæði sitt.Sjá einnig: Komið að endalokum KalífadæmisinsTalið er að samtökin muni geta gert skyndiárásir á svæðum sem talið er að þau hafi verið rekin frá og það mun hægja á uppbyggingu þeirra svæði. Þá sérstaklega í Írak þar sem deilur á milli súnníta og sjíta hafa ýtt undir velgengni ISIS. Meiri líkur eru á því að vígamenn samtakanna í Sýrlandi muni ganga til liðs við aðra vígahópa þar í landi. Þá má ekki gleyma að vígahópar um heim allan hafa lýst yfir holustu við ISIS. Mögulega gætu leiðtogar samtakanna leitað skjóls hjá þeim og þannig stýrt ISIS áfram frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum, Afríku eða Asíu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira