Stöðugleiki er eitt ofnotaðasta orð í íslenskum stjórnmálum. Svo ofnotað að það er nánast orðið merkingarlaust. Því hefur að miklu leiti verið rænt af stjórnmálamönnum sem stuðla að þveröfugri þróun í samfélaginu, þ.e. sundrungu og óstöðugleika jafnt efnahagslegum og pólitískum. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í pólitíska óstöðugleikann, það er nóg að skoða samsetningu þeirra þriggja ríkisstjórna sem hafa sprungið á síðustu tíu árum til að komast að rót hans. Ég ætla hins vegar að ræða aðeins um efnahagslegan stöðugleika.
Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hæst um mikilvægi efnahagslegs stöðugleika eru jafnframt dyggir stuðningsmenn íslensku krónunnar. Þetta tvennt fer ekki saman. Að halda úti óstöðugri örmynt sem kostar skattgreiðendur milljarða á ári hefur þveröfug áhrif. Íslenska krónan étur upp launhækkanir nánast jafnóðum og kemur þannig í veg fyrir flesta möguleika á raunverulegum kjarabótum. Hún kemur í veg fyrir að hægt sé að koma á eðlilegu vaxtastigi á lánamarkaði og er grunnorsök þess að við erum með hina margumræddu verðtryggingu. Svo gerir hún líka ferðaþjónustunni og útflutningsgreinunum ákaflega erfitt fyrir. Íslenska krónan er einn helsti óvinur efnahagslegs stöðugleika á Íslandi og þar af leiðandi eru hennar stuðningsmenn það líka.
Það er morgunljóst að ef við ætlum okkur að byggja upp blómlegt samfélag þar sem efnahagslegur stöðugleiki endist, þá verðum við að henda krónunni í ruslið og taka upp annan gjaldmiðil. Nærtækasta lausnin væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.
Enn eina ferðina höfum við val um hvaða stefnu við viljum taka sem samfélag. Í þetta skipti skulum við hafna þeim sem vilja viðhalda sundrungu og óstöðugleika í samfélaginu og gefa einhverju öðru raunverulegan séns. Meira af því sama þýðir meira af því sama, verum hugrökk og prófum eitthvað nýtt.
Starri Reynisson
Höfundur er í 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Meira af því sama eða eitthvað nýtt?
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar