Af heiðarleika og hugarfari Fjölnir Sæmundsson skrifar 27. október 2017 11:11 Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram, að þeir komi sér ekki undan því með útúrsnúningum að svara spurningum sem eru þeim erfiðar. Við eigum að geta treyst því að þeir sem veljast til þess að stjórna landinu hugsi um hag okkar allra. Sameiginlegar auðlindir okkar og eignir eiga að vera nýttar í þágu okkar allra en ekki bara í þágu þeirra sem ákveðnir stjórnmálamenn hafa velþóknun á. Hluti þingmanna og ráðamann í þessu landi hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir eru ekki í neinum tengslum við veruleika almennings. Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Þetta fólk talar um fjármuni og fjárfestingar upp á tugi milljóna sem lítilræði sem varla taki því ræða um. Mikill minnihluti fólks á Íslandi hefur yfir að ráða 50 eða hvað þá 100 milljónir til fjárfestinga. Enn færri eru í aðstöðu til þess að fá slíka skuldir felldar niður eða eiga einkahlutafélögum sem geta yfirtekið skuldir þar sem þær hverfa í gjaldþroti. Þó það hafi verið umtalað eftir árið 2008 að margir Íslendingar hafi átt bankareikninga eða einkahlutafélög erlendis þá var það ekki megin þorri þjóðarinnar. Á það hefur verið bent að ekkert sé ólöglegt við það að geyma fé sitt erlendis. Þetta kann að vera rétt í flestum tilvikum. En ég tel ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velja frekar að ávaxta fé sitt frekar erlendis en á íslenskri grund. Bera þeir hag Íslands og íslensks hagkerfis fyrir brjósti? Að fólk sem vill helga sig stjórnmálum og eignast mikið fé, hvort sem það er með gjöfum eða fjárfestingum, telji nauðsynlegt að fara með það fé úr landi til er sérstakt að mínu viti. Hver er tilgangurinn með því? Hvert er hugarfarið? Hvers vegna treystir fólk sem vill vera í stjórnmálum á Íslandi ekki bankakerfi þjóðarinnar? Þegar stjórnmálamaður á Íslandi talar um það að fjárfesta í íbúð í arabalöndum eins og hann sé að tala um hús á Þórshöfn á Langanesi þá er hann ekki í tengslum við stærstan hluta þjóðarinnar. Almenningur á Íslandi hefur almennt ekki efni á því að skreppa í sumarhús í Arabíu hvorki nú eða fyrir 10 árum. Stjórnmálamenn sem þurfa að beita fyrir sig lögfræðiklækjum og útúrsnúningum þegar þeir eru spurðir einfaldra spurninga eru ekki að sýna heiðarleika heldur hið þveröfuga. Við þurfum öll að standa saman í því að leggja til þjóðfélagsins. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnmálum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Þeir þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki má leika að því nokkur vafi að þeir greiði sína skatta og skyldur til samfélagsins. Að undanförnu hef ég oft heyrt þessa setningu eins og „Ég má alveg svíkja undan skatti og svindla aðeins því þessi toppar eru allir spilltir og svindla sjálfir“. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að taka höndum saman um að byggja upp heiðarlegt samfélag. Að þeir sem veljast til forustu komi heiðarlega fram. Að í stjórnmálum og í samfélaginu öllu verði hætt öllu leynimakki og yfirhylmingum. Stjórnmálamenn eiga að segja satt og bera hag þjóðarinar fyrir brjósti. Við getum gert betur. Fjölnir Sæmundsson lögreglufulltrúi skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Rangfærslur um Ísrael og Arabaríkin Hannes H. Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram, að þeir komi sér ekki undan því með útúrsnúningum að svara spurningum sem eru þeim erfiðar. Við eigum að geta treyst því að þeir sem veljast til þess að stjórna landinu hugsi um hag okkar allra. Sameiginlegar auðlindir okkar og eignir eiga að vera nýttar í þágu okkar allra en ekki bara í þágu þeirra sem ákveðnir stjórnmálamenn hafa velþóknun á. Hluti þingmanna og ráðamann í þessu landi hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir eru ekki í neinum tengslum við veruleika almennings. Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Þetta fólk talar um fjármuni og fjárfestingar upp á tugi milljóna sem lítilræði sem varla taki því ræða um. Mikill minnihluti fólks á Íslandi hefur yfir að ráða 50 eða hvað þá 100 milljónir til fjárfestinga. Enn færri eru í aðstöðu til þess að fá slíka skuldir felldar niður eða eiga einkahlutafélögum sem geta yfirtekið skuldir þar sem þær hverfa í gjaldþroti. Þó það hafi verið umtalað eftir árið 2008 að margir Íslendingar hafi átt bankareikninga eða einkahlutafélög erlendis þá var það ekki megin þorri þjóðarinnar. Á það hefur verið bent að ekkert sé ólöglegt við það að geyma fé sitt erlendis. Þetta kann að vera rétt í flestum tilvikum. En ég tel ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velja frekar að ávaxta fé sitt frekar erlendis en á íslenskri grund. Bera þeir hag Íslands og íslensks hagkerfis fyrir brjósti? Að fólk sem vill helga sig stjórnmálum og eignast mikið fé, hvort sem það er með gjöfum eða fjárfestingum, telji nauðsynlegt að fara með það fé úr landi til er sérstakt að mínu viti. Hver er tilgangurinn með því? Hvert er hugarfarið? Hvers vegna treystir fólk sem vill vera í stjórnmálum á Íslandi ekki bankakerfi þjóðarinnar? Þegar stjórnmálamaður á Íslandi talar um það að fjárfesta í íbúð í arabalöndum eins og hann sé að tala um hús á Þórshöfn á Langanesi þá er hann ekki í tengslum við stærstan hluta þjóðarinnar. Almenningur á Íslandi hefur almennt ekki efni á því að skreppa í sumarhús í Arabíu hvorki nú eða fyrir 10 árum. Stjórnmálamenn sem þurfa að beita fyrir sig lögfræðiklækjum og útúrsnúningum þegar þeir eru spurðir einfaldra spurninga eru ekki að sýna heiðarleika heldur hið þveröfuga. Við þurfum öll að standa saman í því að leggja til þjóðfélagsins. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnmálum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Þeir þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki má leika að því nokkur vafi að þeir greiði sína skatta og skyldur til samfélagsins. Að undanförnu hef ég oft heyrt þessa setningu eins og „Ég má alveg svíkja undan skatti og svindla aðeins því þessi toppar eru allir spilltir og svindla sjálfir“. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að taka höndum saman um að byggja upp heiðarlegt samfélag. Að þeir sem veljast til forustu komi heiðarlega fram. Að í stjórnmálum og í samfélaginu öllu verði hætt öllu leynimakki og yfirhylmingum. Stjórnmálamenn eiga að segja satt og bera hag þjóðarinar fyrir brjósti. Við getum gert betur. Fjölnir Sæmundsson lögreglufulltrúi skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar