Segja drottningarviðtöl hafa náð nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld í sitt 18. viðtal hjá Fox og þriðja á skömmum tíma. Það eru fleiri viðtöl en hann hefur samtals veitt öðrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Samtals hefur hann farið í 26 sjónvarpsviðtöl samkvæmt Washington Post.Hann hefur farið í fimm viðtöl hjá NBC, MSNBC, ABC og CBS. Þar að auki hefur hann farið í þrjú viðtöl til sjónvarpsstöðva kristinna.Að þessu sinni var hann mættur á Fox Business og Lou Dobbs. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en þó aðallega vegna þess hve vinalegt viðtalið var. Það fyrsta sem Dobbs sagði við Trump var: „Á níu mánuðum hefur þú afrekað meira í því að skapa störf. Hreyfingar á mörkuðum hafa verið ótrúlegar og slegið öll met. Allar vísitölur eru í nýjum hæðum, eða nærri þeim. Þú hefur afrekað svo mikið á þessum níu mánuðum. Meðal þess sem Dobbs sagði við Trump í viðtalinu var að hann væri „einn elskaðasti og virtasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“ og jós hann lofinu yfir forsetann. Þar að auki virtist Dobbs oft á tíðum reyna að hjálpa Trump að svara spurningum sínum. Á næstu mínútum eftir að Dobbs sagði að Trump væri einn elskaðasti forseti Bandaríkjanna sagði hann, samkvæmt eftirriti Fox: „Án efa.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Já, og...“ „Já.“ „Já. Ég. Þú. Þú ert, ef ég má segja svo, allt sem auglýst var þegar þú bauðst þig fram til forseta. Ég kann að meta allt sem þú ert að gera. Takk fyrir kærlega.“ Ástæðan fyrir því að Trump fer einungis í viðtöl hjá Fox gæti verið sú sem Vox bendir á. Það er að síðast þegar hann fór í viðtal hjá öðrum miðli ræddi hann við Lester Holt hjá NBC. Þar viðurkenndi hann að hafa verið að ljúga um ástæðu þess að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Sú viðurkenning leiddi til þess að Robert Mueller var settur í embætti sérstaks saksóknara og gert að rannsaka Trump og framboð hans. Nokkrir stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum tóku viðtalið fyrir í gær og gerðu þeir mikið grín að því.Stephen Colbert Seth Meyers Jimmy Kimmel Hér má svo sjá viðtalið í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld í sitt 18. viðtal hjá Fox og þriðja á skömmum tíma. Það eru fleiri viðtöl en hann hefur samtals veitt öðrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Samtals hefur hann farið í 26 sjónvarpsviðtöl samkvæmt Washington Post.Hann hefur farið í fimm viðtöl hjá NBC, MSNBC, ABC og CBS. Þar að auki hefur hann farið í þrjú viðtöl til sjónvarpsstöðva kristinna.Að þessu sinni var hann mættur á Fox Business og Lou Dobbs. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en þó aðallega vegna þess hve vinalegt viðtalið var. Það fyrsta sem Dobbs sagði við Trump var: „Á níu mánuðum hefur þú afrekað meira í því að skapa störf. Hreyfingar á mörkuðum hafa verið ótrúlegar og slegið öll met. Allar vísitölur eru í nýjum hæðum, eða nærri þeim. Þú hefur afrekað svo mikið á þessum níu mánuðum. Meðal þess sem Dobbs sagði við Trump í viðtalinu var að hann væri „einn elskaðasti og virtasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“ og jós hann lofinu yfir forsetann. Þar að auki virtist Dobbs oft á tíðum reyna að hjálpa Trump að svara spurningum sínum. Á næstu mínútum eftir að Dobbs sagði að Trump væri einn elskaðasti forseti Bandaríkjanna sagði hann, samkvæmt eftirriti Fox: „Án efa.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Já, og...“ „Já.“ „Já. Ég. Þú. Þú ert, ef ég má segja svo, allt sem auglýst var þegar þú bauðst þig fram til forseta. Ég kann að meta allt sem þú ert að gera. Takk fyrir kærlega.“ Ástæðan fyrir því að Trump fer einungis í viðtöl hjá Fox gæti verið sú sem Vox bendir á. Það er að síðast þegar hann fór í viðtal hjá öðrum miðli ræddi hann við Lester Holt hjá NBC. Þar viðurkenndi hann að hafa verið að ljúga um ástæðu þess að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Sú viðurkenning leiddi til þess að Robert Mueller var settur í embætti sérstaks saksóknara og gert að rannsaka Trump og framboð hans. Nokkrir stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum tóku viðtalið fyrir í gær og gerðu þeir mikið grín að því.Stephen Colbert Seth Meyers Jimmy Kimmel Hér má svo sjá viðtalið í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira