Afnema á skerðingar í kerfi almannatrygginga Björgvin Guðmundsson skrifar 25. október 2017 09:30 Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrrverandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrrverandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun