Sitt sýnist hverjum Halldór Halldórsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Við erum búin að afgreiða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til síðari umræðu í borgarstjórn. Fyrri umræða var 7. nóvember þar sem meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar lagði fram síðustu fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils. Sú áætlun gildir fyrir næsta ár en kosið verður í lok maí 2018. Eflaust má segja að umræðurnar hafi verið hefðbundnar. Borgarstjóri og félagar hans í meirihlutanum töluðu um viðsnúning í rekstri, stórsókn í skólamálum, stórsókn í framkvæmdum og þannig mætti telja áfram. Við í minnihluta borgarstjórnar greindum stöðu mála með allt öðrum hætti en meirihlutinn. Undirritaður þurfti meira að segja að viðurkenna að spá hans frá því í fyrra stóðst ekki. Ég hélt því fram við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár að rekstrarbatinn yrði mun meiri en reyndin hefur orðið. Það eru vond tíðindi því nú er efnahagslífið á toppnum og tekjurnar streyma inn hjá Reykjavíkurborg. Þetta sést á því að A hluti (borgarsjóður) fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. En það er ekki nóg að fá miklar tekjur ef útgjöldin hækka meira. Borgin þarf að fá peninga út úr rekstrinum (veltufé frá rekstri) sem nemur að lágmarki 11% af tekjum. Það næst ekki heldur fær hún 9,4% en meðaltal sveitarfélaganna í landinu er 12%. Þá þarf að dekka mismuninn með því að taka lán. Það er ólán að taka lán eins og sést á því að skuldir og skuldbindingar A hluta fara úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. eða hækka frá árinu 2016 til 2018 um 28,5%. Hluta þessa er hægt að skýra með hækkun lífeyrisskuldbindinga. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segjum að þrátt fyrir einstakt góðæri tekst meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að reka borgarsjóð með nægilegum afgangi en þeim tekst að hækka skuldir borgarsjóðs og samstæðureiknings borgarinnar. Þarf að taka fram að meirihlutinn er ósammála okkur? En tölurnar tala sínu máli.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við erum búin að afgreiða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til síðari umræðu í borgarstjórn. Fyrri umræða var 7. nóvember þar sem meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar lagði fram síðustu fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils. Sú áætlun gildir fyrir næsta ár en kosið verður í lok maí 2018. Eflaust má segja að umræðurnar hafi verið hefðbundnar. Borgarstjóri og félagar hans í meirihlutanum töluðu um viðsnúning í rekstri, stórsókn í skólamálum, stórsókn í framkvæmdum og þannig mætti telja áfram. Við í minnihluta borgarstjórnar greindum stöðu mála með allt öðrum hætti en meirihlutinn. Undirritaður þurfti meira að segja að viðurkenna að spá hans frá því í fyrra stóðst ekki. Ég hélt því fram við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár að rekstrarbatinn yrði mun meiri en reyndin hefur orðið. Það eru vond tíðindi því nú er efnahagslífið á toppnum og tekjurnar streyma inn hjá Reykjavíkurborg. Þetta sést á því að A hluti (borgarsjóður) fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. En það er ekki nóg að fá miklar tekjur ef útgjöldin hækka meira. Borgin þarf að fá peninga út úr rekstrinum (veltufé frá rekstri) sem nemur að lágmarki 11% af tekjum. Það næst ekki heldur fær hún 9,4% en meðaltal sveitarfélaganna í landinu er 12%. Þá þarf að dekka mismuninn með því að taka lán. Það er ólán að taka lán eins og sést á því að skuldir og skuldbindingar A hluta fara úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. eða hækka frá árinu 2016 til 2018 um 28,5%. Hluta þessa er hægt að skýra með hækkun lífeyrisskuldbindinga. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segjum að þrátt fyrir einstakt góðæri tekst meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að reka borgarsjóð með nægilegum afgangi en þeim tekst að hækka skuldir borgarsjóðs og samstæðureiknings borgarinnar. Þarf að taka fram að meirihlutinn er ósammála okkur? En tölurnar tala sínu máli.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun