Opin fangelsi… eða hvað? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Fangelsin á Íslandi eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Margir þættir koma til skoðunar en viðmót starfsfólks vegur þungt. Af þeim sökum má segja að Fangelsið á Akureyri líkist meira fangelsinu Kvíabryggju, þrátt fyrir að hið fyrrnefnda sé lokað en hitt opið, og fangelsið Sogni líkist frekar Litla-Hrauni þrátt fyrir að fangelsið Sogni eigi að heita opið fangelsi. Enda er það bara að nafninu til. Fangelsisyfirvöld viðurkenna sjálf að Sogn sé ekki opið fangelsi þrátt fyrir að það falli þeim megin línunnar í lögunum. Sogn sé frekar framlenging af Litla-Hrauni með lækkuðu öryggisstigi. Kvíabryggja og Sogn eru í raun svo gjörólík að villandi er að flokka þau saman. Eftirfarandi eru nokkur atriði þar sem munurinn á opnu fangelsunum er áþreifanlegur og alltaf Kvíabryggju í hag:Fangaverðir Fangaverðir á Kvíabryggju telja það nauðsynlegt að kynnast vistmönnum og fylgja þeim í leik og starfi, en þannig myndist traust og trúnaðarsamband á milli. Vistmenn viti að þeir geta leitað til starfsfólks og starfsfólk verður þess strax áskynja ef eitthvað bjátar á. Á Sogni eru fangaverðir valdafígúrur sem halda sig að mestu á bak við luktar dyr varðstofunnar. Vistmenn þurfa að banka og horfa upp í myndavél til þess að fá samtal við fangaverði og fá ekki aðgang inn á varðstofu eða skrifstofur nema ef gefa þarf skýrslu. Vistmenn setjast ekki niður með fangavörðum til að ræða málin og fá ekki tækifæri til að mynda tengsl. Gjá er á milli starfsfólks og vistmanna. Afstaða leggur til að gerð verði tilraun til að manneskjuvæða starf fangavarða á Sogni. Reyna að minnka gjána á milli vistmanna og starfsfólks með því að þeir gefi sér tíma til að kynnast vistmönnum á jafningjagrundvelli, en ekki eingöngu sem yfirvald. Tryggja þarf að vistmenn geti leitað til fangavarða og að alltaf verði tekið vel á móti þeim. Þá mættu fangaverðir vera duglegri við að taka þátt í starfi og leik fanga, og koma með hugmyndir að hópefli.Atvinna Almennt þarf að auka framboð af atvinnu í fangelsum og það á bæði við um Kvíabryggju og Sogn. Vistmenn í vinnu eru góðir vistmenn sem ekki þarf að skylda til að mæta í matmálstíma, eins og gert er á Sogni en ekki Kvíabryggju. Vinna veitir vistmönnum öryggis- og ábyrgðartilfinningu, sjálfsöryggi og áhuga á því að takast á við hlutina. Það nýtist svo eftir afplánun. Afstaða leggur til að nýtt verði fjárhús og land á Sogni til að hefja búskap með kindur og hrúta eins og er á Kvíabryggju. Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að gera mjög margt fleira.Eftirlit Fangaverðir á Kvíabryggju halda úti mjög virku eftirliti en það felst ekki í því að leita reglulega í herbergjum vistmanna, í sendingum til þeirra eða hjá heimsóknargestum. Það hefur sýnt sig að ekki er þörf á slíkum aðgerðum á Kvíabryggju og þekkist varla neysla vímuefna eða áfengis á staðnum. Reglulega er leitað í herbergjum vistmanna á Sogni, bæði með og án hunda. Leitað er í farangri fanga sem koma í fangelsið, þrátt fyrir að viðkomandi sé að koma úr öryggisfangelsi eða frá Kvíabryggju. Gestir þurfa einnig að sæta skoðun og sendingar til vistmanna eru grandskoðaðar. Engu að síður eru vímuefnamál mun fleiri á Sogni en á Kvíabryggju. Afstaða leggur til að með auknu framboði af vinnu, meira trausti á milli vistmanna og fangavarða og hópastarfi væri hægt að minnka áhuga vistmanna á vímuefnanotkun í fangelsinu.Að lokum Umhverfið á Sogni er dásamlegt, herbergin og vistarverur til fyrirmyndar og starfsfólkið stendur sig vel í því sem það gerir. En það fer ekki á milli mála að gjáin á milli fanga og fangavarða er breið, eftirlitið of mikið, regluverkið íþyngjandi og pappírsvinna í tengslum við einföldustu beiðnir óþarflega flókin. Vinnubrögðin eru of lík því sem tíðkast á Litla-Hrauni og sjaldnast litið til þess sem gengið hefur vel á Kvíabryggju, sem er þó nokkuð öfugsnúið því Kvíabryggja hefur verið rekið sem opið fangelsi í tugi ára. Fangaverðir þurfa ekki að vera ávallt í varðstöðu. Þeir eiga að geta rætt við vistmenn á jafningjagrundvelli, stundað með þeim íþróttir eða fengið sér sæti í hópi vistmanna og horft á enska boltann, skipulagt bingó, vídeókvöld og fleira. Minnka þarf pappírsvinnu og einalda kerfið, sýna vistmönnum traust í stað þess að láta þeim líða eins og þeir séu í lokuðu fangelsi. Á Íslandi erum við í grunninn með þrepakerfið sem Norðurlöndin byggja á, þótt við séum ekki með hina svokölluðu betrunarstefnu sem vantar til að árangur af þrepunum náist. En það er eiginlega lágmark að munur sé á þrepunum.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fangelsin á Íslandi eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Margir þættir koma til skoðunar en viðmót starfsfólks vegur þungt. Af þeim sökum má segja að Fangelsið á Akureyri líkist meira fangelsinu Kvíabryggju, þrátt fyrir að hið fyrrnefnda sé lokað en hitt opið, og fangelsið Sogni líkist frekar Litla-Hrauni þrátt fyrir að fangelsið Sogni eigi að heita opið fangelsi. Enda er það bara að nafninu til. Fangelsisyfirvöld viðurkenna sjálf að Sogn sé ekki opið fangelsi þrátt fyrir að það falli þeim megin línunnar í lögunum. Sogn sé frekar framlenging af Litla-Hrauni með lækkuðu öryggisstigi. Kvíabryggja og Sogn eru í raun svo gjörólík að villandi er að flokka þau saman. Eftirfarandi eru nokkur atriði þar sem munurinn á opnu fangelsunum er áþreifanlegur og alltaf Kvíabryggju í hag:Fangaverðir Fangaverðir á Kvíabryggju telja það nauðsynlegt að kynnast vistmönnum og fylgja þeim í leik og starfi, en þannig myndist traust og trúnaðarsamband á milli. Vistmenn viti að þeir geta leitað til starfsfólks og starfsfólk verður þess strax áskynja ef eitthvað bjátar á. Á Sogni eru fangaverðir valdafígúrur sem halda sig að mestu á bak við luktar dyr varðstofunnar. Vistmenn þurfa að banka og horfa upp í myndavél til þess að fá samtal við fangaverði og fá ekki aðgang inn á varðstofu eða skrifstofur nema ef gefa þarf skýrslu. Vistmenn setjast ekki niður með fangavörðum til að ræða málin og fá ekki tækifæri til að mynda tengsl. Gjá er á milli starfsfólks og vistmanna. Afstaða leggur til að gerð verði tilraun til að manneskjuvæða starf fangavarða á Sogni. Reyna að minnka gjána á milli vistmanna og starfsfólks með því að þeir gefi sér tíma til að kynnast vistmönnum á jafningjagrundvelli, en ekki eingöngu sem yfirvald. Tryggja þarf að vistmenn geti leitað til fangavarða og að alltaf verði tekið vel á móti þeim. Þá mættu fangaverðir vera duglegri við að taka þátt í starfi og leik fanga, og koma með hugmyndir að hópefli.Atvinna Almennt þarf að auka framboð af atvinnu í fangelsum og það á bæði við um Kvíabryggju og Sogn. Vistmenn í vinnu eru góðir vistmenn sem ekki þarf að skylda til að mæta í matmálstíma, eins og gert er á Sogni en ekki Kvíabryggju. Vinna veitir vistmönnum öryggis- og ábyrgðartilfinningu, sjálfsöryggi og áhuga á því að takast á við hlutina. Það nýtist svo eftir afplánun. Afstaða leggur til að nýtt verði fjárhús og land á Sogni til að hefja búskap með kindur og hrúta eins og er á Kvíabryggju. Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að gera mjög margt fleira.Eftirlit Fangaverðir á Kvíabryggju halda úti mjög virku eftirliti en það felst ekki í því að leita reglulega í herbergjum vistmanna, í sendingum til þeirra eða hjá heimsóknargestum. Það hefur sýnt sig að ekki er þörf á slíkum aðgerðum á Kvíabryggju og þekkist varla neysla vímuefna eða áfengis á staðnum. Reglulega er leitað í herbergjum vistmanna á Sogni, bæði með og án hunda. Leitað er í farangri fanga sem koma í fangelsið, þrátt fyrir að viðkomandi sé að koma úr öryggisfangelsi eða frá Kvíabryggju. Gestir þurfa einnig að sæta skoðun og sendingar til vistmanna eru grandskoðaðar. Engu að síður eru vímuefnamál mun fleiri á Sogni en á Kvíabryggju. Afstaða leggur til að með auknu framboði af vinnu, meira trausti á milli vistmanna og fangavarða og hópastarfi væri hægt að minnka áhuga vistmanna á vímuefnanotkun í fangelsinu.Að lokum Umhverfið á Sogni er dásamlegt, herbergin og vistarverur til fyrirmyndar og starfsfólkið stendur sig vel í því sem það gerir. En það fer ekki á milli mála að gjáin á milli fanga og fangavarða er breið, eftirlitið of mikið, regluverkið íþyngjandi og pappírsvinna í tengslum við einföldustu beiðnir óþarflega flókin. Vinnubrögðin eru of lík því sem tíðkast á Litla-Hrauni og sjaldnast litið til þess sem gengið hefur vel á Kvíabryggju, sem er þó nokkuð öfugsnúið því Kvíabryggja hefur verið rekið sem opið fangelsi í tugi ára. Fangaverðir þurfa ekki að vera ávallt í varðstöðu. Þeir eiga að geta rætt við vistmenn á jafningjagrundvelli, stundað með þeim íþróttir eða fengið sér sæti í hópi vistmanna og horft á enska boltann, skipulagt bingó, vídeókvöld og fleira. Minnka þarf pappírsvinnu og einalda kerfið, sýna vistmönnum traust í stað þess að láta þeim líða eins og þeir séu í lokuðu fangelsi. Á Íslandi erum við í grunninn með þrepakerfið sem Norðurlöndin byggja á, þótt við séum ekki með hina svokölluðu betrunarstefnu sem vantar til að árangur af þrepunum náist. En það er eiginlega lágmark að munur sé á þrepunum.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun