Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 12:41 Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Vísir/Getty Önnur kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Dustin Hoffman um kynferðislega áreitni. Handritshöfunduruinn og framleiðandinn Wendy Riss Gatsiounis segir að Hoffman hafi áreitt hana á vinnufundi árið 1991 og segist hún hafa verið gráti næst eftir fundinn. Murray Schisgal, handritshöfundur Tootsie, hafði komið fundinum í kring til að ræða mögulega kvikmyndun á leikriti Riss Gatsiounis, A Darker Purpose. Í viðtali við Variety segir Riss Gatsiounis að í byrjun fundar hafi Hoffman spurt hana hvort hún hafi stundað kynlíf með manni yfir fertugu, en á þessum tíma var hún sjálf á þrítugsaldri og Hoffman 54 ára gamall. „Ég mun aldrei gleyma þessu, hann hallar sér aftur [...] og segir „það væri alveg nýr líkami að kanna,““ sagði Riss Gatsounis. Hún segir að seinna hafi Hoffman beðið hana að fara að versla föt á hóteli í grendinni en henni hafi ekki liðið vel og hafnað boðinu. Seinna var henni tjáð að Hoffman hefði ekki áhuga á að starfa með henni. „Þetta olli mér mikilli þjáningu. Ég var bara handritshöfundur og hann hafði verið hetjan mín. Þetta hafði áhrif á mig í langan tíma,“ sagði Riss Gatsiounis. Önnur ásökunin á þremur dögum Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Áður hefur Anna Graham Hunter sagt að Hoffman hafi áreitt sig þegar hún var 17 ára gömul. Þá var Dustin Hoffman 48 ára gamall og á hátindi frægðar sinnar. Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni. Meðal annars hafa átta starfsmenn á tökustað sjónvarpsþáttanna House of Cards sakað Spacey um áreitni. MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Dustin Hoffman um kynferðislega áreitni. Handritshöfunduruinn og framleiðandinn Wendy Riss Gatsiounis segir að Hoffman hafi áreitt hana á vinnufundi árið 1991 og segist hún hafa verið gráti næst eftir fundinn. Murray Schisgal, handritshöfundur Tootsie, hafði komið fundinum í kring til að ræða mögulega kvikmyndun á leikriti Riss Gatsiounis, A Darker Purpose. Í viðtali við Variety segir Riss Gatsiounis að í byrjun fundar hafi Hoffman spurt hana hvort hún hafi stundað kynlíf með manni yfir fertugu, en á þessum tíma var hún sjálf á þrítugsaldri og Hoffman 54 ára gamall. „Ég mun aldrei gleyma þessu, hann hallar sér aftur [...] og segir „það væri alveg nýr líkami að kanna,““ sagði Riss Gatsounis. Hún segir að seinna hafi Hoffman beðið hana að fara að versla föt á hóteli í grendinni en henni hafi ekki liðið vel og hafnað boðinu. Seinna var henni tjáð að Hoffman hefði ekki áhuga á að starfa með henni. „Þetta olli mér mikilli þjáningu. Ég var bara handritshöfundur og hann hafði verið hetjan mín. Þetta hafði áhrif á mig í langan tíma,“ sagði Riss Gatsiounis. Önnur ásökunin á þremur dögum Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Áður hefur Anna Graham Hunter sagt að Hoffman hafi áreitt sig þegar hún var 17 ára gömul. Þá var Dustin Hoffman 48 ára gamall og á hátindi frægðar sinnar. Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni. Meðal annars hafa átta starfsmenn á tökustað sjónvarpsþáttanna House of Cards sakað Spacey um áreitni.
MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50
Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34
Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08