Staða kvenna á Alþingi sterkust í Framsókn Lilja Alfreðsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 07:00 Alþjóðaefnahagsráðinu mælist hvergi meiri jöfnuður á milli kynjanna en á Íslandi en niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Þetta er níunda árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti. Þegar kynjajafnrétti er mælt er litið til fjögurra þátta; heilbrigði, menntunar, efnahagslegrar stöðu og stjórnmálaþátttöku. Þrátt fyrir að þetta sé afar góð niðurstaða, þá er niðurstaða alþingiskosninganna vonbrigði þegar litið er til jafnréttissjónarmiða. Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin í þinginu ekki verið verri síðan árið 2007. Konur verða því aðeins 38% þingmanna í stað 47,6% eftir kosningarnar árið 2016, þegar 30 konur og 33 karlar tóku sæti á Alþingi. Vert er að hafa í huga að einungis tólf þjóðir í heiminum geta státað af því að hafa hlutfall kvenna á þingi yfir 40%. Kynjahlutfallið hjá Framsóknarflokknum er nú hagstæðast allra flokka hjá konum á Alþingi. Ég er stolt af því að tilheyra stjórnmálaafli þar sem staða kvenna á þingi er þetta góð. Jafnréttismál eru mannréttindamál sem stöðugt þarf að vinna að. Þó okkur hafi ekki tekist að viðhalda sama þingstyrk kvenna í kosningunum nú verðum við að gera það besta úr stöðunni. Tefla verður fram konum í ráðherraembætti og til formennsku í nefndum. Þannig geta stjórnmálaflokkarnir sýnt í verki áherslur sínar í jafnréttismálum og aukið áhrif þeirra á þingi. Í ljósi stöðunnar á Alþingi hvet ég alla þá sem taka þátt í stjórnmálastarfi á Íslandi að hafa jafnrétti kynjanna að leiðarljósi þegar framboðslistar til sveitarstjórna verða settir fram. Að sama skapi þurfa konur í enn ríkari mæli að láta til sín taka í stjórnun fyrirtækja, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Við þurfum að halda áfram að vinna að því að jafna hlut kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins, vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði og leiðrétta kynbundinn launamun. Það er mín trú að þótt kynjahalli sé nú á Alþingi verði rödd þingkvenna sterk á komandi misserum.Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Alþjóðaefnahagsráðinu mælist hvergi meiri jöfnuður á milli kynjanna en á Íslandi en niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Þetta er níunda árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti. Þegar kynjajafnrétti er mælt er litið til fjögurra þátta; heilbrigði, menntunar, efnahagslegrar stöðu og stjórnmálaþátttöku. Þrátt fyrir að þetta sé afar góð niðurstaða, þá er niðurstaða alþingiskosninganna vonbrigði þegar litið er til jafnréttissjónarmiða. Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin í þinginu ekki verið verri síðan árið 2007. Konur verða því aðeins 38% þingmanna í stað 47,6% eftir kosningarnar árið 2016, þegar 30 konur og 33 karlar tóku sæti á Alþingi. Vert er að hafa í huga að einungis tólf þjóðir í heiminum geta státað af því að hafa hlutfall kvenna á þingi yfir 40%. Kynjahlutfallið hjá Framsóknarflokknum er nú hagstæðast allra flokka hjá konum á Alþingi. Ég er stolt af því að tilheyra stjórnmálaafli þar sem staða kvenna á þingi er þetta góð. Jafnréttismál eru mannréttindamál sem stöðugt þarf að vinna að. Þó okkur hafi ekki tekist að viðhalda sama þingstyrk kvenna í kosningunum nú verðum við að gera það besta úr stöðunni. Tefla verður fram konum í ráðherraembætti og til formennsku í nefndum. Þannig geta stjórnmálaflokkarnir sýnt í verki áherslur sínar í jafnréttismálum og aukið áhrif þeirra á þingi. Í ljósi stöðunnar á Alþingi hvet ég alla þá sem taka þátt í stjórnmálastarfi á Íslandi að hafa jafnrétti kynjanna að leiðarljósi þegar framboðslistar til sveitarstjórna verða settir fram. Að sama skapi þurfa konur í enn ríkari mæli að láta til sín taka í stjórnun fyrirtækja, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Við þurfum að halda áfram að vinna að því að jafna hlut kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins, vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði og leiðrétta kynbundinn launamun. Það er mín trú að þótt kynjahalli sé nú á Alþingi verði rödd þingkvenna sterk á komandi misserum.Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar