Svíinn virtist hafa yfirhöndina í fyrstu lotunni, hann náði að halda Birni í gólfinu og kom inn nokkrum höggum. Hann náði þó ekki að klára viðureignina.
Áfram hélt bardaginn á svipuðum nótum í annari lotu. Þeir börðust á gólfinu, Svíinn virtist hafa aðeins betur en aldrei gafst Björn upp.
Í þriðju lotunni hélt Björn Svíanum aðeins lengur á fótunum, en svo dundu höggin á honum eftir um mínútu og þeir fóru í gólfið. Björn hélt áhlaup Laallam út, en honum var svo dæmdur sigur.