Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 10:00 Kenny Dalglish á þessum hræðilega degi á Hillsborough í apríl 1989. Vísir/Getty Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. Kvikmyndin heitir Kenny og fjallar um feril Kenny Dalglish þar sem hann hefur upplifað marga sigra en einnig gengið í gegnum miklar raunir enda vitni að þremur af stærstu hörmungum fótboltans á síðustu áratugum. 'Kop Idol' A Kenny Dalglish special.https://t.co/5F0qkC7HEApic.twitter.com/zDRadNXn5o — BBC 5 live Sport (@5liveSport) November 17, 2017 BBC er með viðtal við Kenny Dalglish í tilefni af myndinni og þar á meðal er talað um Hillsborough harmleikinn þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Í viðtalinu berst talið að Hillsborough harmleiknum og hinum tveimur slysunum sem Kenny Dalglish varð vitni að. Dalglish var á Ibrox leikvanginum þegar 66 stuðningsmenn Rangers krömdust til bana 1971, hann var í búningsklefanum á Heysel leikvanginum þegar 39 áhorfendur létust þegar veggur hrundi fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og hann var á hliðarlínunni og á vellinum á þessum hræðilega degi á Hillsborough leikvanginum 15. apríl 1989. Blaðamaður BBC segir áhrifamesta atriði myndarinnar vera þegar kemur að umfjölluninni um Hillsborough en þar sést Kenny Dalglish stöðva bílinn á hæð með útsýni yfir leikvanginn. Kenny Dalglish var nefnilega ekki reiðubúinn að fara nær. Hann hefur stýrt liðum Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United á leikvanginum eftir harmleikinn en það sem eftir lifir ævinnar getur hann ekki fengið sig til að heimsækja staðinn þar sem upplifi versta dag ævinnar. Eftirmálar atburðarins reyndu líka mikið á hann og tóku sinn toll. „Þetta var eins nálægt og ég var tilbúinn að fara. Ég mun aldrei gleyma því sem gerðist þarna. Ég gat bara ekki farið aftur þangað hvort sem að það sé rétt eða rangt. Það er það rétta fyrir mig,“ sagði Kenny Dalglish við blaðamann BBC. Hann fór síðan að tala um fjölskyldurnar sem misstu ástvini sína í harmleiknum en Kenny Dalglish mætti í jarðarfarir þeirra sem létust í slysinu og var stundum að fara í allt að fjórar jarðafarir á dag. Eiginkona hans og dóttir lýsa í myndinni áhrifin sem þessi hörmulegi atburður hafði á Dalglish bæði andlega og líkamlega. Hann hélt áfram sem stjóri Liverpool og gerði liðið að meisturum tímabilið á eftir en hætti síðan óvænt sem stjóri félagsins í febrúar 1991. Hillsborough harmleikurinn átti mestan þátt í því. Það má lesa viðtalið við Kenny Dalglish á BBC með því að smella hér. On @5liveSport now, @tomfordyce presents a Kenny Dalglish special. Listen: https://t.co/C093m9n0IRpic.twitter.com/zpcIllPed2 — BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2017 Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. Kvikmyndin heitir Kenny og fjallar um feril Kenny Dalglish þar sem hann hefur upplifað marga sigra en einnig gengið í gegnum miklar raunir enda vitni að þremur af stærstu hörmungum fótboltans á síðustu áratugum. 'Kop Idol' A Kenny Dalglish special.https://t.co/5F0qkC7HEApic.twitter.com/zDRadNXn5o — BBC 5 live Sport (@5liveSport) November 17, 2017 BBC er með viðtal við Kenny Dalglish í tilefni af myndinni og þar á meðal er talað um Hillsborough harmleikinn þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Í viðtalinu berst talið að Hillsborough harmleiknum og hinum tveimur slysunum sem Kenny Dalglish varð vitni að. Dalglish var á Ibrox leikvanginum þegar 66 stuðningsmenn Rangers krömdust til bana 1971, hann var í búningsklefanum á Heysel leikvanginum þegar 39 áhorfendur létust þegar veggur hrundi fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og hann var á hliðarlínunni og á vellinum á þessum hræðilega degi á Hillsborough leikvanginum 15. apríl 1989. Blaðamaður BBC segir áhrifamesta atriði myndarinnar vera þegar kemur að umfjölluninni um Hillsborough en þar sést Kenny Dalglish stöðva bílinn á hæð með útsýni yfir leikvanginn. Kenny Dalglish var nefnilega ekki reiðubúinn að fara nær. Hann hefur stýrt liðum Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United á leikvanginum eftir harmleikinn en það sem eftir lifir ævinnar getur hann ekki fengið sig til að heimsækja staðinn þar sem upplifi versta dag ævinnar. Eftirmálar atburðarins reyndu líka mikið á hann og tóku sinn toll. „Þetta var eins nálægt og ég var tilbúinn að fara. Ég mun aldrei gleyma því sem gerðist þarna. Ég gat bara ekki farið aftur þangað hvort sem að það sé rétt eða rangt. Það er það rétta fyrir mig,“ sagði Kenny Dalglish við blaðamann BBC. Hann fór síðan að tala um fjölskyldurnar sem misstu ástvini sína í harmleiknum en Kenny Dalglish mætti í jarðarfarir þeirra sem létust í slysinu og var stundum að fara í allt að fjórar jarðafarir á dag. Eiginkona hans og dóttir lýsa í myndinni áhrifin sem þessi hörmulegi atburður hafði á Dalglish bæði andlega og líkamlega. Hann hélt áfram sem stjóri Liverpool og gerði liðið að meisturum tímabilið á eftir en hætti síðan óvænt sem stjóri félagsins í febrúar 1991. Hillsborough harmleikurinn átti mestan þátt í því. Það má lesa viðtalið við Kenny Dalglish á BBC með því að smella hér. On @5liveSport now, @tomfordyce presents a Kenny Dalglish special. Listen: https://t.co/C093m9n0IRpic.twitter.com/zpcIllPed2 — BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2017
Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira