Fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum, Aly Raisman, hefur bæst í hóp þeirra fimleikakvenna sem saka lækni landsliðsins, Lawrence G. Nassar, um kynferðislega misnotkun.
Raisman var fyrirliði landsliðsins sem vann til gullverðlauna á ÓL í London 2016 sem og í Ríó á síðasta ári.
Nassar er í fangelsi í Michigan í dag og ekki útlit fyrir að hann sleppi þaðan á næstunni. Yfir 100 konur hafa nefnilega ákveðið að fara í mál við hann út af kynferðislegri misnotkun. Hann var einnig gripinn með barnaklám í tölvunni sinni. Hann neitar öllum ásökunum.
„Þessi maður er skrímsli,“ sagði Bill Schuette, saksóknari í Michigan, um Nassar.
Konur sem hafa lent í klónum á Nassar eru enn að stíga fram og segja sína sögu eins og Raisman gerir í 60 Minutes sem í bók sem hún er að gefa út.
Raisman segist hafa verið kynferðislega misnotuð af lækni landsliðsins
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim
Enski boltinn


Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið
Enski boltinn

Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg
Enski boltinn

Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“
Íslenski boltinn


„Við Em erum miklu stærri en þær allar“
Körfubolti


„Flæðið í sóknarleiknum var frábært“
Körfubolti
