Um konur: hina ófullkomnu menn Ragnhildur Helga Hannesdóttir skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Aristóteles sagði eitt sinn að konur væru karlar sem ekki hefðu náð nægum þroska í móðurkviði. Það ástand að vera kona væri einskonar fæðingargalli - náttúrulegur fæðingargalli sem henti um helming mannkyns. Konur væru sem sagt, í grunninn, ófullskapaðir menn. Stundum virðist sem þessi hugsunarháttur Aristótelesar lifi enn góðu lífi. Aðspurður hvert leyndarmál hans við að skrifa sannfærandi kvenkaraktera væri, svaraði George R. R. Martin (rithöfundur hinna frægu Game of Thrones bóka): „Ég hef alltaf litið á konur sem manneskjur“. Þessa hugsun er þó ekki að finna hjá öllum. Það eitt og sér að það veki athygli að George skrifi trúverðuga kvenkaraktera gefur okkur vísbendingu um hvert normið er. Enn sterkari skilaboð eru þó niðurstöður Bechdel prófsins svokallaða í kvikmyndum. Til þess að standast Bechdel prófið verða að vera 1) tveir kvenkarakterar sem eru 2) nafngreindir og 3) tala saman um eitthvað annað en karlmann. Maður myndi halda að þessum skilyrðum væri ekki erfitt að mæta. Ekki miðað það við að konur eru einfaldlega jafn margslungnar manneskjur og hinn helmingur mannkyns, sem er eilítið líffræðilega frábrugðinn þeim. Raunin er sú að aðeins rétt rúmur helmingur kvikmynda stenst prófið. Það að tæpur helmingur kvikmynda fellur á þessu prófi segir okkur að í nærri helmingi mynda komi ekki kvenkarakter við sögu sem fær að vera fullsköpuð persóna. Of oft í sögum birtast konur okkur sem einhverskonar hlutir eða tól sem styðja við markmið og ævintýri annars karakters sem er karlkyns. Þær eru þannig karakterar í styðjandi hlutverki sem hafa ekki sínar eigin langanir eða þrár. Þetta mynstur einskorðast þó ekki við bíómyndir og bókmenntir. Þegar skoðaðar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis sjáum við því miður kunnugleg stef. Þegar konur og stúlkur eru, eins og við sjáum út um allan heim, neyddar í hjónaband eða þær seldar mansali er farið með þær sem nytjahlut. Þeirra eigin langanir, markmið og upplifanir eru hunsaðar og þær verða aukaleikarar í eigin lífi, til stuðnings við aðra aðila sem vilja eigna sér þær eða græða á þeim. Það sama á sér stað þegar konur taka til allskonar varúðarráðstafana til þess að verða ekki fyrir ofbeldi. Þessi hegðun er samfélagslega samþykkt þótt fæstir viðurkenni það: öllum konum hefur verið kennt að passa hvernig þær klæða sig, passa upp á drykkinn sinn á skemmtistöðum, vara sig á því hvar þær labba og hvenær, vara sig á því við hvern þær tala og hvernig (ekki vera of vingjarnlegar ef þið meinið ‘ekkert’ með því). Þetta hefur öllum konum verið kennt hvort sem það hefur verið skýrt orðað heima fyrir eða þá gert í gegnum félagslegar skilyrðingar seinna meir á lífsleiðinni. Við það að kenna konum það hátterni að bera ábyrgð á því hvort einhver beiti þær ofbeldi eða ekki eru þær settar í aukaleikarastöðu. Þeirra langanir og markmið eru ekki í forgrunni heldur skilyrðast af löngunum og vilja annarra sem líta á þær sem tæplega menn. Þær fá ekki að vera aðalsöguhetjur samfélagsins. Er þetta hugsunarháttur sem við samþykkjum að sé við lýði í samfélaginu okkar í dag? Ef ekki verðum við að vinna gegn honum með því að leyfa konum, skálduðum og raunverulegum, að vera jafnfullskapaðir menn og karlkyns menn. Höfundur er starfsnemi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Aristóteles sagði eitt sinn að konur væru karlar sem ekki hefðu náð nægum þroska í móðurkviði. Það ástand að vera kona væri einskonar fæðingargalli - náttúrulegur fæðingargalli sem henti um helming mannkyns. Konur væru sem sagt, í grunninn, ófullskapaðir menn. Stundum virðist sem þessi hugsunarháttur Aristótelesar lifi enn góðu lífi. Aðspurður hvert leyndarmál hans við að skrifa sannfærandi kvenkaraktera væri, svaraði George R. R. Martin (rithöfundur hinna frægu Game of Thrones bóka): „Ég hef alltaf litið á konur sem manneskjur“. Þessa hugsun er þó ekki að finna hjá öllum. Það eitt og sér að það veki athygli að George skrifi trúverðuga kvenkaraktera gefur okkur vísbendingu um hvert normið er. Enn sterkari skilaboð eru þó niðurstöður Bechdel prófsins svokallaða í kvikmyndum. Til þess að standast Bechdel prófið verða að vera 1) tveir kvenkarakterar sem eru 2) nafngreindir og 3) tala saman um eitthvað annað en karlmann. Maður myndi halda að þessum skilyrðum væri ekki erfitt að mæta. Ekki miðað það við að konur eru einfaldlega jafn margslungnar manneskjur og hinn helmingur mannkyns, sem er eilítið líffræðilega frábrugðinn þeim. Raunin er sú að aðeins rétt rúmur helmingur kvikmynda stenst prófið. Það að tæpur helmingur kvikmynda fellur á þessu prófi segir okkur að í nærri helmingi mynda komi ekki kvenkarakter við sögu sem fær að vera fullsköpuð persóna. Of oft í sögum birtast konur okkur sem einhverskonar hlutir eða tól sem styðja við markmið og ævintýri annars karakters sem er karlkyns. Þær eru þannig karakterar í styðjandi hlutverki sem hafa ekki sínar eigin langanir eða þrár. Þetta mynstur einskorðast þó ekki við bíómyndir og bókmenntir. Þegar skoðaðar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis sjáum við því miður kunnugleg stef. Þegar konur og stúlkur eru, eins og við sjáum út um allan heim, neyddar í hjónaband eða þær seldar mansali er farið með þær sem nytjahlut. Þeirra eigin langanir, markmið og upplifanir eru hunsaðar og þær verða aukaleikarar í eigin lífi, til stuðnings við aðra aðila sem vilja eigna sér þær eða græða á þeim. Það sama á sér stað þegar konur taka til allskonar varúðarráðstafana til þess að verða ekki fyrir ofbeldi. Þessi hegðun er samfélagslega samþykkt þótt fæstir viðurkenni það: öllum konum hefur verið kennt að passa hvernig þær klæða sig, passa upp á drykkinn sinn á skemmtistöðum, vara sig á því hvar þær labba og hvenær, vara sig á því við hvern þær tala og hvernig (ekki vera of vingjarnlegar ef þið meinið ‘ekkert’ með því). Þetta hefur öllum konum verið kennt hvort sem það hefur verið skýrt orðað heima fyrir eða þá gert í gegnum félagslegar skilyrðingar seinna meir á lífsleiðinni. Við það að kenna konum það hátterni að bera ábyrgð á því hvort einhver beiti þær ofbeldi eða ekki eru þær settar í aukaleikarastöðu. Þeirra langanir og markmið eru ekki í forgrunni heldur skilyrðast af löngunum og vilja annarra sem líta á þær sem tæplega menn. Þær fá ekki að vera aðalsöguhetjur samfélagsins. Er þetta hugsunarháttur sem við samþykkjum að sé við lýði í samfélaginu okkar í dag? Ef ekki verðum við að vinna gegn honum með því að leyfa konum, skálduðum og raunverulegum, að vera jafnfullskapaðir menn og karlkyns menn. Höfundur er starfsnemi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun