Sögulegur dómur að mati mannréttindalögmanns Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2017 19:45 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur. Formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotin en breyta þurfi lögum og stjórnarskrá um Landsdóm. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem fram fóru í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu eru eiinstök í íslenskri réttarfarssögu. Réttarhöldin hófust hinn 5. mars árið 2012 og dómur hvar kveðinn upp hinn 23. apríl 2012. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem er sérfróður um mannréttindalög segir Mannréttindadómstólinn sáttan við þá málsmeðferð sem Geir fékk í landsdómsmálinu. Dómurinn fallist ekki á þá gagnrýni sem Geir hafi sett fram fyrir Mannréttindadómsólnum. „Dómsorðið er að erindi Geirs Haarde er hafnað vegna þess að það var ekki brotið á honum. Hvorki samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu né heldur 7. grein sama sáttmála. Þetta stóðst allt að áliti dómsins, hin íslenska málsmeðferð og beiting refsilaga,“ segir Ragnar. Landsdómur hefur verið umdeildur á Íslandi. Töldu margir því rangt að kalla dóminn saman þar sem hann væri úreltur. Ragnar tekur ekki undir þau rök. „Á sínum tíma árið 1905, þegar við settum okkur lög um Landsdóm þá töldum við og það var almennt talið í grennd við okkur; að það væri nauðsynlegt að hafa þess háttar dómstól en ekki almennan dómstól til að fjalla um hugsanlega ábyrgð ráðherra í störfum sínum sem ráðherra,“ segir Ragnar. Dómur Mannréttindadómstólsins sé afar áhugaverður frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Vegna þess að dómurinn gætir þess að fara ofan í hvert atriði. Fjalla um það á skipulegan og lögfræðilegan hátt og koma fram með sjónarmið með og á móti niðurstöðunum. Og ég vona að laganemar landsins lesi þennan dóm í þaula og tileinki sér þann þankagang sem þar er að finna,“ segir Ragnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir dóminn tala sínu máli. Það sé gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotinn. „En það er hins vegar mín skoðun og ég hef lýst henni áður að það er löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi, þetta landsdómskerfi. Þó íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ segir Katrín. Það hafi verið rætt í áratugi að breyta þessu og vonandi náist sátt um það núna. „Þetta kallar á stjórnarskrárbreytingar sem er kannski ein ástæða þess að það hefur legið svo djúpt á þessum breytingum. Því það hefur verið djúpt á stjórnarskrárbreytingum undanfarin áratug og lengur. Ég lít á það sem verkefni fyrir okkur núna að við verðum að fara í það verkefni að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á næstu árum. Þetta er meðal þess sem þar þarf að taka á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Horfa má á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur. Formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotin en breyta þurfi lögum og stjórnarskrá um Landsdóm. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem fram fóru í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu eru eiinstök í íslenskri réttarfarssögu. Réttarhöldin hófust hinn 5. mars árið 2012 og dómur hvar kveðinn upp hinn 23. apríl 2012. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem er sérfróður um mannréttindalög segir Mannréttindadómstólinn sáttan við þá málsmeðferð sem Geir fékk í landsdómsmálinu. Dómurinn fallist ekki á þá gagnrýni sem Geir hafi sett fram fyrir Mannréttindadómsólnum. „Dómsorðið er að erindi Geirs Haarde er hafnað vegna þess að það var ekki brotið á honum. Hvorki samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu né heldur 7. grein sama sáttmála. Þetta stóðst allt að áliti dómsins, hin íslenska málsmeðferð og beiting refsilaga,“ segir Ragnar. Landsdómur hefur verið umdeildur á Íslandi. Töldu margir því rangt að kalla dóminn saman þar sem hann væri úreltur. Ragnar tekur ekki undir þau rök. „Á sínum tíma árið 1905, þegar við settum okkur lög um Landsdóm þá töldum við og það var almennt talið í grennd við okkur; að það væri nauðsynlegt að hafa þess háttar dómstól en ekki almennan dómstól til að fjalla um hugsanlega ábyrgð ráðherra í störfum sínum sem ráðherra,“ segir Ragnar. Dómur Mannréttindadómstólsins sé afar áhugaverður frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Vegna þess að dómurinn gætir þess að fara ofan í hvert atriði. Fjalla um það á skipulegan og lögfræðilegan hátt og koma fram með sjónarmið með og á móti niðurstöðunum. Og ég vona að laganemar landsins lesi þennan dóm í þaula og tileinki sér þann þankagang sem þar er að finna,“ segir Ragnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir dóminn tala sínu máli. Það sé gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotinn. „En það er hins vegar mín skoðun og ég hef lýst henni áður að það er löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi, þetta landsdómskerfi. Þó íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ segir Katrín. Það hafi verið rætt í áratugi að breyta þessu og vonandi náist sátt um það núna. „Þetta kallar á stjórnarskrárbreytingar sem er kannski ein ástæða þess að það hefur legið svo djúpt á þessum breytingum. Því það hefur verið djúpt á stjórnarskrárbreytingum undanfarin áratug og lengur. Ég lít á það sem verkefni fyrir okkur núna að við verðum að fara í það verkefni að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á næstu árum. Þetta er meðal þess sem þar þarf að taka á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Horfa má á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira