Guðni vitnaði í Stephan G í Hörpu: „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2017 18:45 Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Áttatíu ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs, undir yfirskriftinni Lífsgæði aldraðra, var haldin í Silfurbergi í Hörpu í dag en Sjómannadagsráð er eigandi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og sagði að það væru mörg óleyst úrlausnarefni í samfélaginu sem sneru að hagsmunum aldraðra. „Þarf aðeins að rifja upp ýmsar nýlegar fréttir því til sannindamerkis. Deilt er um frítekjumark og lífeyri eldri borgara. Svo er bið eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum og bið eftir aðgerð á sjúkrahúsum. Það er í verkahring ráðamanna að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins í þessum efnum. Velferðarkerfið verður að rísa undir nafni. Þess væntum við öll sem búum í okkar góða landi og eigum að njóta saman gæða þess,“ sagði forsetinn. Guðni vitnaði í þekktan kveðskap sem sæmdi tilefninu en mörgum er tamt að tengja elli við hnignun og hrumleik. „Mínir vinir fara fjöld, kvað Bólu-Hjálmar á sinni tíð. Mér er orðið stirt um stef, sagði hann einnig ellimóður.“ Guðni sagðist þó heldur kjósa fagra lýsingu Stephans G. Stephanssonar á þeirri víðsýni og reynslu sem safna megi á langri lífsleið. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér á skáldið við að fólk skuli virða það sem því var kennt í æsku, vera sonur morgunroðans en kunna um leið að meta í elli nýja tíma og siði, vera vinur aftansólar,“ sagði forsetinn í Hörpu og vitnaði þar í ljóð Stephans G. Stephanssonar. Forseti Íslands Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Sjá meira
Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Áttatíu ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs, undir yfirskriftinni Lífsgæði aldraðra, var haldin í Silfurbergi í Hörpu í dag en Sjómannadagsráð er eigandi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og sagði að það væru mörg óleyst úrlausnarefni í samfélaginu sem sneru að hagsmunum aldraðra. „Þarf aðeins að rifja upp ýmsar nýlegar fréttir því til sannindamerkis. Deilt er um frítekjumark og lífeyri eldri borgara. Svo er bið eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum og bið eftir aðgerð á sjúkrahúsum. Það er í verkahring ráðamanna að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins í þessum efnum. Velferðarkerfið verður að rísa undir nafni. Þess væntum við öll sem búum í okkar góða landi og eigum að njóta saman gæða þess,“ sagði forsetinn. Guðni vitnaði í þekktan kveðskap sem sæmdi tilefninu en mörgum er tamt að tengja elli við hnignun og hrumleik. „Mínir vinir fara fjöld, kvað Bólu-Hjálmar á sinni tíð. Mér er orðið stirt um stef, sagði hann einnig ellimóður.“ Guðni sagðist þó heldur kjósa fagra lýsingu Stephans G. Stephanssonar á þeirri víðsýni og reynslu sem safna megi á langri lífsleið. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér á skáldið við að fólk skuli virða það sem því var kennt í æsku, vera sonur morgunroðans en kunna um leið að meta í elli nýja tíma og siði, vera vinur aftansólar,“ sagði forsetinn í Hörpu og vitnaði þar í ljóð Stephans G. Stephanssonar.
Forseti Íslands Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Sjá meira