Cohen gaf Borat líf í kvikmynd frá 2006, en hún fjallar um einfaldan fréttamann frá Kasakstan sem leggur leið sína til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að kynna sér menninguna þar í landi.
Cohen gaf þetta út á Facebook síðu sinni, en þar sagðist hann vera tilbúinn að greiða sektirnar sem mönnunum voru afhentar myndu þeir senda póst á netfangið arrestedforwearingyourmankini@gmail.com með sönnunum.
Persónan Borat er mjög umdeild í Kasaktstan en yfirvöld þar í landi hótuðu að höfða mál gegn Cohen fyrir að móðga þjóðina. Utanríkisráðherra Kasakstan þakkaði Cohen seinna meir fyrir að hafa aukið ferðamannaflæði til landsins.
Sektin nemur um sjö þúsund krónum á hvern ferðamann en samanlögð upphæð sexmenninganna ætti ekki að reynast Cohen þung byrði en í fyrra var hann metinn á um 105 milljónir punda.
Hér að neðan má sjá Facebook færslu Cohen.