Bandaríski leikarinn Earle Hyman er látinn, 91 árs að aldri. Hyman var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Russell Huxtable, föður Bill Cosby, í þáttunum The Cosby Show.
Hyman lést á hjúkrunarheimilinu Lillian Booth Actors Home í New Jersey á föstudaginn.
Á leiklistarferli sínum fór Hyman með fjölmörg hlutverk í leikhúsum en hann fékk fyrsta hlutverk sitt á Broadway í leikritinu „Run Little Chillun“ árið 1943.
Hyman var tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Russell Huxtable árið 1986.
Cosby minntist Hyman á Twitter í morgun.
Earle Hyman brought love, dignity and integrity to Grandpa Huxtable. Thank you, Earle, you will live forever.
— Bill Cosby (@BillCosby) November 20, 2017