Mikilvægi menntunar í verðmætasköpun við framleiðslu matvæla Jón Atli Benediktsson og Sveinn Margeirsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Á milli Matís og Háskóla Íslands ríkir gott og farsælt samstarf. Samningur er í gildi um kennslu og rannsóknir og gengur hann m.a. út á samnýtingu aðfanga og innviða, samstarf um rannsóknir og uppbyggingu mannauðs með það að markmiði að vera í fararbroddi á lykilfræðasviðum fyrir íslenskt samfélag. Hagsæld og velferð á Íslandi byggist að miklu leyti á sjálfbærri auðlindanýtingu til lands og sjávar og er í því sambandi mikilvægt að mennta og þjálfa hæfileikaríkt fólk á sviði matvælafræði, verkfræði, lífefnafræði og fleiri greina til að byggja undir verðmætasköpun til framtíðar. Samningurinn á milli Háskóla Íslands og Matís lagði grunninn að eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Alls hafa 64 meistaraverkefni og 23 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá 2007, langflest með Háskóla Íslands.Aukin fjölbreytni Sem dæmi um verðmæti sem skapast hafa í tengslum við samstarfið má nefna margt í starfi Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Fólk sem starfar bæði hjá Matís og Háskólanum, og sinnir sameiginlegum verkefnum beggja stofnana og samnýtir tæki og aðstöðu, hefur lagt grunninn að margvíslegri nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Alls hafa níu doktorsverkefni og 30 meistaraverkefni í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands verið unnin hjá Matís frá árinu 2007. Þessi verkefni leiða til öflugri mannauðs í íslenskum matvælaiðnaði, nýrra ferla, vöruþróunar og aukinnar fjölbreytni fyrir íslenska neytendur. Samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði á sér langa sögu sem er samofin framfarasögu íslensks matvælaiðnaðar frá stofnun matvælafræðiskorar Háskóla Íslands árið 1978. Í kjölfar endurskipulagningar námsins árið 2011 hefur nemendum fjölgað verulega og eru þeir um 70 talsins í dag. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem er í góðum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknaverkefni miðast að þörfum fyrirtækja og er lögð áhersla á miðlun niðurstaðna í formi nýrrar þekkingar eða þróunar á vörum og ferlum. Atvinnulíf og samfélag hafa mikla þörf fyrir fólk með góða menntun. Skýr vitnisburður um það er að útskrifaðir nemendur úr matvælafræði fá nær undantekningarlaust vinnu að loknu námi sem tengist lífhagkerfinu, hjá matvælafyrirtækjum eða við rannsóknir og eftirlit. Í sumum tilfellum hafa nemendur stofnað sín eigin fyrirtæki enda er hvatt til þess í náminu með þjálfun í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og þátttöku í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Europe, m.a. í samstarfi við Samtök iðnaðarins.Sjálfbær nýting lífauðlinda Sjálfbær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Inn í samstarf Matís og Háskóla Íslands fléttast einnig samstarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi og hefur m.a. stutt fimm doktorsnema til að ljúka námi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Matís. Ísland er meðal fremstu sjávarútvegsþjóða í heimi og hefur svo sannarlega margt fram að færa til aukins fæðuöryggis og velferðar í þróunarlöndum. Með dýrmæta reynslu í farteskinu og óbilandi trú á gildi vísinda til framþróunar stefna Matís og Háskóli Íslands á áframhaldandi öflugt samstarf á næstu árum. Meðal áhersluatriða þess samstarfs verður nauðsynleg innviðauppbygging á sviði matvæla og rannsóknir sem miða að sjálfbærri nýtingu lífauðlinda til lands og sjávar. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á milli Matís og Háskóla Íslands ríkir gott og farsælt samstarf. Samningur er í gildi um kennslu og rannsóknir og gengur hann m.a. út á samnýtingu aðfanga og innviða, samstarf um rannsóknir og uppbyggingu mannauðs með það að markmiði að vera í fararbroddi á lykilfræðasviðum fyrir íslenskt samfélag. Hagsæld og velferð á Íslandi byggist að miklu leyti á sjálfbærri auðlindanýtingu til lands og sjávar og er í því sambandi mikilvægt að mennta og þjálfa hæfileikaríkt fólk á sviði matvælafræði, verkfræði, lífefnafræði og fleiri greina til að byggja undir verðmætasköpun til framtíðar. Samningurinn á milli Háskóla Íslands og Matís lagði grunninn að eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Alls hafa 64 meistaraverkefni og 23 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá 2007, langflest með Háskóla Íslands.Aukin fjölbreytni Sem dæmi um verðmæti sem skapast hafa í tengslum við samstarfið má nefna margt í starfi Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Fólk sem starfar bæði hjá Matís og Háskólanum, og sinnir sameiginlegum verkefnum beggja stofnana og samnýtir tæki og aðstöðu, hefur lagt grunninn að margvíslegri nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Alls hafa níu doktorsverkefni og 30 meistaraverkefni í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands verið unnin hjá Matís frá árinu 2007. Þessi verkefni leiða til öflugri mannauðs í íslenskum matvælaiðnaði, nýrra ferla, vöruþróunar og aukinnar fjölbreytni fyrir íslenska neytendur. Samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði á sér langa sögu sem er samofin framfarasögu íslensks matvælaiðnaðar frá stofnun matvælafræðiskorar Háskóla Íslands árið 1978. Í kjölfar endurskipulagningar námsins árið 2011 hefur nemendum fjölgað verulega og eru þeir um 70 talsins í dag. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem er í góðum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknaverkefni miðast að þörfum fyrirtækja og er lögð áhersla á miðlun niðurstaðna í formi nýrrar þekkingar eða þróunar á vörum og ferlum. Atvinnulíf og samfélag hafa mikla þörf fyrir fólk með góða menntun. Skýr vitnisburður um það er að útskrifaðir nemendur úr matvælafræði fá nær undantekningarlaust vinnu að loknu námi sem tengist lífhagkerfinu, hjá matvælafyrirtækjum eða við rannsóknir og eftirlit. Í sumum tilfellum hafa nemendur stofnað sín eigin fyrirtæki enda er hvatt til þess í náminu með þjálfun í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og þátttöku í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Europe, m.a. í samstarfi við Samtök iðnaðarins.Sjálfbær nýting lífauðlinda Sjálfbær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Inn í samstarf Matís og Háskóla Íslands fléttast einnig samstarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi og hefur m.a. stutt fimm doktorsnema til að ljúka námi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Matís. Ísland er meðal fremstu sjávarútvegsþjóða í heimi og hefur svo sannarlega margt fram að færa til aukins fæðuöryggis og velferðar í þróunarlöndum. Með dýrmæta reynslu í farteskinu og óbilandi trú á gildi vísinda til framþróunar stefna Matís og Háskóli Íslands á áframhaldandi öflugt samstarf á næstu árum. Meðal áhersluatriða þess samstarfs verður nauðsynleg innviðauppbygging á sviði matvæla og rannsóknir sem miða að sjálfbærri nýtingu lífauðlinda til lands og sjávar. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun