Segir lægri skattheimtu og aukin útgjöld enda með ósköpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 15:50 Oddný segist vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. vísir/Anton Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að óráð sé að lækka skatta og auka útgjöld ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Þá segir hún að hún líti á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra hvað varðar innviðauppbyggingu. Oddný G. Harðardóttir var gestur Heimis Más Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Í sáttmálanum er bæði boðið upp á skattalækkanir og útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflunnar. Þetta er ekki góð blanda. Það vitum við og það vita þau sem hafa samið þennan sáttmála. Við vitum að þessi blanda er eitruð og mun enda í auknum kostnaði síðar fyrir almenning,“ sagði Oddný. Þá telur hún síðustu ár hafa verið illa nýtt þegar kemur að innviðauppbyggingu. „Á síðustu fjórum árum hefðum við átt að byggja upp innviðina. Þá hefðum við ekki átt að lækka skatta á meðan við vorum á leiðinni upp í sveiflunni en það var hins vegar gert. Ég vil líta á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra í innviðauppbyggingu,“ segir hún og bætir við að við séum núna á þeim stað að við verðum að byggja upp innviði en nauðsynlegt sé að hafa hæfilega blöndu af innspýtingu og skattabreytingum.Sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanumOddný segist jafnframt vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. Segir hún að það skýrist svo betur í fjárlagafrumvarpinu hvað stjórnarflokkarnir ætli að gera. „Þetta er það sem maður óttaðist þegar saman í ríkisstjórn fara flokkar með svona ólíkar stefnur. Ef við eigum að sætta hægrimenn með lægri skattheimtu og sætta vinstrimenn með auknum útgjöldum erum við í vanda. Þetta gengur ekki saman og þetta mun enda með ósköpum,“ segir Oddný.Skynsamlegt að nýta núverandi stöðu í að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingarBirgir Ármannson segir að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt segir hann að verulega hafi verið bætt í á vettvangi hins opinbera á síðustu árum og að nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. „Á síðastliðnum árum hefur á ýmsum sviðum hins opinbera verið bætt verulega í. Það er auðvitað áætlunin að gera það áfram. Við erum í þeirri stöðu að það eru mjög miklar tekjur að skila sér til ríkisins vegna umsvifa í hagkerfinu og það er skynsamlegt að nýta þá stöðu bæði til að halda áfram að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingar sem skila okkur ávinningi til lengri tíma,“ segir Birgir. „Það er ekki sjálfgefið að hagvöxtur verði jafn mikill og hann er búinn að vera. Allar spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti þrátt fyrir að hann verði minni en á síðustu 2-3 árum og það verður áfram vöxtur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir að það hægi á honum. Við allar ákvarðanir á þessu sviði verða menn að vera varkárir og auðvitað er ekki hægt að birta áætlanir út frá bjartsýnustu spám.“ Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að óráð sé að lækka skatta og auka útgjöld ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Þá segir hún að hún líti á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra hvað varðar innviðauppbyggingu. Oddný G. Harðardóttir var gestur Heimis Más Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Í sáttmálanum er bæði boðið upp á skattalækkanir og útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflunnar. Þetta er ekki góð blanda. Það vitum við og það vita þau sem hafa samið þennan sáttmála. Við vitum að þessi blanda er eitruð og mun enda í auknum kostnaði síðar fyrir almenning,“ sagði Oddný. Þá telur hún síðustu ár hafa verið illa nýtt þegar kemur að innviðauppbyggingu. „Á síðustu fjórum árum hefðum við átt að byggja upp innviðina. Þá hefðum við ekki átt að lækka skatta á meðan við vorum á leiðinni upp í sveiflunni en það var hins vegar gert. Ég vil líta á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra í innviðauppbyggingu,“ segir hún og bætir við að við séum núna á þeim stað að við verðum að byggja upp innviði en nauðsynlegt sé að hafa hæfilega blöndu af innspýtingu og skattabreytingum.Sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanumOddný segist jafnframt vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. Segir hún að það skýrist svo betur í fjárlagafrumvarpinu hvað stjórnarflokkarnir ætli að gera. „Þetta er það sem maður óttaðist þegar saman í ríkisstjórn fara flokkar með svona ólíkar stefnur. Ef við eigum að sætta hægrimenn með lægri skattheimtu og sætta vinstrimenn með auknum útgjöldum erum við í vanda. Þetta gengur ekki saman og þetta mun enda með ósköpum,“ segir Oddný.Skynsamlegt að nýta núverandi stöðu í að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingarBirgir Ármannson segir að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt segir hann að verulega hafi verið bætt í á vettvangi hins opinbera á síðustu árum og að nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. „Á síðastliðnum árum hefur á ýmsum sviðum hins opinbera verið bætt verulega í. Það er auðvitað áætlunin að gera það áfram. Við erum í þeirri stöðu að það eru mjög miklar tekjur að skila sér til ríkisins vegna umsvifa í hagkerfinu og það er skynsamlegt að nýta þá stöðu bæði til að halda áfram að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingar sem skila okkur ávinningi til lengri tíma,“ segir Birgir. „Það er ekki sjálfgefið að hagvöxtur verði jafn mikill og hann er búinn að vera. Allar spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti þrátt fyrir að hann verði minni en á síðustu 2-3 árum og það verður áfram vöxtur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir að það hægi á honum. Við allar ákvarðanir á þessu sviði verða menn að vera varkárir og auðvitað er ekki hægt að birta áætlanir út frá bjartsýnustu spám.“
Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira