Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 20:40 Hinn 82 ára Mahmoud Abbas hefur gegnt embætti forseta Palestínumanna frá árinu 2005. Vísir/afp Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að Bandaríkin geti ekki gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að Bandaríkin viðurkenni nú Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Abbas sem hann sendi frá sér í kjölfar ræðu Trump fyrr í kvöld. Abbas segir að yfirlýsing Trump sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Trump lýsti í kvöld yfir að hann hafi beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja þegar í stað undirbúning flutnings sendiráðs Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Hann sagði að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn sögulegan og kvaðst hann vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í samtali við fréttamenn fyrr í kvöld að Frakklandsstjórn styðji ekki ákvörðun Trump og hvatti hann til friðar. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að Bandaríkin geti ekki gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að Bandaríkin viðurkenni nú Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Abbas sem hann sendi frá sér í kjölfar ræðu Trump fyrr í kvöld. Abbas segir að yfirlýsing Trump sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Trump lýsti í kvöld yfir að hann hafi beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja þegar í stað undirbúning flutnings sendiráðs Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Hann sagði að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn sögulegan og kvaðst hann vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í samtali við fréttamenn fyrr í kvöld að Frakklandsstjórn styðji ekki ákvörðun Trump og hvatti hann til friðar.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19