Öðruvísi jól eftir fráfall Jóns Elín Albertsdóttir skrifar 6. desember 2017 10:00 Ólöf Kolbrún hefur ekki lengur jólaskemmtun í stofunni á jóladag eftir að Jón féll frá. MYND/STEFÁN Jólin hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, óperusöngkonu og söngkennara, hafa breyst eftir að eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, féll frá á síðasta ári. Hún reynir engu að síður að halda í hefðirnar og halda gleðileg jól. Ólöf Kolbrún var spurð hvort hún ætti einhvern hlut sem henni þætti ómissandi að setja upp um jólin. „Ég hef safnað Georg Jensen jólaóróunum í meira en þrjátíu ár,“ segir hún. „Það liggur við að ég skammist mín fyrir að segja það en ég á þá alla frá árinu 1985. Ég set þá upp fyrir jólin og bæti í safnið þótt ég sé alltaf að spá í að hætta þessu. Ég er með stóra dyragátt þar sem ég hengi hluta þeirra. Við hjónin vorum alltaf með mjög stórt jólatré á miðju stofugólfi sem náði upp í loft og ég hengdi alla hina óróana á það. Í fyrstu fékk ég jólaóróa að gjöf en síðan fór ég að laumast til að kaupa þá sjálf,“ útskýrir hún. Jón Stefánsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir saman í Hörpu fyrir nokkrum árum. Laufabrauðsdagur með hangikjöti Jólatréð kemur ekki inn á stofugólf fyrr en rétt fyrir jólin. Þau hjónin voru alltaf með lifandi grenitré og um jólin kom stórfjölskyldan og þá var gengið í kringum tréð og sungið við undirleik Jóns. „Við Jón vorum bæði mikil jólabörn og héldum í gamla siði og venjur. Við vorum með laufabrauðsdag þar sem öll fjölskyldan kom saman, skar út og bakaði. Ég hef haldið þeim sið. Á þessum degi eldum við alltaf gamaldags sauðahangikjöt og þetta er dagur sem enginn vill missa af. Systkinabörnin mín hafa alist upp í þessum sið og mæta enn þótt þau séu komin um fertugt. Það er alltaf spilaður sami jóladiskurinn með tríóinu Þrjú á palli. Erum við ekki flest þannig, að vilja halda í jólahefðirnar?“ spyr Ólöf Kolbrún. Þau Jón voru barnlaus en eiga stóra fjölskyldu sem hefur notið aðventunnar með þeim. Ólöf Kolbrún á alla Georg Jensen jólaóróa frá árinu 1985. Hún raðar þeim í stórt dyraop og á risastórt jólatréð sem stendur úti á miðju gólfi.MYND/STEFÁN Rólegur aðfangadagur „Það var dansað í kringum jólatréð á jóladag en þá komu allir hingað til okkar. Það var spilað og sungið, virkilega skemmtilegt,“ segir hún. „Einu sinni ætluðum við að láta höggva íslenskt jólatré fyrir okkar. Það var mjög erfitt að finna það vegna þess hversu skógurinn var þéttur. Sum trén voru hálf ber á einni hliðinni. Við ákváðum þá að velja okkur frekar jólatré í blómabúð. Ég bý í sænsku húsi með stórri stofu og það hefur aldrei verið vandamál að koma trénu fyrir og hafa stórt fjölskylduboð,“ segir hún. Árið 2009. „Ég hef alltaf verið umvafin fólki um jólin en ég á von á frekar rólegum jólum núna. Bróðir minn og systir ætla að borða hjá mér á aðfangadag. Við höfum ekki dansað í kringum jólatré síðastliðin tvö ár en ég hætti með þá veislu þegar Jón slasaðist,“ segir hún. Sorgartími Jón lenti í alvarlegu bílslysi 12. nóvember 2015 og komst aldrei til meðvitundar eftir það en hann lést í apríl 2016. Ólöf segir að daginn sem hann slasaðist hafi verið tekið stórt viðtal við hann um jólasiði og jólavenjur en viðtalið var aldrei birt. „Hann veiddi rjúpur, gerði parmaskinku í mörg ár og margt fleira sem tengdist jólunum. Ég get alveg viðurkennt að það er ansi tómlegt í húsinu eftir að hann féll frá. Lífið heldur þó áfram og maður lærir að lifa með sorginni,“ segir Ólöf Kolbrún en þess má geta að Jón Stefánsson starfaði sem organisti og stjórnandi Kórs Langholtskirkju í meira en fimmtíu ár. Jól Mest lesið Segir engin jól án sörubaksturs Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Öðruvísi jól eftir fráfall Jóns Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Engin jólatráasala við Landakot þetta árið Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólin hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, óperusöngkonu og söngkennara, hafa breyst eftir að eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, féll frá á síðasta ári. Hún reynir engu að síður að halda í hefðirnar og halda gleðileg jól. Ólöf Kolbrún var spurð hvort hún ætti einhvern hlut sem henni þætti ómissandi að setja upp um jólin. „Ég hef safnað Georg Jensen jólaóróunum í meira en þrjátíu ár,“ segir hún. „Það liggur við að ég skammist mín fyrir að segja það en ég á þá alla frá árinu 1985. Ég set þá upp fyrir jólin og bæti í safnið þótt ég sé alltaf að spá í að hætta þessu. Ég er með stóra dyragátt þar sem ég hengi hluta þeirra. Við hjónin vorum alltaf með mjög stórt jólatré á miðju stofugólfi sem náði upp í loft og ég hengdi alla hina óróana á það. Í fyrstu fékk ég jólaóróa að gjöf en síðan fór ég að laumast til að kaupa þá sjálf,“ útskýrir hún. Jón Stefánsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir saman í Hörpu fyrir nokkrum árum. Laufabrauðsdagur með hangikjöti Jólatréð kemur ekki inn á stofugólf fyrr en rétt fyrir jólin. Þau hjónin voru alltaf með lifandi grenitré og um jólin kom stórfjölskyldan og þá var gengið í kringum tréð og sungið við undirleik Jóns. „Við Jón vorum bæði mikil jólabörn og héldum í gamla siði og venjur. Við vorum með laufabrauðsdag þar sem öll fjölskyldan kom saman, skar út og bakaði. Ég hef haldið þeim sið. Á þessum degi eldum við alltaf gamaldags sauðahangikjöt og þetta er dagur sem enginn vill missa af. Systkinabörnin mín hafa alist upp í þessum sið og mæta enn þótt þau séu komin um fertugt. Það er alltaf spilaður sami jóladiskurinn með tríóinu Þrjú á palli. Erum við ekki flest þannig, að vilja halda í jólahefðirnar?“ spyr Ólöf Kolbrún. Þau Jón voru barnlaus en eiga stóra fjölskyldu sem hefur notið aðventunnar með þeim. Ólöf Kolbrún á alla Georg Jensen jólaóróa frá árinu 1985. Hún raðar þeim í stórt dyraop og á risastórt jólatréð sem stendur úti á miðju gólfi.MYND/STEFÁN Rólegur aðfangadagur „Það var dansað í kringum jólatréð á jóladag en þá komu allir hingað til okkar. Það var spilað og sungið, virkilega skemmtilegt,“ segir hún. „Einu sinni ætluðum við að láta höggva íslenskt jólatré fyrir okkar. Það var mjög erfitt að finna það vegna þess hversu skógurinn var þéttur. Sum trén voru hálf ber á einni hliðinni. Við ákváðum þá að velja okkur frekar jólatré í blómabúð. Ég bý í sænsku húsi með stórri stofu og það hefur aldrei verið vandamál að koma trénu fyrir og hafa stórt fjölskylduboð,“ segir hún. Árið 2009. „Ég hef alltaf verið umvafin fólki um jólin en ég á von á frekar rólegum jólum núna. Bróðir minn og systir ætla að borða hjá mér á aðfangadag. Við höfum ekki dansað í kringum jólatré síðastliðin tvö ár en ég hætti með þá veislu þegar Jón slasaðist,“ segir hún. Sorgartími Jón lenti í alvarlegu bílslysi 12. nóvember 2015 og komst aldrei til meðvitundar eftir það en hann lést í apríl 2016. Ólöf segir að daginn sem hann slasaðist hafi verið tekið stórt viðtal við hann um jólasiði og jólavenjur en viðtalið var aldrei birt. „Hann veiddi rjúpur, gerði parmaskinku í mörg ár og margt fleira sem tengdist jólunum. Ég get alveg viðurkennt að það er ansi tómlegt í húsinu eftir að hann féll frá. Lífið heldur þó áfram og maður lærir að lifa með sorginni,“ segir Ólöf Kolbrún en þess má geta að Jón Stefánsson starfaði sem organisti og stjórnandi Kórs Langholtskirkju í meira en fimmtíu ár.
Jól Mest lesið Segir engin jól án sörubaksturs Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Öðruvísi jól eftir fráfall Jóns Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Engin jólatráasala við Landakot þetta árið Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira