Ofhleðsla báta hvorki afrek né hetjudáð að mati rannsóknarnefndar Birgir Olgeirsson skrifar 5. desember 2017 11:26 Myndir sem rannsóknarnefnd samgönguslysa birtir af Hjördísi HU 16 í skýrslunni um atvikið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðst of algengt. Þetta er niðurstaðaa rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hvetur fjölmiðla og aðra til þess að hætta að upphefja ofhleðslu báta sem hetjudáð eða afrek.Þetta segir í skýrslu nefndarinnar vegna atviks sem átti sér stað 15. febrúar þegar reynt var að sigla bátnum Hjördísi HU 16 ofhlöðnum til hafnar, en báturinn var á línuveiðum í Breiðafirði.Hjördísi fylgt til hafnarRannsóknarnefnd samgönguslysaTilkynning barst frá skipstjóra Hjördísar til Vaktstöðvar siglinga þess efnis að báturinn væri kominn með bakborðshalla og sjór væri farinn að koma inn á þilfarið. Var björgunarskipið Björg frá Rifi kallað út ásamt björgunarsveit.Hjördís hallast og áhöfn tekin frá borðiRannsóknarnefnd samgönguslysaSkipverjar ákváðu að létta bátinn með því að kasta fiski fyrir borð og náðu þannig að rétta bátinn. Létu þeir Vaktstöðina vita að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem fleiri bátar væru á svæðinu. Eftir nokkra siglingu til hafnar kom björgunarskipið Björg á staðinn og sigldi með Hjördísi um tíma en skömmu síðar fór báturinn aftur að halla í bakborða og þyngjast að aftan.Björgunarsveit léttir bátinnRannsóknarnefnd samgöngslysaVar ákveðið að taka áhöfn Hjördísar frá borði og reyna að létta bátinn þannig. Björgunarskipið tók Hjördísi síðan í tog til hafnar á Rifi. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu reyndust 8.704 kíló af afla vera um borð í bátnum. Rannsóknarnefndin segir umfram þunga um borð hafa verið um 4.550 kíló. Nefndin telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð. Háttsemin hafi stofnað í hættu öryggi skips og áhafnar.Afli og veiðarfæri á þilfari Hjördísar. Fiskur í körum, poka og laus á þilfari.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Sjávarútvegur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðst of algengt. Þetta er niðurstaðaa rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hvetur fjölmiðla og aðra til þess að hætta að upphefja ofhleðslu báta sem hetjudáð eða afrek.Þetta segir í skýrslu nefndarinnar vegna atviks sem átti sér stað 15. febrúar þegar reynt var að sigla bátnum Hjördísi HU 16 ofhlöðnum til hafnar, en báturinn var á línuveiðum í Breiðafirði.Hjördísi fylgt til hafnarRannsóknarnefnd samgönguslysaTilkynning barst frá skipstjóra Hjördísar til Vaktstöðvar siglinga þess efnis að báturinn væri kominn með bakborðshalla og sjór væri farinn að koma inn á þilfarið. Var björgunarskipið Björg frá Rifi kallað út ásamt björgunarsveit.Hjördís hallast og áhöfn tekin frá borðiRannsóknarnefnd samgönguslysaSkipverjar ákváðu að létta bátinn með því að kasta fiski fyrir borð og náðu þannig að rétta bátinn. Létu þeir Vaktstöðina vita að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem fleiri bátar væru á svæðinu. Eftir nokkra siglingu til hafnar kom björgunarskipið Björg á staðinn og sigldi með Hjördísi um tíma en skömmu síðar fór báturinn aftur að halla í bakborða og þyngjast að aftan.Björgunarsveit léttir bátinnRannsóknarnefnd samgöngslysaVar ákveðið að taka áhöfn Hjördísar frá borði og reyna að létta bátinn þannig. Björgunarskipið tók Hjördísi síðan í tog til hafnar á Rifi. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu reyndust 8.704 kíló af afla vera um borð í bátnum. Rannsóknarnefndin segir umfram þunga um borð hafa verið um 4.550 kíló. Nefndin telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð. Háttsemin hafi stofnað í hættu öryggi skips og áhafnar.Afli og veiðarfæri á þilfari Hjördísar. Fiskur í körum, poka og laus á þilfari.Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Sjávarútvegur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira