Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2017 23:23 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Þetta er mat sérfræðinga vestanhafs sem telja að forsetinn geri óvinum sínum greiða með því að tjá sig um rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum kosningateymis hans við Rússa í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Trump sagði á Twitter síðu sinni í gær að hann hefði vikið Michael Flynn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar vegna þess að „hann laug að varaforsetanum og að FBI“ um samskipti hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Flynn játaði fyrir dómi á föstudag að hafa logið að alríkislögreglumönnum. Þetta myndi þó þýða að Trump hafi vitað að Flynn hafi framið alvarlegan glæp og daginn eftir beðið James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, að hætta öllum rannsóknum á Flynn. Trump lét Comey einnig fjúka stuttu seinna.Sjá einnig:Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt „Hann er mögulega að tvíta sjálfan sig í átt að sakfellingu fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ segir Richard Painter, fyrrverandi siðferðisráðgjafi George W. Bush. „Þetta er játning á meðvitaðri spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar,“ segir Laurence Tribe, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður Demókrata, situr í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar sem fer fyrir annarri óháðri rannsókn á samskiptum Trump og Rússa. Hún tekur undir með Tribe og Painter og segir allt stefna í mál um hindrun á framgangi réttívsinnar. „Ég sé þetta sérstaklega í því sem gerðist með uppsögn Comey og ég held að hann hafi gert það vegna þess að hann vildi ekki að Rússlands-samskiptin yrðu rannsökuð. Það er hindrun á framgangi réttvísinnar,“ sagði Feinstein í Meet the Press á NBC í dag.Nýjar upplýsingar valda usla Síðustu daga hafa nýjar upplýsingar litið dagsins ljós í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Um helgina bárust fregnir af því að Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, hafi vikið hátt settum alríkislögreglumanni, sem vann við rannsókna, frá störfum í sumar. Hann hafði skipst á skilaboðum við vinnufélaga sem hægt var að túlka sem andsnúin forsetanum. Alríkislögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Peter Strozk og var aðstoðaryfirmaður gagnnjósna. Skilaboðin voru send á meðan Strozk vann við rannsókn á tölvupóstnotkun Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Talsmaður Mueller staðfestir að Strozk hafi verið færður til um leið og ásakanir komu fram á hendur honum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fyrir helgi gaf Mueller út fjórðu ákæruna á hendur bandamanni Trump. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, játaði sök að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Sú ákvörðun James Comey, þáverandi forstjóra FBI, að tilkynna um að rannsóknin á tölvupóstum Clinton, sem Strozk vann að, hefði verið opnuð aftur aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag í fyrra hefur af mörgum verið talin hafa valdið straumhvörfum í kosningabaráttunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Þetta er mat sérfræðinga vestanhafs sem telja að forsetinn geri óvinum sínum greiða með því að tjá sig um rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum kosningateymis hans við Rússa í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Trump sagði á Twitter síðu sinni í gær að hann hefði vikið Michael Flynn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar vegna þess að „hann laug að varaforsetanum og að FBI“ um samskipti hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Flynn játaði fyrir dómi á föstudag að hafa logið að alríkislögreglumönnum. Þetta myndi þó þýða að Trump hafi vitað að Flynn hafi framið alvarlegan glæp og daginn eftir beðið James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, að hætta öllum rannsóknum á Flynn. Trump lét Comey einnig fjúka stuttu seinna.Sjá einnig:Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt „Hann er mögulega að tvíta sjálfan sig í átt að sakfellingu fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ segir Richard Painter, fyrrverandi siðferðisráðgjafi George W. Bush. „Þetta er játning á meðvitaðri spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar,“ segir Laurence Tribe, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður Demókrata, situr í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar sem fer fyrir annarri óháðri rannsókn á samskiptum Trump og Rússa. Hún tekur undir með Tribe og Painter og segir allt stefna í mál um hindrun á framgangi réttívsinnar. „Ég sé þetta sérstaklega í því sem gerðist með uppsögn Comey og ég held að hann hafi gert það vegna þess að hann vildi ekki að Rússlands-samskiptin yrðu rannsökuð. Það er hindrun á framgangi réttvísinnar,“ sagði Feinstein í Meet the Press á NBC í dag.Nýjar upplýsingar valda usla Síðustu daga hafa nýjar upplýsingar litið dagsins ljós í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Um helgina bárust fregnir af því að Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, hafi vikið hátt settum alríkislögreglumanni, sem vann við rannsókna, frá störfum í sumar. Hann hafði skipst á skilaboðum við vinnufélaga sem hægt var að túlka sem andsnúin forsetanum. Alríkislögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Peter Strozk og var aðstoðaryfirmaður gagnnjósna. Skilaboðin voru send á meðan Strozk vann við rannsókn á tölvupóstnotkun Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Talsmaður Mueller staðfestir að Strozk hafi verið færður til um leið og ásakanir komu fram á hendur honum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fyrir helgi gaf Mueller út fjórðu ákæruna á hendur bandamanni Trump. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, játaði sök að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Sú ákvörðun James Comey, þáverandi forstjóra FBI, að tilkynna um að rannsóknin á tölvupóstum Clinton, sem Strozk vann að, hefði verið opnuð aftur aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag í fyrra hefur af mörgum verið talin hafa valdið straumhvörfum í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51