Geysir bætir við sig verslun á Skólavörðustíg Ritstjórn skrifar 1. desember 2017 15:30 Myndir: Geysir Ný verslun Geysis opnar á Skólavörðustíg 12 í dag, Geysir Heima. Um er að ræða nýtt konsept hjá Geysi, sem nú hefur lagt áherslu á fatnað og tískuvöru en með Geysi Heima bætist nú við gjafavara, eins og rúmföt, bækur, kerti, keramík, plaköt og jafnvel reiðhjól. Verslunin mun bjóða bæði upp á íslenska og erlenda hönnun. Ný merki verða kynnt til leiks sem ekki hafa fengist áður á Íslandi, plaköt eftir íslenska listamenn sem framleidd eru fyrir Geysi, nýjar vörur frá Geysi og svo má lengi telja. Í kjallara verslunarinnar verið svo rekið nýtt lista- og hönnunargallerí, sem ber nafnið Kjallarinn. Með því vill Geysir koma til móts við íslenska listamenn og hönnuði varðandi skort á sýningarhúsnæði og bjóða upp á vettvang fyrir sýningar í þeim tilgangi að styrkja og styðja við íslenskan lista- og menningarheim. Verslunin verður ansi ólík öðrum Geysisverslunum og erum við hjá Glamour gríðarlega spenntar fyrir nýrri verslun í miðbæinn. Auður Ómarsdóttir verður fyrst til að sýna í Kjallaranum, þar sem hún opnar sýninguna Hliðstæður. Sýningin samanstendur af vísbendingum um ýmsar uppgötvanir listamannsins á árinu, og eru vísbendingarnar í formi ljósmynda, teikninga, hugmynda og ferðasagna. Geysir Heima mun opna dyr sínar kl 17 í dag fyrir gestum og gangandi. Léttar veitingar í boði. Kjörið er að kíkja við í bæjarröltinu og finna til nokkrar jólagjafir. Mest lesið Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Þessu máttu ekki missa af úr fatalínu Balmain fyrir H&M Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Settu upp alpahúfuna! Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour Konur í smóking Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Píkur á tískupallinn í New York Glamour Það má alveg láta sig dreyma Glamour
Ný verslun Geysis opnar á Skólavörðustíg 12 í dag, Geysir Heima. Um er að ræða nýtt konsept hjá Geysi, sem nú hefur lagt áherslu á fatnað og tískuvöru en með Geysi Heima bætist nú við gjafavara, eins og rúmföt, bækur, kerti, keramík, plaköt og jafnvel reiðhjól. Verslunin mun bjóða bæði upp á íslenska og erlenda hönnun. Ný merki verða kynnt til leiks sem ekki hafa fengist áður á Íslandi, plaköt eftir íslenska listamenn sem framleidd eru fyrir Geysi, nýjar vörur frá Geysi og svo má lengi telja. Í kjallara verslunarinnar verið svo rekið nýtt lista- og hönnunargallerí, sem ber nafnið Kjallarinn. Með því vill Geysir koma til móts við íslenska listamenn og hönnuði varðandi skort á sýningarhúsnæði og bjóða upp á vettvang fyrir sýningar í þeim tilgangi að styrkja og styðja við íslenskan lista- og menningarheim. Verslunin verður ansi ólík öðrum Geysisverslunum og erum við hjá Glamour gríðarlega spenntar fyrir nýrri verslun í miðbæinn. Auður Ómarsdóttir verður fyrst til að sýna í Kjallaranum, þar sem hún opnar sýninguna Hliðstæður. Sýningin samanstendur af vísbendingum um ýmsar uppgötvanir listamannsins á árinu, og eru vísbendingarnar í formi ljósmynda, teikninga, hugmynda og ferðasagna. Geysir Heima mun opna dyr sínar kl 17 í dag fyrir gestum og gangandi. Léttar veitingar í boði. Kjörið er að kíkja við í bæjarröltinu og finna til nokkrar jólagjafir.
Mest lesið Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Þessu máttu ekki missa af úr fatalínu Balmain fyrir H&M Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Settu upp alpahúfuna! Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour Konur í smóking Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Píkur á tískupallinn í New York Glamour Það má alveg láta sig dreyma Glamour