Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2017 21:15 Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC er stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu. Grafík/Stöð 2. Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. Stjórnarandstaðan lagðist gegn því að Noregur héldi áfram olíuleit við Ísland og var fjárheimildin samþykkt með aðeins tveggja atkvæða mun í þinghúsinu í Osló. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þátttaka norska ríkisins í olíuleit í lögsögu Íslands var innsigluð í Ráðherrabústaðnum fyrir fimm árum þegar íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum að viðstöddum olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, og atvinnumálaráðherra Íslands, Steingrími J. Sigfússyni, sem olíuleitin heyrði þá undir. Olíuleitin hófst formlega við athöfn í Ráðherrabústaðnum þann 4. janúar árið 2013 þegar fyrstu sérleyfunum var úthlutað að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Aðild ríkisolíufélagsins Petoro hafði áður verið samþykkt einróma í norska Stórþinginu en hún byggði á yfir þrjátíu ára samkomulagi ríkjanna um auðlindanýtingu á Jan Mayen-hryggnum, sem veitti Norðmönnum rétt á fjórðungshlutdeild Íslandsmegin. Fljótlega hófu umhverfissamtök í Noregi að beina spjótum sínum að norsku ríkisstjórninni vegna málsins. Næsti olíumálaráðherra, Tord Lien, sem norskir fjölmiðlar kölluðu Túrbó-Þórð, opnaði hins vegar á meira íslenskt olíuævintýri, eins og það var orðað í Stavanger Aftenblad, þegar hann ákvað að norska ríkið skyldi taka fullan þátt í olíuleit með Íslendingum á Drekasvæðinu, þrátt fyrir að nýgerður stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinnar mælti gegn því að Jan Mayen-svæðið skyldi opnað til olíuleitar. Þegar Petoro gerðist svo sérleyfishafi með kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC varði ráðherrann þá ákvörðun með því að Noregur væri betri fyrir olíu-Ísland heldur en Kína. Það yrði betra fyrir umhverfið að Noregur yrði með fremur en að láta kínverskt fyrirtæki eitt um að taka stjórnina. Og nú hefur olíuleitin með Íslendingum enn orðið tilefni blaðafregna í Noregi. Stórþingið samþykkti við fjárlagagerð í síðustu viku, með 52 atkvæðum gegn 50, að heimila Petoro að leggja 30 milljónir norskra króna á næsta ári í olíuleitina, en Aftenposten fullyrti að það hefði gerst þrátt fyrir að meirihluti væri gegn málinu. Súluritið sýnir þær fjárheimildir sem norska Stórþingið hefur heimilað Petoro, sem 25% aðila sérleyfisins, að verja til olíuleitar í lögsögu Íslands á hverju ári.Grafík/Hlynur Magnússon. Þegar fjárheimildir Petoro vegna olíuleitar við Ísland undanfarin ár eru bornar saman sést að þær verða álíka miklar á næsta ári og árið 2015, en fjórfalt hærri á næsta ári miðað við þetta ár. Gert er ráð fyrir að beinn leitarkostnaður Petoro hækki úr 7,1 milljón norskra króna í ár upp í 28,7 milljónir norskra króna á því næsta en því til viðbótar er stjórnunarkostnaður vegna Petoro Iceland áætlaður 1,5 milljónir norskra króna hvort ár. Petoro greiðir fjórðung kostnaðar á móti CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Tölurnar gefa til kynna að sérleyfishafarnir stefni að því að verja um einum og hálfum milljarði íslenskra króna samtals í olíuleitina á næsta ári, miðað við fjárheimildir Petoro. Í nefndaráliti við fjárlagagerðina í Stórþinginu kom fram að fulltrúar Verkamannaflokksins lögðu til að fjárheimild Petoro til olíuleitar við Ísland yrði lækkuð um 28,7 milljónir norskra króna. Fulltrúar Miðflokksins lögðu til að heimildin yrði lækkuð um 30,2 milljónir, með þeim rökum að kjarnastarfsemi Petoro ætti að vera í norskri lögsögu. Fullrúi Sósíalíska vinstriflokksins lagði sömuleiðis til að öll fjárhæðin vegna Íslands yrði skorin af en á þeirri forsendu að það væri röng stefna að Noregur tæki þátt í olíuleit á heimskautasvæðum. Fulltrúi umhverfisflokksins De Grønne lýsti sömu sjónarmiðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. 13. október 2016 20:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. Stjórnarandstaðan lagðist gegn því að Noregur héldi áfram olíuleit við Ísland og var fjárheimildin samþykkt með aðeins tveggja atkvæða mun í þinghúsinu í Osló. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þátttaka norska ríkisins í olíuleit í lögsögu Íslands var innsigluð í Ráðherrabústaðnum fyrir fimm árum þegar íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum að viðstöddum olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, og atvinnumálaráðherra Íslands, Steingrími J. Sigfússyni, sem olíuleitin heyrði þá undir. Olíuleitin hófst formlega við athöfn í Ráðherrabústaðnum þann 4. janúar árið 2013 þegar fyrstu sérleyfunum var úthlutað að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Aðild ríkisolíufélagsins Petoro hafði áður verið samþykkt einróma í norska Stórþinginu en hún byggði á yfir þrjátíu ára samkomulagi ríkjanna um auðlindanýtingu á Jan Mayen-hryggnum, sem veitti Norðmönnum rétt á fjórðungshlutdeild Íslandsmegin. Fljótlega hófu umhverfissamtök í Noregi að beina spjótum sínum að norsku ríkisstjórninni vegna málsins. Næsti olíumálaráðherra, Tord Lien, sem norskir fjölmiðlar kölluðu Túrbó-Þórð, opnaði hins vegar á meira íslenskt olíuævintýri, eins og það var orðað í Stavanger Aftenblad, þegar hann ákvað að norska ríkið skyldi taka fullan þátt í olíuleit með Íslendingum á Drekasvæðinu, þrátt fyrir að nýgerður stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinnar mælti gegn því að Jan Mayen-svæðið skyldi opnað til olíuleitar. Þegar Petoro gerðist svo sérleyfishafi með kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC varði ráðherrann þá ákvörðun með því að Noregur væri betri fyrir olíu-Ísland heldur en Kína. Það yrði betra fyrir umhverfið að Noregur yrði með fremur en að láta kínverskt fyrirtæki eitt um að taka stjórnina. Og nú hefur olíuleitin með Íslendingum enn orðið tilefni blaðafregna í Noregi. Stórþingið samþykkti við fjárlagagerð í síðustu viku, með 52 atkvæðum gegn 50, að heimila Petoro að leggja 30 milljónir norskra króna á næsta ári í olíuleitina, en Aftenposten fullyrti að það hefði gerst þrátt fyrir að meirihluti væri gegn málinu. Súluritið sýnir þær fjárheimildir sem norska Stórþingið hefur heimilað Petoro, sem 25% aðila sérleyfisins, að verja til olíuleitar í lögsögu Íslands á hverju ári.Grafík/Hlynur Magnússon. Þegar fjárheimildir Petoro vegna olíuleitar við Ísland undanfarin ár eru bornar saman sést að þær verða álíka miklar á næsta ári og árið 2015, en fjórfalt hærri á næsta ári miðað við þetta ár. Gert er ráð fyrir að beinn leitarkostnaður Petoro hækki úr 7,1 milljón norskra króna í ár upp í 28,7 milljónir norskra króna á því næsta en því til viðbótar er stjórnunarkostnaður vegna Petoro Iceland áætlaður 1,5 milljónir norskra króna hvort ár. Petoro greiðir fjórðung kostnaðar á móti CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Tölurnar gefa til kynna að sérleyfishafarnir stefni að því að verja um einum og hálfum milljarði íslenskra króna samtals í olíuleitina á næsta ári, miðað við fjárheimildir Petoro. Í nefndaráliti við fjárlagagerðina í Stórþinginu kom fram að fulltrúar Verkamannaflokksins lögðu til að fjárheimild Petoro til olíuleitar við Ísland yrði lækkuð um 28,7 milljónir norskra króna. Fulltrúar Miðflokksins lögðu til að heimildin yrði lækkuð um 30,2 milljónir, með þeim rökum að kjarnastarfsemi Petoro ætti að vera í norskri lögsögu. Fullrúi Sósíalíska vinstriflokksins lagði sömuleiðis til að öll fjárhæðin vegna Íslands yrði skorin af en á þeirri forsendu að það væri röng stefna að Noregur tæki þátt í olíuleit á heimskautasvæðum. Fulltrúi umhverfisflokksins De Grønne lýsti sömu sjónarmiðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. 13. október 2016 20:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45
Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. 13. október 2016 20:00
Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45