Flugvirkjar óttast lagasetningu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. desember 2017 12:25 Flugvirkjar segjast hafa dregið af sínum kröfum. Vísir/sigurjón Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. Annar dagur verkfalls flugvirkja hjá Iclandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda flugfarþegar og snemma í morgun var röð farin að myndast utan við söluskrifstofur Icelandair á keflavíkurflugvelli þar sem fólk reyndi að fá úrlausn sinna mála. Sjö flugferðum til og frá Evrópu og ellefu ferðum til og frá Ameríku og Kanada hefur verið aflýst.Samningafundi Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands var slitið um klukkan fjögur í nótt án þess að viðræður höfðu borið árangur og segir formaður Flugvirkjafélagins að félagið hafa svarað tilboði Icelandair en því hafi verið hafnað.Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við höfum hnikað verulega frá okkar upphaflegu kröfu, það er alveg ljóst. Við lögðum fram tilboð sem var svar okkar við því tilboði sem við fengum frá viðsemjendum okkar og það innihélt svona mestmegnis þær kröfur sem að við höfum verið með en það var búið að lengja í samningstímanum og við töldum það vera leið til sátta,“ segir Óskar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skoða verði heildarmyndina þegar samið verði við flugvirkja og að þeirra samningur muni hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Allar hækkanir sem fram koma í samningi SA við Flugvirkjafélagið munu flæða yfir í aðra kjarasamninga hvern á fætur öðrum þangað til síðasta vígi efnahagslegs stöðugleika verður fallið. Þetta er ástæða þess að Samtök atvinnulífsins verða að standa í lappirnar,“ segir Halldór. Formaður Flugvirkjafélagsins segist telja að Samtök atvinnulífsins og Icelandair bíði eftir að stjórnvöld grípi inn í deiluna og setji lög á verkfallið.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gva„Eftir nóttina í nótt þá svona lyktar umhverfið allt í þá átt. Ég myndi segja það að það væri hugsanlega það sem okkar viðsemjendur eru að vona að geta beitt,“ segir Óskar Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að grunur leikur á að verkfallsbrot hafi verið fram þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst gær morgun og segir Óskar að það sé í skoðun hjá félaginu. „Það hefur ekki komið formlega komið inn á okkar borð en vissulega höfum við frétt af því,“ segir Óskar. „Það er einhver grunur um það að menn sem að eru allavega að vinna innan tæknideildarinnar hafi sést á vettvangi þar sem þeir eru vanir að vera dags daglega.“ Óskar segir verkfallið farið að kosta Icelandair verulega fjármuni. „Þetta er farið að kosta þá allavega mun meira heldur en ber á milli, það er alveg ljóst. Það eru einhverjar undarlegar hvatir sem eru á bak við þetta á þessum tímapunkti,“ segir Óskar. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. Annar dagur verkfalls flugvirkja hjá Iclandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda flugfarþegar og snemma í morgun var röð farin að myndast utan við söluskrifstofur Icelandair á keflavíkurflugvelli þar sem fólk reyndi að fá úrlausn sinna mála. Sjö flugferðum til og frá Evrópu og ellefu ferðum til og frá Ameríku og Kanada hefur verið aflýst.Samningafundi Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands var slitið um klukkan fjögur í nótt án þess að viðræður höfðu borið árangur og segir formaður Flugvirkjafélagins að félagið hafa svarað tilboði Icelandair en því hafi verið hafnað.Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við höfum hnikað verulega frá okkar upphaflegu kröfu, það er alveg ljóst. Við lögðum fram tilboð sem var svar okkar við því tilboði sem við fengum frá viðsemjendum okkar og það innihélt svona mestmegnis þær kröfur sem að við höfum verið með en það var búið að lengja í samningstímanum og við töldum það vera leið til sátta,“ segir Óskar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skoða verði heildarmyndina þegar samið verði við flugvirkja og að þeirra samningur muni hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Allar hækkanir sem fram koma í samningi SA við Flugvirkjafélagið munu flæða yfir í aðra kjarasamninga hvern á fætur öðrum þangað til síðasta vígi efnahagslegs stöðugleika verður fallið. Þetta er ástæða þess að Samtök atvinnulífsins verða að standa í lappirnar,“ segir Halldór. Formaður Flugvirkjafélagsins segist telja að Samtök atvinnulífsins og Icelandair bíði eftir að stjórnvöld grípi inn í deiluna og setji lög á verkfallið.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gva„Eftir nóttina í nótt þá svona lyktar umhverfið allt í þá átt. Ég myndi segja það að það væri hugsanlega það sem okkar viðsemjendur eru að vona að geta beitt,“ segir Óskar Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að grunur leikur á að verkfallsbrot hafi verið fram þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst gær morgun og segir Óskar að það sé í skoðun hjá félaginu. „Það hefur ekki komið formlega komið inn á okkar borð en vissulega höfum við frétt af því,“ segir Óskar. „Það er einhver grunur um það að menn sem að eru allavega að vinna innan tæknideildarinnar hafi sést á vettvangi þar sem þeir eru vanir að vera dags daglega.“ Óskar segir verkfallið farið að kosta Icelandair verulega fjármuni. „Þetta er farið að kosta þá allavega mun meira heldur en ber á milli, það er alveg ljóst. Það eru einhverjar undarlegar hvatir sem eru á bak við þetta á þessum tímapunkti,“ segir Óskar.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57