Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson skrifar 18. desember 2017 07:00 Maður nokkur fær sér einn góðan veðurdag heldur mikið í staupinu. Hann ákveður nú samt að keyra af stað á sínum nýja fjallabíl en þá tekst ekki betur til en svo að honum verður laus bensínfóturinn. Hann keyrir utan í þrjá bíla, fótbrýtur mann á gangbraut og endar för sína á ljósastaur, en sleppur sjálfur lítt meiddur. Sú skylda hvílir á framkvæmdaaðila, í þessu tilviki ökumanninum, að láta gera mat á þeim áhrifum sem hann hefur valdið með ölvunarakstri sínum og leggja fram tillögur um úrbætur og mótvægisaðgerðir. Hann fær lögfræðing og góðan kunningja sinn til að gera matsskýrsluna: Í skýrslunni er sýnt fram á að rispur og beyglur á þremur bílum séu smáræði. Umræddir bílar eru eldri og ódýrari en sá sem tjóninu olli, og hafa sennilega verið bæði rispaðir og beyglaðir fyrir. Rétting og sprautun sé hluti af eðlilegu viðhaldi. Sjálfur þurfi framkvæmdaaðili að kosta dýra viðgerð á eigin bíl, og í þeim samanburði séu viðgerðir á hinum bílunum léttvægar. Áhrif á bílana teljast óveruleg og afturkræf. Tiltölulega einfalt er að meðhöndla fótbrot. Það veldur yfirleitt ekki skertri starfsgetu nema skamma hríð meðan brotið er að gróa. Góð reynsla er af fjölbreyttum mótvægisaðgerðum, eins og að ganga við staf, hækju eða – ef um slæmt brot er að ræða – göngugrind. Skaði hins slasaða telst því tímabundið nokkuð neikvæður en að mestu afturkræfur, og með hjálp mótvægisaðgerða verður hann aldrei meiri en óverulegur til lengri tíma litið. Skýrslan metur tjón á ljósastaur vissulega talsvert neikvætt fyrir götuhornið þar sem staurinn stóð. Þar er nú myrkt eftir að skyggja tekur og slysahætta mikil, en fyrir hverfið í heild, og sé litið til sveitarfélagsins alls, er tjónið metið óverulegt. Þetta var ekkert sérstakur ljósastaur, og því engin eftirsjá í honum. Lagt er til að fyrst um sinn verði vöktun á þessu horni með því að setja upp vefmyndavél við gangbrautina. Tjónið er afturkræft og óverulegt fyrir sveitarfélagið í heild. Þessi litla saga af slysi er nánast orðrétt upp úr frummatsskýrslu um umhverfisáhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal, sem birt var 7. september sl., nema að því leyti að hér er talað um mat á umferðarslysi vegna ölvunaraksturs en í frummatsskýrslunni er talað um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunarframkvæmda.Umhverfisslys er skipulagt Munur á umferðarslysi og umhverfisslysi er aðallega sá að umferðarslys er óhapp, sem enginn ætlar sér og ekki er unnt að meta fyrr en skaðinn er skeður. Umhverfisslys er hins vegar vandlega undirbúið og skipulagt, eins og það sem nú er í uppsiglingu í Bárðardal, og umhverfisáhrifin eru fyrirsjáanleg og metin fyrirfram af sérfræðingum. Álit þeirra er síðan matreitt af framkvæmdaaðila sjálfum eða verkfræðistofu hans, sem gerir lítið úr öllu á sama hátt og gert var hér að ofan. Þeir sem gefa út leyfi til að framkvæma umhverfisslys byggja ákvörðun sína á þeirri matreiðslu, eins og sjá má af eftirfarandi umsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 27. september, þrem vikum eftir að frummatsskýrslan var auglýst til umsagnar: „Sveitarstjórn […] telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim.“ Skipulagsstofnun bárust alls 72 umsagnir um skýrsluna og þar af allmargar sem sýndu fram á með rökum að hún er engan veginn fullnægjandi og framkvæmdin öll hið mesta óráð. Hér með er skorað á sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að lesa frummatsskýrsluna betur í ljósi athugasemda og ræða þann möguleika í fullri alvöru að samþykkja EKKI fyrirhugaða virkjunarframkvæmd, ekki frekar en við samþykkjum ölvunarakstur í sveitarfélagi okkar.Höfundur er stjórnarmaður í Verndarfélagi Svartár og Suðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Maður nokkur fær sér einn góðan veðurdag heldur mikið í staupinu. Hann ákveður nú samt að keyra af stað á sínum nýja fjallabíl en þá tekst ekki betur til en svo að honum verður laus bensínfóturinn. Hann keyrir utan í þrjá bíla, fótbrýtur mann á gangbraut og endar för sína á ljósastaur, en sleppur sjálfur lítt meiddur. Sú skylda hvílir á framkvæmdaaðila, í þessu tilviki ökumanninum, að láta gera mat á þeim áhrifum sem hann hefur valdið með ölvunarakstri sínum og leggja fram tillögur um úrbætur og mótvægisaðgerðir. Hann fær lögfræðing og góðan kunningja sinn til að gera matsskýrsluna: Í skýrslunni er sýnt fram á að rispur og beyglur á þremur bílum séu smáræði. Umræddir bílar eru eldri og ódýrari en sá sem tjóninu olli, og hafa sennilega verið bæði rispaðir og beyglaðir fyrir. Rétting og sprautun sé hluti af eðlilegu viðhaldi. Sjálfur þurfi framkvæmdaaðili að kosta dýra viðgerð á eigin bíl, og í þeim samanburði séu viðgerðir á hinum bílunum léttvægar. Áhrif á bílana teljast óveruleg og afturkræf. Tiltölulega einfalt er að meðhöndla fótbrot. Það veldur yfirleitt ekki skertri starfsgetu nema skamma hríð meðan brotið er að gróa. Góð reynsla er af fjölbreyttum mótvægisaðgerðum, eins og að ganga við staf, hækju eða – ef um slæmt brot er að ræða – göngugrind. Skaði hins slasaða telst því tímabundið nokkuð neikvæður en að mestu afturkræfur, og með hjálp mótvægisaðgerða verður hann aldrei meiri en óverulegur til lengri tíma litið. Skýrslan metur tjón á ljósastaur vissulega talsvert neikvætt fyrir götuhornið þar sem staurinn stóð. Þar er nú myrkt eftir að skyggja tekur og slysahætta mikil, en fyrir hverfið í heild, og sé litið til sveitarfélagsins alls, er tjónið metið óverulegt. Þetta var ekkert sérstakur ljósastaur, og því engin eftirsjá í honum. Lagt er til að fyrst um sinn verði vöktun á þessu horni með því að setja upp vefmyndavél við gangbrautina. Tjónið er afturkræft og óverulegt fyrir sveitarfélagið í heild. Þessi litla saga af slysi er nánast orðrétt upp úr frummatsskýrslu um umhverfisáhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal, sem birt var 7. september sl., nema að því leyti að hér er talað um mat á umferðarslysi vegna ölvunaraksturs en í frummatsskýrslunni er talað um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunarframkvæmda.Umhverfisslys er skipulagt Munur á umferðarslysi og umhverfisslysi er aðallega sá að umferðarslys er óhapp, sem enginn ætlar sér og ekki er unnt að meta fyrr en skaðinn er skeður. Umhverfisslys er hins vegar vandlega undirbúið og skipulagt, eins og það sem nú er í uppsiglingu í Bárðardal, og umhverfisáhrifin eru fyrirsjáanleg og metin fyrirfram af sérfræðingum. Álit þeirra er síðan matreitt af framkvæmdaaðila sjálfum eða verkfræðistofu hans, sem gerir lítið úr öllu á sama hátt og gert var hér að ofan. Þeir sem gefa út leyfi til að framkvæma umhverfisslys byggja ákvörðun sína á þeirri matreiðslu, eins og sjá má af eftirfarandi umsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 27. september, þrem vikum eftir að frummatsskýrslan var auglýst til umsagnar: „Sveitarstjórn […] telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim.“ Skipulagsstofnun bárust alls 72 umsagnir um skýrsluna og þar af allmargar sem sýndu fram á með rökum að hún er engan veginn fullnægjandi og framkvæmdin öll hið mesta óráð. Hér með er skorað á sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að lesa frummatsskýrsluna betur í ljósi athugasemda og ræða þann möguleika í fullri alvöru að samþykkja EKKI fyrirhugaða virkjunarframkvæmd, ekki frekar en við samþykkjum ölvunarakstur í sveitarfélagi okkar.Höfundur er stjórnarmaður í Verndarfélagi Svartár og Suðurár.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun