Pabbar eiga líka börn Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Þú gengur inn á leikskóladeildina og heyrir kallað: „Matta, pabbi þinn er kominn!“ Upp úr kubbakassanum lítur dóttir þín. Risastórt bros breiðist yfir andlitið, hún hleypur til þín og knúsar þig fast og þið haldið saman út í verkefni kvöldsins. – Þetta er reynsla sem við vorum að neita allt of mörgum samstarfsmönnum okkar um með föstum 10 klukkutíma vinnudegi, sem við höfum nú aflagt. Við höfum heldur engan áhuga á því að okkar vinnustaður sé notaður sem afsökun fyrir því að konur beri hitann og þungann af heimilisrekstrinum. Þess vegna höfum við gert átak í því hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum – Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – að gera vinnutíma hópa, þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta, skaplegri.Mikill árangur OR hefur náð þeim árangri að konur eru nú fleiri en karlar í stjórnunarstörfum og óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast horfinn. Við erum stolt af þessum árangri. Við horfum hins vegar upp á mjög kynjaskiptan vinnustað. Starfsemin krefst fjölda flinkra fagmanna og 95% iðnaðarmanna eru karlar. Ein leiðin til að fást við það ójafnvægi er að kynna ungum konum þessi störf. Það erum við að gera í samstarfi við Árbæjarskóla. Ýmis hefðbundin vinnutilhögun hjá iðnaðarmönnum er hins vegar ekki freistandi fyrir fólk sem vill eiga blómlegt heimilislíf, hvorki karla né konur.Vinnustaðirnir verða að taka þátt Staðan var þannig að iðnaðarmenn og útivinnufólk hjá okkur vann 10 tíma vinnudag; mættu klukkan hálfátta á morgnana og stimpluðu sig út klukkan hálfsex. Það fóru ekki margir þeirra með börnin sín á leikskólann eða sóttu þau. Um mitt ár 2014 klipum við klukkutíma aftan af vinnudeginum. Áfram var mætt hálfátta. Við vorum samt áfram þátttakendur í kerfi sem gerði þessum körlum illmögulegt að axla ábyrgð á við maka sinn innan veggja heimilisins. Við ýttum líka undir það að laun iðnaðarfólks séu að verulegu leyti vegna yfirvinnu. Ýmis gögn benda til að langir vinnudagar dragi hvort tveggja úr afköstum og starfsánægju. Nýlegar rannsóknir benda allar til að konur beri að jafnaði hitann og þungann hvort tveggja af umönnun barna og heimilisstörfum. Það lætur nærri að hjá hjónum af sitthvoru kyninu sé tímaskiptingin þannig að konan sjái um þetta að 70 prósentum. Þegar þetta mynstur er svona skakkt og svona útbreitt getum við ekki lagt það á einstök heimili að rétta þetta af; fyrirtækin – vinnustaðirnir – verða að koma þar að.Samkomulag um styttan vinnudag Það er í þessu ljósi sem við stigum næsta skref. Í samkomulagi við starfsfólk og stéttarfélög þess höfum við stytt almennan vinnutíma vinnuflokka Veitna og hjá starfsfólki virkjana Orku náttúrunnar niður í það sem gengur og gerist, eða átta tíma á dag. Vinnudagurinn hefst núna klukkan 8:20 og lýkur klukkan 16:15. Samhliða breytum við verklagi til að gera það skilvirkara og við trúum því að afköstin verði ekki minni en fyrir breytingu. Fleiri en níu af hverjum tíu þeirra sem breytingarnar ná til eru karlar; iðnaðarmenn og verkafólk. Eftir breytinguna eiga þau betra með að eiga líf utan vinnustaðarins og taka þátt í því. Svo vonum við auðvitað að vinnutíminn verði síður hindrun í vegi þess að konur leggi fyrir sig þau störf sem við vorum að breyta. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda eins og okkar öflugu körlum.Höfundur er starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Þú gengur inn á leikskóladeildina og heyrir kallað: „Matta, pabbi þinn er kominn!“ Upp úr kubbakassanum lítur dóttir þín. Risastórt bros breiðist yfir andlitið, hún hleypur til þín og knúsar þig fast og þið haldið saman út í verkefni kvöldsins. – Þetta er reynsla sem við vorum að neita allt of mörgum samstarfsmönnum okkar um með föstum 10 klukkutíma vinnudegi, sem við höfum nú aflagt. Við höfum heldur engan áhuga á því að okkar vinnustaður sé notaður sem afsökun fyrir því að konur beri hitann og þungann af heimilisrekstrinum. Þess vegna höfum við gert átak í því hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum – Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – að gera vinnutíma hópa, þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta, skaplegri.Mikill árangur OR hefur náð þeim árangri að konur eru nú fleiri en karlar í stjórnunarstörfum og óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast horfinn. Við erum stolt af þessum árangri. Við horfum hins vegar upp á mjög kynjaskiptan vinnustað. Starfsemin krefst fjölda flinkra fagmanna og 95% iðnaðarmanna eru karlar. Ein leiðin til að fást við það ójafnvægi er að kynna ungum konum þessi störf. Það erum við að gera í samstarfi við Árbæjarskóla. Ýmis hefðbundin vinnutilhögun hjá iðnaðarmönnum er hins vegar ekki freistandi fyrir fólk sem vill eiga blómlegt heimilislíf, hvorki karla né konur.Vinnustaðirnir verða að taka þátt Staðan var þannig að iðnaðarmenn og útivinnufólk hjá okkur vann 10 tíma vinnudag; mættu klukkan hálfátta á morgnana og stimpluðu sig út klukkan hálfsex. Það fóru ekki margir þeirra með börnin sín á leikskólann eða sóttu þau. Um mitt ár 2014 klipum við klukkutíma aftan af vinnudeginum. Áfram var mætt hálfátta. Við vorum samt áfram þátttakendur í kerfi sem gerði þessum körlum illmögulegt að axla ábyrgð á við maka sinn innan veggja heimilisins. Við ýttum líka undir það að laun iðnaðarfólks séu að verulegu leyti vegna yfirvinnu. Ýmis gögn benda til að langir vinnudagar dragi hvort tveggja úr afköstum og starfsánægju. Nýlegar rannsóknir benda allar til að konur beri að jafnaði hitann og þungann hvort tveggja af umönnun barna og heimilisstörfum. Það lætur nærri að hjá hjónum af sitthvoru kyninu sé tímaskiptingin þannig að konan sjái um þetta að 70 prósentum. Þegar þetta mynstur er svona skakkt og svona útbreitt getum við ekki lagt það á einstök heimili að rétta þetta af; fyrirtækin – vinnustaðirnir – verða að koma þar að.Samkomulag um styttan vinnudag Það er í þessu ljósi sem við stigum næsta skref. Í samkomulagi við starfsfólk og stéttarfélög þess höfum við stytt almennan vinnutíma vinnuflokka Veitna og hjá starfsfólki virkjana Orku náttúrunnar niður í það sem gengur og gerist, eða átta tíma á dag. Vinnudagurinn hefst núna klukkan 8:20 og lýkur klukkan 16:15. Samhliða breytum við verklagi til að gera það skilvirkara og við trúum því að afköstin verði ekki minni en fyrir breytingu. Fleiri en níu af hverjum tíu þeirra sem breytingarnar ná til eru karlar; iðnaðarmenn og verkafólk. Eftir breytinguna eiga þau betra með að eiga líf utan vinnustaðarins og taka þátt í því. Svo vonum við auðvitað að vinnutíminn verði síður hindrun í vegi þess að konur leggi fyrir sig þau störf sem við vorum að breyta. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda eins og okkar öflugu körlum.Höfundur er starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun