Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir komust hvorugar áfram í undanúrslit á Evrópumeistarmótinu í 25 metra laug sem haldið er í Royal aren í Kaupmannahöfn.
Ingibjörg synti á 27,42 sekúndum í undanrásum í 50 metra baksundi á meðan Eygló synti á 27,92 sekúndum. Ingibjörg hafnaði í 22.sæti en Eygló Ósk endaði í 31.sæti en 47 keppendur mættu til leiks.
Aron Örn Stefánsson komst heldur ekki áfram í undanúrslit í 100 metra skriðsundi en hann synti á tímanum 49,11 sekúndum.
Ingibjörg og Eygló hvorugar áfram
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið



Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað
Íslenski boltinn


„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn



Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna
Íslenski boltinn


Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu
Handbolti