Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 11:29 Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ, var einn fjögurra sem Sigríður Á. Andersen tók af lista dómnefndar. vísir/eyþór Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Eiríkur var einn þeirra fimmtán sem dómnefnd lagði til að skipaður yrði í Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á tillögu nefndarinnar og var Eiríkur einn hinna fjögurra sem skipt var út. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Tveir hinna fjögurra, lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson, stefndu ríkinu fyrr á árinu. Lauk málinu í Hæstarétti fyrr í mánuðinum með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísað meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað þriðji umsækjandinn sem Sigríður skipti út af lista dómnefndar, héraðsdómarinn Jón Höskuldsson, að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Eiríkur Jónsson varð fertugur á árinu og á 27 ár eftir á vinnumarkaði sé miðað við hefðbundinn eftirlaunaaldur. Auk þess eru laun lagaprófessora við háskólastofnun önnur og lægri en héraðsdómara. Þá eru þau, samkvæmt upplýsingum af vef félags prófessora, líklega um einni milljón lægri en laun dómara við Landsrétt, sem eru um 1,7 milljón króna. Eiríkur gæti því sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum og eru þá ekki taldar með lífeyrisgreiðslur. Ekki er gerð nein krafa um upphæð í stefnu Eiríks. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu að stefnan hefði verið send ríkinu í gær en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hafa því allir fjórir umsækjendurnir sem dómsmálaráðherra skipti út af lista dómnefndarinnar stefnt ríkinu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Eiríkur var einn þeirra fimmtán sem dómnefnd lagði til að skipaður yrði í Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á tillögu nefndarinnar og var Eiríkur einn hinna fjögurra sem skipt var út. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Tveir hinna fjögurra, lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson, stefndu ríkinu fyrr á árinu. Lauk málinu í Hæstarétti fyrr í mánuðinum með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísað meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað þriðji umsækjandinn sem Sigríður skipti út af lista dómnefndar, héraðsdómarinn Jón Höskuldsson, að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Eiríkur Jónsson varð fertugur á árinu og á 27 ár eftir á vinnumarkaði sé miðað við hefðbundinn eftirlaunaaldur. Auk þess eru laun lagaprófessora við háskólastofnun önnur og lægri en héraðsdómara. Þá eru þau, samkvæmt upplýsingum af vef félags prófessora, líklega um einni milljón lægri en laun dómara við Landsrétt, sem eru um 1,7 milljón króna. Eiríkur gæti því sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum og eru þá ekki taldar með lífeyrisgreiðslur. Ekki er gerð nein krafa um upphæð í stefnu Eiríks. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu að stefnan hefði verið send ríkinu í gær en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hafa því allir fjórir umsækjendurnir sem dómsmálaráðherra skipti út af lista dómnefndarinnar stefnt ríkinu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42