Kirkjufellsfossinn fagri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu tiltekna sjónarhorni. Bílastæði eru örfá og gríðarlegt umferðaröngþveiti myndast við þjóðveginn þar sem ægir saman stærðarinnar langferðabílum og smæstu bílaleigubílum. Slysahættan er áþreifanleg og mannslíf í stanslausri hættu. Ég hef undrast það hvers vegna landeigendur hafi ekki gert bragarbót á, öllum til heilla, og komist að því að þeir vilja hreinlega ekki að ferðamenn komi inn á svæðið. Þeir hafa reynt að loka svæðið af, þrengt inngang að bílastæðum, sett lása á öll hlið og jafnvel öskrað á ferðamenn sem þarna koma. Lokanirnar á svæðinu eru reyndar orðnar svo umfangsmiklar að Grundfirðingar geta ekki lengur gengið um svæðið eins og áður. Þarna væri með litlum tilkostnaði hægt að koma upp þjónustumiðstöð með góðu bílastæði og varningi til sölu. Miðað við fjölda ferðamanna daglega mætti þéna vel á því. Merkilegast við afstöðu landeigandans, eða þess sem á 70% af landinu, er að hann býr ekki sjálfur í Grundarfirði heldur í útlöndum. Og hann er þekktur fyrir það að ferðast og njóta náttúruperla í öðrum löndum á sama tíma og hann gerir hvað hann getur til að halda ferðamönnum frá Kirkjufellsfossi. Þannig að í stað þess að koma upp aðstöðu fyrir ferðafólkið, og eflaust hagnast, þá mun þessi tiltekni landeigandi hafa slysin sem verða á svæðinu á samvisku sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu tiltekna sjónarhorni. Bílastæði eru örfá og gríðarlegt umferðaröngþveiti myndast við þjóðveginn þar sem ægir saman stærðarinnar langferðabílum og smæstu bílaleigubílum. Slysahættan er áþreifanleg og mannslíf í stanslausri hættu. Ég hef undrast það hvers vegna landeigendur hafi ekki gert bragarbót á, öllum til heilla, og komist að því að þeir vilja hreinlega ekki að ferðamenn komi inn á svæðið. Þeir hafa reynt að loka svæðið af, þrengt inngang að bílastæðum, sett lása á öll hlið og jafnvel öskrað á ferðamenn sem þarna koma. Lokanirnar á svæðinu eru reyndar orðnar svo umfangsmiklar að Grundfirðingar geta ekki lengur gengið um svæðið eins og áður. Þarna væri með litlum tilkostnaði hægt að koma upp þjónustumiðstöð með góðu bílastæði og varningi til sölu. Miðað við fjölda ferðamanna daglega mætti þéna vel á því. Merkilegast við afstöðu landeigandans, eða þess sem á 70% af landinu, er að hann býr ekki sjálfur í Grundarfirði heldur í útlöndum. Og hann er þekktur fyrir það að ferðast og njóta náttúruperla í öðrum löndum á sama tíma og hann gerir hvað hann getur til að halda ferðamönnum frá Kirkjufellsfossi. Þannig að í stað þess að koma upp aðstöðu fyrir ferðafólkið, og eflaust hagnast, þá mun þessi tiltekni landeigandi hafa slysin sem verða á svæðinu á samvisku sinni.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar