Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2017 17:36 Sérstakur aukafundur var haldinn í allsherjarþinginu í dag. Vísir/AFP Ályktun þar sem þess er krafist að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ísland greiddi atkvæði með tillögunni. Alls greiddu 128 af 193 ríkjum atkvæði með tillögunni þrátt fyrir hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að svipta ríki sem greiddu atkvæði gegn honum fjárstuðningi, að því er kemur fram í frétt BBC. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá en níu kusu á móti Ályktunin er ekki bindandi en New York Times lýsir samþykkt hennar sem „stingandi ávítum“ fyrir ríkisstjórn Trump. Bandaríkin eru ekki nefnd á nafn í ályktuninni en hún beinist að ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. Ísraels stjórnvöld hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna og kallaði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra, allsherjarþingið „hús lyganna“ í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram á sérstökum aukafundi í allsherjarþinginu sem araba- og múslimaríki óskuðu eftir. Svipuð tillaga var felld í öryggisráðinu með neitunarvaldi Bandaríkjamanna á mánudag. Hin fjórtán ríkin sem eiga sæti í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Auk Bandaríkjanna og Ísraels greiddu Gvatemala, Nárú, Hondúras, Marshall-eyjar, Palá og Tógó atkvæði gegn ályktuninni. Tengdar fréttir Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Ályktun þar sem þess er krafist að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ísland greiddi atkvæði með tillögunni. Alls greiddu 128 af 193 ríkjum atkvæði með tillögunni þrátt fyrir hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að svipta ríki sem greiddu atkvæði gegn honum fjárstuðningi, að því er kemur fram í frétt BBC. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá en níu kusu á móti Ályktunin er ekki bindandi en New York Times lýsir samþykkt hennar sem „stingandi ávítum“ fyrir ríkisstjórn Trump. Bandaríkin eru ekki nefnd á nafn í ályktuninni en hún beinist að ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. Ísraels stjórnvöld hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna og kallaði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra, allsherjarþingið „hús lyganna“ í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram á sérstökum aukafundi í allsherjarþinginu sem araba- og múslimaríki óskuðu eftir. Svipuð tillaga var felld í öryggisráðinu með neitunarvaldi Bandaríkjamanna á mánudag. Hin fjórtán ríkin sem eiga sæti í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Auk Bandaríkjanna og Ísraels greiddu Gvatemala, Nárú, Hondúras, Marshall-eyjar, Palá og Tógó atkvæði gegn ályktuninni.
Tengdar fréttir Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43