Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 21:00 Á myndunum má sjá hversu illa farinn jakki mannsins og sæti bílsins eru eftir brunann. Vísir/aðsend Íslenskur maður sem notar rafrettu var á ferð í bíl sínum, með rafrettuna í vasanum þegar tækið sprakk. Eldur logaði í vasa mannsins og brenndi sig í gegnum jakkavasa hans og skemmdi leðursæti bílsins. Rafhlaða rafrettunnar hafði nýlega verið keypt í söluturninum Póló á Bústaðavegi og starfsmaður verslunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist með vöru selda hjá þeim. Kristvin Guðmundsson, maður tengdur þeim sem lenti í atvikinu, furðar sig á því regluleysi sem ríkir í kringum notkun rafretta og sölu á þeim. „Þetta er vara sem er á gráu svæði og ekkert eftirlit með þessu. Það virðist hver sem er geta gengið þarna inn og keypt sér vökva eða tæki, börn og aðrir. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk og aðrir sem reykja rafsígarettur séu með þetta í hleðslu við hliðina á rúmum sínum ef það er þekkt að svona lagað springi eða það kvikni í því,“ segir Kristvin. Eigandi rafrettunnar stökk út úr bílnum þegar hann varð var við sprenginguna til þess að reyna að slökkva eldinn sem hafði fest sig í jakka hans. Jakkinn er ónýtur og sætið í bílnum er einnig sviðið og skemmt. „Þetta eru tímasprengjur. Hvað ef þetta hefði sprungið í andlitið á unglingi? Eða bara einhverjum einstaklingi? Þessi batterí sem eru í þessu eru stórhættuleg. Fólk er með þetta við rúmið sitt eða jafnvel uppi í rúmi rétt eins með símana sína,“ segir Kristvin. Kristvin segir að þetta sé sorglegt. „Það þarf alltaf eitthvað slys til þess að fólk vakni og geri sér grein fyrir hættunni. Svona lagað gerist líka á Íslandi.“ Starfsmaður Póló sem Vísir náði tali af segir að maðurinn muni fá þetta að fullu bætt og að verslunin muni hafa samband við sitt tryggingafélag eftir helgi. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að slíkt tæki springi svaraði starfsmaðurinn því að öll raftæki geti sprungið. „Ég nenni ekki að svara þessu í síma, þú getur bara farið á netið og googlað það. Það geta öll raftæki sprungið. Ég er ekki búinn að sjá rettuna þannig að það er erfitt að tjá mig um þetta eins og er.“ Rafrettur Tengdar fréttir Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Íslenskur maður sem notar rafrettu var á ferð í bíl sínum, með rafrettuna í vasanum þegar tækið sprakk. Eldur logaði í vasa mannsins og brenndi sig í gegnum jakkavasa hans og skemmdi leðursæti bílsins. Rafhlaða rafrettunnar hafði nýlega verið keypt í söluturninum Póló á Bústaðavegi og starfsmaður verslunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist með vöru selda hjá þeim. Kristvin Guðmundsson, maður tengdur þeim sem lenti í atvikinu, furðar sig á því regluleysi sem ríkir í kringum notkun rafretta og sölu á þeim. „Þetta er vara sem er á gráu svæði og ekkert eftirlit með þessu. Það virðist hver sem er geta gengið þarna inn og keypt sér vökva eða tæki, börn og aðrir. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk og aðrir sem reykja rafsígarettur séu með þetta í hleðslu við hliðina á rúmum sínum ef það er þekkt að svona lagað springi eða það kvikni í því,“ segir Kristvin. Eigandi rafrettunnar stökk út úr bílnum þegar hann varð var við sprenginguna til þess að reyna að slökkva eldinn sem hafði fest sig í jakka hans. Jakkinn er ónýtur og sætið í bílnum er einnig sviðið og skemmt. „Þetta eru tímasprengjur. Hvað ef þetta hefði sprungið í andlitið á unglingi? Eða bara einhverjum einstaklingi? Þessi batterí sem eru í þessu eru stórhættuleg. Fólk er með þetta við rúmið sitt eða jafnvel uppi í rúmi rétt eins með símana sína,“ segir Kristvin. Kristvin segir að þetta sé sorglegt. „Það þarf alltaf eitthvað slys til þess að fólk vakni og geri sér grein fyrir hættunni. Svona lagað gerist líka á Íslandi.“ Starfsmaður Póló sem Vísir náði tali af segir að maðurinn muni fá þetta að fullu bætt og að verslunin muni hafa samband við sitt tryggingafélag eftir helgi. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að slíkt tæki springi svaraði starfsmaðurinn því að öll raftæki geti sprungið. „Ég nenni ekki að svara þessu í síma, þú getur bara farið á netið og googlað það. Það geta öll raftæki sprungið. Ég er ekki búinn að sjá rettuna þannig að það er erfitt að tjá mig um þetta eins og er.“
Rafrettur Tengdar fréttir Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00