Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2018 08:00 Bensínverð hjá Costco er það lægsta á Íslandi. koma þeirra hefur ekki togað niður verð hinna olíufélaganna mikið niður. vísir/eyþór Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bensíni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heimslistans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf takmörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsilega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinberar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágrannalöndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Meginniðurstaðan er sú að við þurfum að lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalöndum okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú endurskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samgöngur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bensíni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heimslistans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf takmörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsilega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinberar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágrannalöndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Meginniðurstaðan er sú að við þurfum að lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalöndum okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú endurskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samgöngur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira