14 ráð í átt að umhverfisvænni lífstíl Ritstjórn skrifar 1. janúar 2018 21:30 Glamour/Getty Oft var þörf en ný er nauðsyn. Við höfum öll fylgst með því sem er að gerast í heiminum í dag, þar sem aldrei hefur verið jafn mikil þörfá að við tökum málin í okkar hendur og hugsum vel um jörðina okkar. Margt smátt gerir eitt stórtog það er kominn tími til að vera meðvitaður um eigið neyslumunstur og hegðun. Nú á fyrsta degi nýs árs er tilvalið að tileinka sér nýjar venjur sem er gott fyrir umhverfið og samfélagið. Glamour tók saman nokkra punkta sem vert er að hafa á bak við eyrað – til að #makeourplanetgreatagain. 1. Þvoum á lægri hita Nær allar þvottavélar nota rafmagn til vatnshitunar og því sparast mikil orka við að þvo á eins lágum hita og við getum hverju sinni.2. Hengjum þvottinn upp Þurrkarar nota mikið rafmagn og eins mikið og þeir einfalda okkur lífið þá er betra að nota þá í hófi. Þar að auki slitna fötin líka síður ef þau eru hengd upp. Svo er hægt að nýta sumarið núna til að hengja þvottinn út – frísklegra gerist það varla.3. Flokkum! Það getur virst flókið að byrja að flokka en það venst fljótt. Flestir krakkar eru orðnir vanir því að flokka í skólunum og vinnustaðir eru margir hverjir byrjaðir að flokka allt sorp. Um að gera að koma heimilinu í sama gír.4. Slökkvum ljósinRafmagn er kannski í ódýrari kantinum hér heima miðað við önnur lönd en það er óþarfi að sóa því og vera með kveikt ljósin í mannlausum herbergjum.5. Þekkjum upprunann Skoðum hvaðan varan kemur sem við kaupum, kíkjum á hvað vottanir og merkingar á matvælum og fatnaði þýða áður en við kaupum. Alveg eins og við erum nú orðin meðvituð um hvað varan kostar, gerum kröfu um að vita hvernig þær vörur sem við eyðum peningum í eru framleiddar. 6. Gerum við fötin okkarNú er komið að því að fara aftur að stoppa í sokka. Kannski ekki alveg, en hugsum okkur tvisvar um áður en við hendum flíkum sem við teljum vera ónýtar. Er hægt að gera við eða breyta flíkinni til að gefa henni nýtt líf? Stytta gallabuxur sem eru í ljótu sniði eða breyta í gallapils?7. PlastpokabannTökum með okkur taupoka í búðina, eða hreinlega endurnýtum þá poka sem fyrir eru á heimilinu. Mörg heimili eru með fullar skúffur af plastpokum sem hægt er að nota oftar en einu sinni. Svo kosta plastpokarnir líka pening, safnast þegar saman kemur. Hvað eigum við að nota í ruslatunnuna ef við erum ekki með plastpoka? Það segir sig sjálft að ef við flokkum og erum meira meðvituð um hvað við setjum í ruslatunnuna, þá þurfum við færri poka. Kaupum frekar rúllu af pokum sem endist lengi, nú eða notum maíspoka.8. Frystum gallabuxur Það eiga flestir ef ekki allir eins og eitt par af gallabuxum uppi í skáp en gallaefni, sem upphaflega var búið til fyrir verkamenn, á að þola ýmislegt. Það þarf ekki að þvo gallabuxur jafn oft og annan fatnað. Til að ná lykt úr þeim er sniðugt að setja gallabuxur í frysti yfir nótt - þær koma brakandi ferskar út.9. Hættum að henda matAldrei er góð vísa of oft kveðin. Verum meðvituð í innkaupum á mat og sniðug þegar kemur að því að nýta matinn sem best. Til dæmis með því að nota grænmetisafganga og búa til soð. Við mælum með að fylgjast með samtökunum Vakandi og Matarsóun á Facebook þar sem er aragrúi af góðum ráðum fyrir þá sem vilja temja sér að umhverfisvænar matarvenjur.10. Kynnum okkur umhverfisstefnur fyrirtækjaSkoðum umhverfisstefnu þeirra fyrirtækja sem framleiða fötin. Fjölmargar vinsælar verslanakeðjur sem eru þekktar fyrir hið svokallaða „fast fashion“ hafa tekið sig vel á þegar kemur að þessum málum og bjóða margar hverjar upp á umhverfisvæna valkosti. Flestar fataverslanir eru með greinargóðar upplýsingar á heimasíðum sínum, þar sem hægt er að lesa sér til um efnin og framleiðslu og hvernig fyrirtækin standa að umhverfisvernd. Þá eru keðjur á borð við H&M einnig farnar að bjóða upp á að skila gömlum fötum, sem þau síðan endurnýta í annan fatnað. Sniðugt og um að gera að fylgjast vel með því.11. Endurnýtum Ein leið til að flikka upp á fataskápinn með umhverfisvænum hætti er að kaupa sér notaðar flíkur. Tískan fer í hringi og allt það, og á Íslandi til dæmis eru nokkrar mjög góðar verslanir með notaðan fatnað eins og Rauðakrossbúðin og Spúútnik sem eru þess virði að bæta við á verslunarrúntinn.12. Veljum umhvefisvæn efni Vöndum valið hvað varðar efnin í fatnaðinum sem við kaupum. Bómull, hör og ull eru efni sem brotna hraðast niður í náttúrunni. Plast hins vegar fer ekkert.13. Endurvinnum Skilum eða gefum nothæfa hluti sem okkur langar ekki til að eiga. Eins manns rusl er annars manns gull.14. Rafmagnsbíll Afhverju ekki skoða þann valkost næst þegar bílakaup eru á dagskránni? Flestir bílaframleiðendur eru komnir með rafmagnsbíla sem draga úr mengun og eru góðir fyrir budduna jafnt og náttúruna. Mest lesið Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Seiðandi smokeyförðun Glamour Íslandsvinur í auglýsingaherferð Marc Jacobs Glamour Svart og rómantískt í dressi vikunnar Glamour Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Sienna Miller frumsýndi sumarlínu Sólveigar Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Glamour
Oft var þörf en ný er nauðsyn. Við höfum öll fylgst með því sem er að gerast í heiminum í dag, þar sem aldrei hefur verið jafn mikil þörfá að við tökum málin í okkar hendur og hugsum vel um jörðina okkar. Margt smátt gerir eitt stórtog það er kominn tími til að vera meðvitaður um eigið neyslumunstur og hegðun. Nú á fyrsta degi nýs árs er tilvalið að tileinka sér nýjar venjur sem er gott fyrir umhverfið og samfélagið. Glamour tók saman nokkra punkta sem vert er að hafa á bak við eyrað – til að #makeourplanetgreatagain. 1. Þvoum á lægri hita Nær allar þvottavélar nota rafmagn til vatnshitunar og því sparast mikil orka við að þvo á eins lágum hita og við getum hverju sinni.2. Hengjum þvottinn upp Þurrkarar nota mikið rafmagn og eins mikið og þeir einfalda okkur lífið þá er betra að nota þá í hófi. Þar að auki slitna fötin líka síður ef þau eru hengd upp. Svo er hægt að nýta sumarið núna til að hengja þvottinn út – frísklegra gerist það varla.3. Flokkum! Það getur virst flókið að byrja að flokka en það venst fljótt. Flestir krakkar eru orðnir vanir því að flokka í skólunum og vinnustaðir eru margir hverjir byrjaðir að flokka allt sorp. Um að gera að koma heimilinu í sama gír.4. Slökkvum ljósinRafmagn er kannski í ódýrari kantinum hér heima miðað við önnur lönd en það er óþarfi að sóa því og vera með kveikt ljósin í mannlausum herbergjum.5. Þekkjum upprunann Skoðum hvaðan varan kemur sem við kaupum, kíkjum á hvað vottanir og merkingar á matvælum og fatnaði þýða áður en við kaupum. Alveg eins og við erum nú orðin meðvituð um hvað varan kostar, gerum kröfu um að vita hvernig þær vörur sem við eyðum peningum í eru framleiddar. 6. Gerum við fötin okkarNú er komið að því að fara aftur að stoppa í sokka. Kannski ekki alveg, en hugsum okkur tvisvar um áður en við hendum flíkum sem við teljum vera ónýtar. Er hægt að gera við eða breyta flíkinni til að gefa henni nýtt líf? Stytta gallabuxur sem eru í ljótu sniði eða breyta í gallapils?7. PlastpokabannTökum með okkur taupoka í búðina, eða hreinlega endurnýtum þá poka sem fyrir eru á heimilinu. Mörg heimili eru með fullar skúffur af plastpokum sem hægt er að nota oftar en einu sinni. Svo kosta plastpokarnir líka pening, safnast þegar saman kemur. Hvað eigum við að nota í ruslatunnuna ef við erum ekki með plastpoka? Það segir sig sjálft að ef við flokkum og erum meira meðvituð um hvað við setjum í ruslatunnuna, þá þurfum við færri poka. Kaupum frekar rúllu af pokum sem endist lengi, nú eða notum maíspoka.8. Frystum gallabuxur Það eiga flestir ef ekki allir eins og eitt par af gallabuxum uppi í skáp en gallaefni, sem upphaflega var búið til fyrir verkamenn, á að þola ýmislegt. Það þarf ekki að þvo gallabuxur jafn oft og annan fatnað. Til að ná lykt úr þeim er sniðugt að setja gallabuxur í frysti yfir nótt - þær koma brakandi ferskar út.9. Hættum að henda matAldrei er góð vísa of oft kveðin. Verum meðvituð í innkaupum á mat og sniðug þegar kemur að því að nýta matinn sem best. Til dæmis með því að nota grænmetisafganga og búa til soð. Við mælum með að fylgjast með samtökunum Vakandi og Matarsóun á Facebook þar sem er aragrúi af góðum ráðum fyrir þá sem vilja temja sér að umhverfisvænar matarvenjur.10. Kynnum okkur umhverfisstefnur fyrirtækjaSkoðum umhverfisstefnu þeirra fyrirtækja sem framleiða fötin. Fjölmargar vinsælar verslanakeðjur sem eru þekktar fyrir hið svokallaða „fast fashion“ hafa tekið sig vel á þegar kemur að þessum málum og bjóða margar hverjar upp á umhverfisvæna valkosti. Flestar fataverslanir eru með greinargóðar upplýsingar á heimasíðum sínum, þar sem hægt er að lesa sér til um efnin og framleiðslu og hvernig fyrirtækin standa að umhverfisvernd. Þá eru keðjur á borð við H&M einnig farnar að bjóða upp á að skila gömlum fötum, sem þau síðan endurnýta í annan fatnað. Sniðugt og um að gera að fylgjast vel með því.11. Endurnýtum Ein leið til að flikka upp á fataskápinn með umhverfisvænum hætti er að kaupa sér notaðar flíkur. Tískan fer í hringi og allt það, og á Íslandi til dæmis eru nokkrar mjög góðar verslanir með notaðan fatnað eins og Rauðakrossbúðin og Spúútnik sem eru þess virði að bæta við á verslunarrúntinn.12. Veljum umhvefisvæn efni Vöndum valið hvað varðar efnin í fatnaðinum sem við kaupum. Bómull, hör og ull eru efni sem brotna hraðast niður í náttúrunni. Plast hins vegar fer ekkert.13. Endurvinnum Skilum eða gefum nothæfa hluti sem okkur langar ekki til að eiga. Eins manns rusl er annars manns gull.14. Rafmagnsbíll Afhverju ekki skoða þann valkost næst þegar bílakaup eru á dagskránni? Flestir bílaframleiðendur eru komnir með rafmagnsbíla sem draga úr mengun og eru góðir fyrir budduna jafnt og náttúruna.
Mest lesið Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Seiðandi smokeyförðun Glamour Íslandsvinur í auglýsingaherferð Marc Jacobs Glamour Svart og rómantískt í dressi vikunnar Glamour Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Sienna Miller frumsýndi sumarlínu Sólveigar Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Glamour