Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 09:24 Ekki verða lengur fjárheimildir fyrir ríkisrekstri ef bráðabirgðalausn verður ekki samþykkt í dag. Á meðan undirbýr Trump að fagna á Flórída. Vísir/AFP Útlit er fyrir að rekstur bandarísku alríkisstjórnarinnar gæti stöðvast þegar frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til ríkisstofnana rennur út í dag. Þrátt fyrir það er Donald Trump forseti á leiðinni frá Washington-borg til að fagna ársafmæli forsetatíðar sinnar með auðugum velþóknurum á Flórída. Þó að repúblikanar ráði báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetinn komi úr þeirra röðum þurfa þeir að reiða sig á stuðning níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni til þess að geta samþykkt áframhaldandi fjármögnun alríkisstjórnarinnar. Frestur til þess rennur út í dag. Þingmönnum tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Síðan þá hafa þeir samþykkt tímabundnar framlengingar á útgjöldum til að halda rekstri ríkisstofnana gangandi. Hópur demókrata í öldungadeildinni hefur hótað því að hann ætli ekki að styðja frumvarp repúblikana um skammtímalausn nú. Ein helsta ástæðan er að þeir vilja þrýsta á repúblikana um að samþykkja úrræði fyrir um 700.000 einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur verndað þá fyrir brottvísun frá Bandaríkjunum í fyrra.Safna í kosningasjóð Trump og repúblikana Á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir áformar Trump að halda til Flórída þar sem hann ætlar að fagna því að ár er liðið frá því að hann tók við embætti. Fögnuðurinn verður haldinn í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago þar sem forsetinn hefur ítrekað haldið sig síðasta árið, að því er segir í frétt Bloomberg. Fögnuðurinn verður ekkert slor. Ódýrustu miðarnir á samkomuna kosta 100.000 dollara fyrir pör, rúmar tíu milljónir íslenskra króna. Innifalið er hátíðarkvöldverður og ljósmynd með Trump. Þeir sem punga út 250.000 dollurum fá jafnframt að taka þátt í hringborðsumræðu með forsetanum. Tekjurnar af fögnuðinum renna í kosningasjóð Trump og í fjárhirslur landsnefndar Repúblikanaflokksins. Til samanburðar nefnir Bloomberg að Barack Obama, forveri Trump í embætti, hafi verið í embætti í meira en tvö ár áður en hann byrjaði að halda viðburði til að safna fyrir endurkjöri sínu. Óljóst er hvort að lokun alríkisstjórnarinnar raskaði ferðaáætlunum Trump. Ráðgjafar Trump eru sagðir þess fullvissir að þingmenn muni samþykkja bráðabirgðalausn í dag og því sé ólíklegt að forsetinn haldi sig í Washington-borg.Uppfært 14:25 Talsmaður Hvíta hússins segir nú að Trump fari ekki til Flórída fyrr en frumvarp um fjárframlög verður samþykkt. Trump ætlaði að fljúga þangað í dag en talsmaðurinn segir að ferðinni verði líklega frestað til morguns, að sögn CNN. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Útlit er fyrir að rekstur bandarísku alríkisstjórnarinnar gæti stöðvast þegar frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til ríkisstofnana rennur út í dag. Þrátt fyrir það er Donald Trump forseti á leiðinni frá Washington-borg til að fagna ársafmæli forsetatíðar sinnar með auðugum velþóknurum á Flórída. Þó að repúblikanar ráði báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetinn komi úr þeirra röðum þurfa þeir að reiða sig á stuðning níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni til þess að geta samþykkt áframhaldandi fjármögnun alríkisstjórnarinnar. Frestur til þess rennur út í dag. Þingmönnum tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Síðan þá hafa þeir samþykkt tímabundnar framlengingar á útgjöldum til að halda rekstri ríkisstofnana gangandi. Hópur demókrata í öldungadeildinni hefur hótað því að hann ætli ekki að styðja frumvarp repúblikana um skammtímalausn nú. Ein helsta ástæðan er að þeir vilja þrýsta á repúblikana um að samþykkja úrræði fyrir um 700.000 einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur verndað þá fyrir brottvísun frá Bandaríkjunum í fyrra.Safna í kosningasjóð Trump og repúblikana Á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir áformar Trump að halda til Flórída þar sem hann ætlar að fagna því að ár er liðið frá því að hann tók við embætti. Fögnuðurinn verður haldinn í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago þar sem forsetinn hefur ítrekað haldið sig síðasta árið, að því er segir í frétt Bloomberg. Fögnuðurinn verður ekkert slor. Ódýrustu miðarnir á samkomuna kosta 100.000 dollara fyrir pör, rúmar tíu milljónir íslenskra króna. Innifalið er hátíðarkvöldverður og ljósmynd með Trump. Þeir sem punga út 250.000 dollurum fá jafnframt að taka þátt í hringborðsumræðu með forsetanum. Tekjurnar af fögnuðinum renna í kosningasjóð Trump og í fjárhirslur landsnefndar Repúblikanaflokksins. Til samanburðar nefnir Bloomberg að Barack Obama, forveri Trump í embætti, hafi verið í embætti í meira en tvö ár áður en hann byrjaði að halda viðburði til að safna fyrir endurkjöri sínu. Óljóst er hvort að lokun alríkisstjórnarinnar raskaði ferðaáætlunum Trump. Ráðgjafar Trump eru sagðir þess fullvissir að þingmenn muni samþykkja bráðabirgðalausn í dag og því sé ólíklegt að forsetinn haldi sig í Washington-borg.Uppfært 14:25 Talsmaður Hvíta hússins segir nú að Trump fari ekki til Flórída fyrr en frumvarp um fjárframlög verður samþykkt. Trump ætlaði að fljúga þangað í dag en talsmaðurinn segir að ferðinni verði líklega frestað til morguns, að sögn CNN.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56