Telur að ekki eigi að vera svo einfalt að skráð trúfélög geti sótt afslátt af gjöldum Ingvar Þór Björnsson skrifar 17. janúar 2018 21:28 Kjartan Magnússon og Áslaug, sem bæði gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor, eru ekki sammála um málið. Vísir/Samsett Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hjá á borgarstjórnarfundi í gær þegar tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Hjálpræðisherinn yrði undanþeginn gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut var tekin fyrir. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna. Á fundinum lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir fram tillögu um að þar sem að sú starfsemi sem Hjálpræðisherinn stendur fyrir og hefur staðið fyrir verði samtökin undanþegin gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74. Tillagan var felld með níu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn fimm atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa.„Mikilvægt að gæta að því að ákvarðanir um útdeilingu gæða séu teknar út frá almennum reglum en ekki hreinum geðþótta“Í bókun sem borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram kemur fram að samningar hafa tekist milli Hjálpræðishersins og Reykjavíkurborgar um eðlilegt endurgjald með afslætti sem báðir aðilar voru sáttir við. Þá kemur fram í bókun meirihlutans að hann geti ekki stutt við það verklag að taka núna ákvörðun um algjöra niðurfellingu gjalda út frá tillögu sem vísar í mjög matskenndar forsendur en hvorki í lög né reglur. „Þó hlýhugur í garð Hjálpræðishersins sé allra góða gjalda verður, þá er líka mikilvægt að gæta að því að ákvarðanir um útdeilingu gæða séu teknar út frá almennum reglum en ekki hreinum geðþótta,“ segir í bókun meirihlutans. Þá er bent á að ekkert sé því til fyrirstöðu að styðja frekar við starfsemi Hjálpræðishersins á nýjum stað með öðrum hætti.Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon ósammála um afgreiðslu málsinsAthygli vekur að Áslaug Friðriksdóttir sat hjá þegar greidd voru atkvæði um tillögu Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon og Áslaug, sem bæði gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor, hafa því ólíka sýn á málið. Áslaug segir að ekki eigi að vera svo einfalt að skráð trúfélög geti sótt afslátt af gjöldum eða fengið lóðir án greiðslu. Í bókun sem Áslaug lagði fram segir að skoða verði þetta mál heildstætt. „Vel getur verið að tækifæri séu í því að gera samninga við félög um afslátt af gjöldum ef þau vilja taka þátt í að sinna verkefnum sem styðja borgarsamfélagið og verkefnin eru í takt við markmið og stefnu borgarinnar,“ segir í bókun Áslaugar. Nefnir hún að það að um skráð trúfélag sé að ræða geti ekki eitt og sér verið nóg. „Betur færi á að horfa til þess hvaða samfélagsverkefnum félög muni sinna gegn slíkum afslætti eða undanþágum,“ segir hún.Tillagan fyrst lögð fram í októberBorgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fyrst fram tillögu á borgarráðsfundi 6. október 2016 um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðarinnar. Í þeirri bókun var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingargjald. Þá var tillögunni einnig hafnað. Þann 5. janúar síðastliðinn var vakin athygli á því að Hjálpræðisherinn fengi ekki fría lóð undir nýtt húsnæði, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þá sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, að Hjálpræðisherinn hafi alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur. Jafnframt nefndi hann að borgin liti svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Hjálpræðisherinn má reisa nýjar höfuðstöðvar sínar á Suðurlandsbraut Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur heimilað Hjálpræðishernum að reisa höfuðstöðvar á tveimur hæðum á Suðurlandsbraut 32-34. 14. desember 2017 07:00 Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. 6. október 2016 23:13 Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. 5. janúar 2018 20:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hjá á borgarstjórnarfundi í gær þegar tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Hjálpræðisherinn yrði undanþeginn gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut var tekin fyrir. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna. Á fundinum lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir fram tillögu um að þar sem að sú starfsemi sem Hjálpræðisherinn stendur fyrir og hefur staðið fyrir verði samtökin undanþegin gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74. Tillagan var felld með níu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn fimm atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa.„Mikilvægt að gæta að því að ákvarðanir um útdeilingu gæða séu teknar út frá almennum reglum en ekki hreinum geðþótta“Í bókun sem borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram kemur fram að samningar hafa tekist milli Hjálpræðishersins og Reykjavíkurborgar um eðlilegt endurgjald með afslætti sem báðir aðilar voru sáttir við. Þá kemur fram í bókun meirihlutans að hann geti ekki stutt við það verklag að taka núna ákvörðun um algjöra niðurfellingu gjalda út frá tillögu sem vísar í mjög matskenndar forsendur en hvorki í lög né reglur. „Þó hlýhugur í garð Hjálpræðishersins sé allra góða gjalda verður, þá er líka mikilvægt að gæta að því að ákvarðanir um útdeilingu gæða séu teknar út frá almennum reglum en ekki hreinum geðþótta,“ segir í bókun meirihlutans. Þá er bent á að ekkert sé því til fyrirstöðu að styðja frekar við starfsemi Hjálpræðishersins á nýjum stað með öðrum hætti.Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon ósammála um afgreiðslu málsinsAthygli vekur að Áslaug Friðriksdóttir sat hjá þegar greidd voru atkvæði um tillögu Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon og Áslaug, sem bæði gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor, hafa því ólíka sýn á málið. Áslaug segir að ekki eigi að vera svo einfalt að skráð trúfélög geti sótt afslátt af gjöldum eða fengið lóðir án greiðslu. Í bókun sem Áslaug lagði fram segir að skoða verði þetta mál heildstætt. „Vel getur verið að tækifæri séu í því að gera samninga við félög um afslátt af gjöldum ef þau vilja taka þátt í að sinna verkefnum sem styðja borgarsamfélagið og verkefnin eru í takt við markmið og stefnu borgarinnar,“ segir í bókun Áslaugar. Nefnir hún að það að um skráð trúfélag sé að ræða geti ekki eitt og sér verið nóg. „Betur færi á að horfa til þess hvaða samfélagsverkefnum félög muni sinna gegn slíkum afslætti eða undanþágum,“ segir hún.Tillagan fyrst lögð fram í októberBorgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fyrst fram tillögu á borgarráðsfundi 6. október 2016 um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðarinnar. Í þeirri bókun var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingargjald. Þá var tillögunni einnig hafnað. Þann 5. janúar síðastliðinn var vakin athygli á því að Hjálpræðisherinn fengi ekki fría lóð undir nýtt húsnæði, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þá sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, að Hjálpræðisherinn hafi alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur. Jafnframt nefndi hann að borgin liti svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Hjálpræðisherinn má reisa nýjar höfuðstöðvar sínar á Suðurlandsbraut Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur heimilað Hjálpræðishernum að reisa höfuðstöðvar á tveimur hæðum á Suðurlandsbraut 32-34. 14. desember 2017 07:00 Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. 6. október 2016 23:13 Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. 5. janúar 2018 20:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Hjálpræðisherinn má reisa nýjar höfuðstöðvar sínar á Suðurlandsbraut Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur heimilað Hjálpræðishernum að reisa höfuðstöðvar á tveimur hæðum á Suðurlandsbraut 32-34. 14. desember 2017 07:00
Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. 6. október 2016 23:13
Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. 5. janúar 2018 20:00