Funduðu með formanni grænlensku heimastjórnarinnar
Ingvar Þór Björnsson skrifar
Kim Kielsen, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ræddu meðal annars úrgangsmál sem er stórt viðfangsefni í Grænlandi.Stjórnarráðið
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, funduðu í dag með Kim Kielsen formanni grænlensku heimastjórnarinnar.
Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála en vaxandi straumur ferðamanna er í báðum löndum.
Málefni norðurslóða og komandi formennska Íslands í Norðurskautsráðinu árið 2019 komu til umræðu.StjórnarráðiðEinnig var rætt um umhverfis- og loftslagsmál en Kielsen fer einnig með umhverfismál í landsstjórninni. Ræddu ráðherrarnir meðal annars úrgangsmál, loftslagsmál og náttúruvernd, málefni Norðurslóða og samskipti landanna tveggja. Jafnframt var rætt um bráðnun jökla, súrnun sjávar og plastmengun í hafi.
Kielsen kemur einnig til með að heimsækja Sorpu, Endurvinnsluna og Úrvinnslusjóð til að kynna sér stöðu úrgangsmála hér á landi en úrgangsmál er stórt viðfangsefni í Grænlandi.
Þá kom Kielsen á framfæri þakklæti Grænlendinga fyrir sýndan stuðning Íslands og íslensks samfélags í kjölfar náttúruhamfara á Grænlandi sumarið 2017.
Alopex Gold hefur undir höndum leyfi á þremur gullnámusvæðum á Grænlandi, Nalunaq, Vagar og Tartoq. Eldur Ólafsson er forstjóri fyrirtækisins og einn stofnenda. Í sumar fóru fram boranir í Nalunaq sem staðfesta framhald aðalgullæðarinnar en það eykur vissuna að til staðar séu 1,2 milljónir únsa af gulli.