Björgvin Páll: Veit ekki hvernig manni á að líða Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2018 19:04 Björgvin í leiknum í kvöld. vísir/ernir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. „Það var hellings spurning. Þetta var tæpt. Smá skrýtin tilfinning og manni veit ekki hvernig manni á að líða. Við þurfum að bíða núna,” sagði Björgvin Páll í samtali við Henry Birgi Gunnarsson um síðasta skotið sem Björgvin varði í kvöld. „Við höfum núna til að hlaða batteríin og vonandi að það skili einhverju. Auðvitað ömurlegt hvernig við förum með þetta í restina og getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki komnir áfram.” „Smá vonbrigði, en auðvitað lítum við á björtu hliðarnar og að við erum enn inn í þessu,” en hvernig fór liðið að því að glutra niður fjögurra marka forskoti? „Við förum bara í að verja forskotið og horfa á klukkuna og stöðuna. Það er alltaf hættulegt í hvaða sporti sem það er. Við töluðum um að gera það ekki, en gerðum það.” „Serbarnir spiluðu mjög vel. Þeir eru pressulausir og höfðu engu að tapa. Það var allt að smella hjá þeim og ferskir menn sem komu inn og tóku ábyrgð sem mér finnst betri handboltamenn en þeir sem áður voru.” En hvað er að hjá íslenska liðinu, vantar því hugrekki? „Nei, held ekki. Þetta er eitthvað óöruggi og þetta gerist fyrir aðrar þjóðir en okkur. Þetta er meira spurning um fýlinginn í leiknum heldur en karakterinn og halda að þetta sé komið. Það liggur hjá okkur.” Aðspurður hvort það væri ekki dálítið skrýtin tilfinning að fara mögulega áfram eftir eins slaka frammistöðu svaraði Björgvin: „Við drulluðum á okkur tvisvar gegn Þjóðverjum og allir héldu að við værum lélegasta landslið í heiminum. Við svöruðum því með að slátra Svíum. Við erum klárir í það verkefni sem kemur; milliriðill eða flug heim,” sagði Björgvin að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Las sjálfshjálparbók í miðjum leik Sport „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. „Það var hellings spurning. Þetta var tæpt. Smá skrýtin tilfinning og manni veit ekki hvernig manni á að líða. Við þurfum að bíða núna,” sagði Björgvin Páll í samtali við Henry Birgi Gunnarsson um síðasta skotið sem Björgvin varði í kvöld. „Við höfum núna til að hlaða batteríin og vonandi að það skili einhverju. Auðvitað ömurlegt hvernig við förum með þetta í restina og getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki komnir áfram.” „Smá vonbrigði, en auðvitað lítum við á björtu hliðarnar og að við erum enn inn í þessu,” en hvernig fór liðið að því að glutra niður fjögurra marka forskoti? „Við förum bara í að verja forskotið og horfa á klukkuna og stöðuna. Það er alltaf hættulegt í hvaða sporti sem það er. Við töluðum um að gera það ekki, en gerðum það.” „Serbarnir spiluðu mjög vel. Þeir eru pressulausir og höfðu engu að tapa. Það var allt að smella hjá þeim og ferskir menn sem komu inn og tóku ábyrgð sem mér finnst betri handboltamenn en þeir sem áður voru.” En hvað er að hjá íslenska liðinu, vantar því hugrekki? „Nei, held ekki. Þetta er eitthvað óöruggi og þetta gerist fyrir aðrar þjóðir en okkur. Þetta er meira spurning um fýlinginn í leiknum heldur en karakterinn og halda að þetta sé komið. Það liggur hjá okkur.” Aðspurður hvort það væri ekki dálítið skrýtin tilfinning að fara mögulega áfram eftir eins slaka frammistöðu svaraði Björgvin: „Við drulluðum á okkur tvisvar gegn Þjóðverjum og allir héldu að við værum lélegasta landslið í heiminum. Við svöruðum því með að slátra Svíum. Við erum klárir í það verkefni sem kemur; milliriðill eða flug heim,” sagði Björgvin að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Las sjálfshjálparbók í miðjum leik Sport „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52
Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15