Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni Ingvar Þór Björnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. janúar 2018 23:38 Matvara til sölu í kjörbúð Þrastarlundar. vísir/sveinn Vakin var athygli á því á Twitter í dag að 750 millilítra vatnsflaska í Þrastarlundi í Grímsnesi kostaði 750 krónur. Ein króna millilítrinn. Netverjar vitnuðu í Lion King og annar lét lögregluna vita. Greinilegt að margir voru á því að verðið væri alltof hátt.Blaðamaður hjá Mbl.is heyrði í Sverri Einar Eiríkssyni, eiganda Þrastarlundar sem komist hefur í fréttirnar fyrir viðskipti með íbúðir, gull og dögurð í Þrastarlundi undanfarin misseri. Sverrir sagði að verð á vörum staðarins tæki mið af verðlagi annars staðar og ef verð á vatninu væri miklu hærra en á öðrum stöðum þyrfti að skoða það. Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár.Vísir„Stundum verðleggjum við of lágt og auðvitað getur komið fyrir að við verðleggjum of hátt, en ég vona að svo sé ekki,“ sagði Sverrir sem kannaði betur málið varðandi verðið á vatninu. Í ljós kom að verðið hefði verið alltof hátt undanfarna sex mánuði, fyrir mistök að sögn Sverris. Sagðist Sverrir hafa lækkað verðið í 450 krónur fyrir 750 millilítra flösku. Eins lítra flaska kosti aftur á móti 500 krónur. Eitt símtal blaðamanns virðist því hafa lækkað verðið á Icelandic Glacial vatni um 40-50 prósent. Þrastarlundur er vinsæll veitingastaður hjá ferðamönnum og versla margir í kjörbúðinni þar á leið sinni um landið. Einnig heimsækja margir Íslendingar Þrastarlund og eru áhrifavaldar á samfélagsmiðlum duglegir að auglýsa staðinn.Að neðan má sjá tístið hennar Marsibil sem vakti upphaflega athygli á verðinu. Ekki í lagi - @þrastalundur pic.twitter.com/BdjIv3T8Up — Marsibil (@libisram) January 14, 2018 Neytendur Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Vakin var athygli á því á Twitter í dag að 750 millilítra vatnsflaska í Þrastarlundi í Grímsnesi kostaði 750 krónur. Ein króna millilítrinn. Netverjar vitnuðu í Lion King og annar lét lögregluna vita. Greinilegt að margir voru á því að verðið væri alltof hátt.Blaðamaður hjá Mbl.is heyrði í Sverri Einar Eiríkssyni, eiganda Þrastarlundar sem komist hefur í fréttirnar fyrir viðskipti með íbúðir, gull og dögurð í Þrastarlundi undanfarin misseri. Sverrir sagði að verð á vörum staðarins tæki mið af verðlagi annars staðar og ef verð á vatninu væri miklu hærra en á öðrum stöðum þyrfti að skoða það. Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár.Vísir„Stundum verðleggjum við of lágt og auðvitað getur komið fyrir að við verðleggjum of hátt, en ég vona að svo sé ekki,“ sagði Sverrir sem kannaði betur málið varðandi verðið á vatninu. Í ljós kom að verðið hefði verið alltof hátt undanfarna sex mánuði, fyrir mistök að sögn Sverris. Sagðist Sverrir hafa lækkað verðið í 450 krónur fyrir 750 millilítra flösku. Eins lítra flaska kosti aftur á móti 500 krónur. Eitt símtal blaðamanns virðist því hafa lækkað verðið á Icelandic Glacial vatni um 40-50 prósent. Þrastarlundur er vinsæll veitingastaður hjá ferðamönnum og versla margir í kjörbúðinni þar á leið sinni um landið. Einnig heimsækja margir Íslendingar Þrastarlund og eru áhrifavaldar á samfélagsmiðlum duglegir að auglýsa staðinn.Að neðan má sjá tístið hennar Marsibil sem vakti upphaflega athygli á verðinu. Ekki í lagi - @þrastalundur pic.twitter.com/BdjIv3T8Up — Marsibil (@libisram) January 14, 2018
Neytendur Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00